Tíminn verði að leiða í ljós hvað verði um dómarana fjóra Margrét Helga Erlingsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 18. mars 2019 20:32 Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni. Hún segist enn þá vera þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta reyna á þau sjónarmið sem haldið var uppi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og vísa málinu til yfirdeildarinnar. „Þetta er snúnara af því að þetta snýr að þrígreiningu ríkisvalds og ekki viljum við leggja til einhverja lausn sem á endanum er ekki lausn heldur einhver frekari flækja,“ segir Þórdís. Hún getur ekki sagt til um það hversu langan tíma það mun taka fyrir stjórnvöld að ákveða hvort áfrýjað verði til yfirdeildar eður ei. „Án þess að gera lítið úr þeirri stöðu sem upp er komin þá er það ekki þannig að það sé allt í frosti,“ segir Þórdís aðspurð um stöðuna í Landsrétti. Landsréttur tók aftur til starfa í dag en þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir þvert á lista hæfisnefndar munu ekki starfa við réttinn að svo stöddu. Katrín sagði að mögulega þyrftu Alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt til að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins. Forsætisráðherra tók Landsréttarmálið fyrir á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Í ræðu sinni á Alþingi í dag sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að líklega yrði kallaður til erlendur sérfræðingur til að fara nánar yfir málið með henni og dómsmálaráðherra og skoða það ítarlega hvort tilefni væri til þess að láta á það reyna hvort yfirdeild MDE myndi taka málið fyrir. „Ég segi að við eigum að taka úrskurðinn alvarlega en við eigum líka að gefa okkur svigrúm til að reifa sjónarmið dómsins, við eigum að reifa sjónarmiðin í minnihlutaálitinu og við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag. Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni. Hún segist enn þá vera þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að láta reyna á þau sjónarmið sem haldið var uppi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og vísa málinu til yfirdeildarinnar. „Þetta er snúnara af því að þetta snýr að þrígreiningu ríkisvalds og ekki viljum við leggja til einhverja lausn sem á endanum er ekki lausn heldur einhver frekari flækja,“ segir Þórdís. Hún getur ekki sagt til um það hversu langan tíma það mun taka fyrir stjórnvöld að ákveða hvort áfrýjað verði til yfirdeildar eður ei. „Án þess að gera lítið úr þeirri stöðu sem upp er komin þá er það ekki þannig að það sé allt í frosti,“ segir Þórdís aðspurð um stöðuna í Landsrétti. Landsréttur tók aftur til starfa í dag en þeir fjórir dómarar sem voru skipaðir þvert á lista hæfisnefndar munu ekki starfa við réttinn að svo stöddu. Katrín sagði að mögulega þyrftu Alþingismenn að vera undir það búnir að samþykkja á næstunni fjölgun dómara við Landsrétt til að tryggja eðlilegt starfsumhverfi dómstólsins. Forsætisráðherra tók Landsréttarmálið fyrir á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Í ræðu sinni á Alþingi í dag sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að líklega yrði kallaður til erlendur sérfræðingur til að fara nánar yfir málið með henni og dómsmálaráðherra og skoða það ítarlega hvort tilefni væri til þess að láta á það reyna hvort yfirdeild MDE myndi taka málið fyrir. „Ég segi að við eigum að taka úrskurðinn alvarlega en við eigum líka að gefa okkur svigrúm til að reifa sjónarmið dómsins, við eigum að reifa sjónarmiðin í minnihlutaálitinu og við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag.
Alþingi Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30
„Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15
Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00