Vinnudeilurnar hangi eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 12:30 Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA stefni ótrauð áfram að því verkefni að eyða óvissu sem fylgi lausum kjarasamningum og bæði mögulegum og boðuðum verkföllum. Hann segir að það sé mikið hættuspil að fara með kjaradeilur í átakafarveg í kólnandi hagkerfi. „Það er landsmönnum öllum í hag að þeirri óvissu létti sem fyrst og að þessar vinnudeilur hangi ekki eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu í heild sinni,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Sjá nánar: Iðnaðarmenn slíta viðræðum „Við höfum verið [hjá ríkissáttasemjara] með þeim undanfarnar vikur að leggja grunn að nýjum kjarasamningi gagnvart þessum aðilum. Þessir aðilar telja, að því er virðist, allir á sama tímapunkti að ekki verði lengra komist að sinni. Sú vinna sem við höfum unnið undanfarna daga og vikur hún fer ekkert frá okkur og verður aftur grunnur að kjarasamningi þegar réttar aðstæður hafa skapast.“Hættuspil að fara með kjaradeilu í átakafarveg Halldór segir að verkefnið fari ekkert frá þeim sama þó svo að viðsemjendurnir lýsi yfir árangsurslausum viðræðum. „Eftir sem áður munum við þurfa að halda áfram að hittast á vettvangi ríkissáttasemjara með það að markmiði að ná kjarasamningi.“ Hann varar við þeirri þróun að fara með kjaradeiluna í átakafarveg. „Ég hef varað við þeim átakafarvegi sem verið er að stilla upp í sér í lagi á þeim forsendum að við erum í kólnandi hagkerfi,“ segir Halldór og tekur mið af stöðu flugfélaganna, loðnubresti og stöðunni í efnahagsmálum. „Það að fara með kjaradeilu í átakafarveg á meðan að svona er ástatt í hagkerfinu er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA stefni ótrauð áfram að því verkefni að eyða óvissu sem fylgi lausum kjarasamningum og bæði mögulegum og boðuðum verkföllum. Hann segir að það sé mikið hættuspil að fara með kjaradeilur í átakafarveg í kólnandi hagkerfi. „Það er landsmönnum öllum í hag að þeirri óvissu létti sem fyrst og að þessar vinnudeilur hangi ekki eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu í heild sinni,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Sjá nánar: Iðnaðarmenn slíta viðræðum „Við höfum verið [hjá ríkissáttasemjara] með þeim undanfarnar vikur að leggja grunn að nýjum kjarasamningi gagnvart þessum aðilum. Þessir aðilar telja, að því er virðist, allir á sama tímapunkti að ekki verði lengra komist að sinni. Sú vinna sem við höfum unnið undanfarna daga og vikur hún fer ekkert frá okkur og verður aftur grunnur að kjarasamningi þegar réttar aðstæður hafa skapast.“Hættuspil að fara með kjaradeilu í átakafarveg Halldór segir að verkefnið fari ekkert frá þeim sama þó svo að viðsemjendurnir lýsi yfir árangsurslausum viðræðum. „Eftir sem áður munum við þurfa að halda áfram að hittast á vettvangi ríkissáttasemjara með það að markmiði að ná kjarasamningi.“ Hann varar við þeirri þróun að fara með kjaradeiluna í átakafarveg. „Ég hef varað við þeim átakafarvegi sem verið er að stilla upp í sér í lagi á þeim forsendum að við erum í kólnandi hagkerfi,“ segir Halldór og tekur mið af stöðu flugfélaganna, loðnubresti og stöðunni í efnahagsmálum. „Það að fara með kjaradeilu í átakafarveg á meðan að svona er ástatt í hagkerfinu er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00
SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15
Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00