Áralangur taprekstur af loðdýrarækt Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. mars 2019 10:36 Þrettán loðdýrabú eru nú starfrækt á Íslandi. Þau voru flest um 240 talsins á níunda áratug síðustu aldar. Vísir/Magnús Hlynur Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. Ef marka má úttekt Hagstofunnnar voru að jafnaði um 40 loðdýrabú í rekstri á árunum 2008 til 2014 og voru sameiginlegar rekstrarniðurstöður þeirra réttu megin við núllið á þessu tímabili. Þau hafa hins vegar verið rekin með tapi á árunum 2014 til 2017 og tap þeirra nam um 150 milljónum króna í lok tímabilsins. „Tekjur þeirra námu 726 milljónum króna árið 2017 og 86% tekna mátti rekja til sölu loðdýraafurða. Gjöld námu 873 milljónum króna það ár og skiptust þau þannig: vöru- og hráefnisnotkun 376 m.kr. (43,1%), laun og launatengd gjöld 208 m.kr. (23,9%), annar rekstrarkostnaður 202 m.kr. (23,2%) og fyrningar 87 m.kr. (9,9%),“ eins og segir í útlistun Hagstofunnar.hagstofanSamhliða taprekstrinum fækkaði loðdýrabúum hratt. Þau voru um 30 talsins árið 2017 en hefur fækkað um rúman helming síðan. Greint var frá því í desember síðastliðnum að þau væru nú 13 talsins. Til samanburðar má nefna að á hátindi loðdýraræktar á Íslandi, á níunda áratug síðustu aldar, var fjöldi búa um 240. Þessi þróun var rakin til lægra verðs á minnkaskinnum í Bændablaðinu undir lok síðasta árs. Væri nú svo komið að um helmingi minna fengist fyrir hvert skinn en það kostar að framleiða það. Veiking krónunnar hafi þó hlaupið undir bagga með loðdýrabændum, sem engu að síður telja sig þurfa að njóta ríkisaðstoðar ef loðdýrarækt á ekki að leggjast af í landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson ræddi við loðdýrabónda i nóvember síðastliðnum, viðtal hans má sjá hér að neðan. Landbúnaður Tengdar fréttir Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Viðsnúningur varð í rekstri loðdýrabúa landsins árið 2014. Ef marka má úttekt Hagstofunnnar voru að jafnaði um 40 loðdýrabú í rekstri á árunum 2008 til 2014 og voru sameiginlegar rekstrarniðurstöður þeirra réttu megin við núllið á þessu tímabili. Þau hafa hins vegar verið rekin með tapi á árunum 2014 til 2017 og tap þeirra nam um 150 milljónum króna í lok tímabilsins. „Tekjur þeirra námu 726 milljónum króna árið 2017 og 86% tekna mátti rekja til sölu loðdýraafurða. Gjöld námu 873 milljónum króna það ár og skiptust þau þannig: vöru- og hráefnisnotkun 376 m.kr. (43,1%), laun og launatengd gjöld 208 m.kr. (23,9%), annar rekstrarkostnaður 202 m.kr. (23,2%) og fyrningar 87 m.kr. (9,9%),“ eins og segir í útlistun Hagstofunnar.hagstofanSamhliða taprekstrinum fækkaði loðdýrabúum hratt. Þau voru um 30 talsins árið 2017 en hefur fækkað um rúman helming síðan. Greint var frá því í desember síðastliðnum að þau væru nú 13 talsins. Til samanburðar má nefna að á hátindi loðdýraræktar á Íslandi, á níunda áratug síðustu aldar, var fjöldi búa um 240. Þessi þróun var rakin til lægra verðs á minnkaskinnum í Bændablaðinu undir lok síðasta árs. Væri nú svo komið að um helmingi minna fengist fyrir hvert skinn en það kostar að framleiða það. Veiking krónunnar hafi þó hlaupið undir bagga með loðdýrabændum, sem engu að síður telja sig þurfa að njóta ríkisaðstoðar ef loðdýrarækt á ekki að leggjast af í landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson ræddi við loðdýrabónda i nóvember síðastliðnum, viðtal hans má sjá hér að neðan.
Landbúnaður Tengdar fréttir Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Mikil hætta er á að loðdýrarækt leggist af í landinu Mikil hætta er á að þau átján loðdýrabú sem eru á Íslandi hætti starfsemi vegna erfiðs reksturs. 25. nóvember 2018 20:00