Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Peralada skrifar 18. mars 2019 19:00 Birkir Bjarnason var í hópi þeirra leikmanna sem tóku þátt í fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra á föstudag og svo heimsmeisturum Frakka á mánudag. Landsliðshópurinn kom saman í Peralada á Spáni í dag og þeir leikmenn sem voru komnir og gátu æfðu saman í þessum litla bæ í norðausturhluta Spánar, skammt frá Girona. „Ég er mjög spenntur. Það er gott að koma aftur saman, komast í góðar aðstæður og gott veður,“ sagði Birkir í samtali við Vísi eftir æfinguna nú síðdegis. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland freistar þess nú að komast á sitt þriðja stórmót í röð en eftir frábært gengi strákanna síðustu ár hafa síðustu mánuðir verið erfiðir. Erik Hamren, sem var ráðinn landsliðsþjálfari eftir HM síðasta sumar, hefur enn ekki unnið leik með íslenska landsliðinu. „Við erum alls ekki ánægðir með 2018. En það vita allir í þessum hópi hvað við getum og við ætlum okkur að gera betur. Við viljum sýna að við erum betri en þetta,“ sagði Birkir ákveðinn en hver er besta leiðin til þess? „Fara aftur í grunninn. Gera þetta einfalt. Það er það sem hefur gefið okkur góð úrslit áður,“ sagði Birkir. Áður en að Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í París á mánudag þurfa strákarnir okkar að kljást við Andorra á föstudag. Það er leikur sem öllu jöfnu íslenska landsliðið ætti að vinna en það er ekkert gefið í þeim efnum. „Við erum búnir að fá að heyra og vita hvernig andstæðingur þetta er. Ég held að við þurfum að vera undirbúnir fyrir allskonar, sérstaklega þetta gervigras. En ég held að það séu allir klárir,“ sagði Birkir.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira
Birkir Bjarnason var í hópi þeirra leikmanna sem tóku þátt í fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra á föstudag og svo heimsmeisturum Frakka á mánudag. Landsliðshópurinn kom saman í Peralada á Spáni í dag og þeir leikmenn sem voru komnir og gátu æfðu saman í þessum litla bæ í norðausturhluta Spánar, skammt frá Girona. „Ég er mjög spenntur. Það er gott að koma aftur saman, komast í góðar aðstæður og gott veður,“ sagði Birkir í samtali við Vísi eftir æfinguna nú síðdegis. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland freistar þess nú að komast á sitt þriðja stórmót í röð en eftir frábært gengi strákanna síðustu ár hafa síðustu mánuðir verið erfiðir. Erik Hamren, sem var ráðinn landsliðsþjálfari eftir HM síðasta sumar, hefur enn ekki unnið leik með íslenska landsliðinu. „Við erum alls ekki ánægðir með 2018. En það vita allir í þessum hópi hvað við getum og við ætlum okkur að gera betur. Við viljum sýna að við erum betri en þetta,“ sagði Birkir ákveðinn en hver er besta leiðin til þess? „Fara aftur í grunninn. Gera þetta einfalt. Það er það sem hefur gefið okkur góð úrslit áður,“ sagði Birkir. Áður en að Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í París á mánudag þurfa strákarnir okkar að kljást við Andorra á föstudag. Það er leikur sem öllu jöfnu íslenska landsliðið ætti að vinna en það er ekkert gefið í þeim efnum. „Við erum búnir að fá að heyra og vita hvernig andstæðingur þetta er. Ég held að við þurfum að vera undirbúnir fyrir allskonar, sérstaklega þetta gervigras. En ég held að það séu allir klárir,“ sagði Birkir.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira