Minnst einn sagður látinn í skotárás í Hollandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2019 10:52 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. EPA/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Lögreglan í Utrecht í Hollandi segir einn vera látinn og minnst sex vera særða eftir skotárás í sporvagni. Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma (10:45 úti). Mikill viðbúnaður er í Utrecht og hafa sjúkraþyrlur verið sendar á vettvang. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða og viðbúnaðarstig hefur verið aukið á meðan árásarmannsins er leitað. Öryggi hefur verið bætt á flugvöllum, skólum og öðrum mikilvægum stöðum í Hollandi. Þá hafa yfirvöld beðið forsvarsmenn moska í Utrecht að hafa lokað í dag, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Lögreglan er með mikinn viðbúnað nærri torginu þar sem skotárásin átti sér stað og er talið mögulegt að árásarmaðurinn sé þar inni. Þungvopnaðir lögregluþjónar virðast sitja um húsið. Þá kom fram á blaðamannafundi í Haag að skotum hefði verið hleypt af á nokkrum stöðum í borginni í dag.Klopjacht lijkt gaande in wijk Kanaleneiland in #Utrecht, na schietincident bij tram. #24oktoberpleinpic.twitter.com/qbHQzx66AQ — Jeroen Wetzels (@jeroenwetzels) March 18, 2019 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur afboðað fundi sína í dag. Þegar BNR náði tali af honum sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Pieter-Jaap Aalbersberg, yfirmaður hryðjuverkavarna í Hollandi, segir sérstök neyðarteymi hafa verið virkjuð vegna skotárásarinnar. Ekki sé hægt að útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða og viðbúnaðarstig á svæðinu hafi verið aukið. Árásarmaðurinn er sagður hafa flúið á rauðum bíl. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga sem staddir eru í Utrecht til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Þá eru aðrir hvattir til að láta aðstandendur vita eða gera grein fyrir sér á samfélagsmiðlum.The police is investigating the shooting at the #24oktoberplein in Utrecht this morning. An possible terrorist motif is part of the investigation.— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Several people reported injured after an individual opened a fire inside a tram in the Dutch city of Utrecht, according to police. pic.twitter.com/UCab4FLxVr— Aldin (@aldin_ww) March 18, 2019 Holland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Lögreglan í Utrecht í Hollandi segir einn vera látinn og minnst sex vera særða eftir skotárás í sporvagni. Árásarmaðurinn er á flótta undan lögreglu eftir að hann hóf skothríð um klukkan 9:45 að íslenskum tíma (10:45 úti). Mikill viðbúnaður er í Utrecht og hafa sjúkraþyrlur verið sendar á vettvang. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk sé að ræða og viðbúnaðarstig hefur verið aukið á meðan árásarmannsins er leitað. Öryggi hefur verið bætt á flugvöllum, skólum og öðrum mikilvægum stöðum í Hollandi. Þá hafa yfirvöld beðið forsvarsmenn moska í Utrecht að hafa lokað í dag, samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi. Lögreglan er með mikinn viðbúnað nærri torginu þar sem skotárásin átti sér stað og er talið mögulegt að árásarmaðurinn sé þar inni. Þungvopnaðir lögregluþjónar virðast sitja um húsið. Þá kom fram á blaðamannafundi í Haag að skotum hefði verið hleypt af á nokkrum stöðum í borginni í dag.Klopjacht lijkt gaande in wijk Kanaleneiland in #Utrecht, na schietincident bij tram. #24oktoberpleinpic.twitter.com/qbHQzx66AQ — Jeroen Wetzels (@jeroenwetzels) March 18, 2019 Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur afboðað fundi sína í dag. Þegar BNR náði tali af honum sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af ástandinu. Pieter-Jaap Aalbersberg, yfirmaður hryðjuverkavarna í Hollandi, segir sérstök neyðarteymi hafa verið virkjuð vegna skotárásarinnar. Ekki sé hægt að útiloka að um hryðjuverk hafi verið að ræða og viðbúnaðarstig á svæðinu hafi verið aukið. Árásarmaðurinn er sagður hafa flúið á rauðum bíl. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga sem staddir eru í Utrecht til að hafa samband ef þeir þurfa á aðstoð að halda. Þá eru aðrir hvattir til að láta aðstandendur vita eða gera grein fyrir sér á samfélagsmiðlum.The police is investigating the shooting at the #24oktoberplein in Utrecht this morning. An possible terrorist motif is part of the investigation.— Politie Utrecht (@PolitieUtrecht) March 18, 2019 Several people reported injured after an individual opened a fire inside a tram in the Dutch city of Utrecht, according to police. pic.twitter.com/UCab4FLxVr— Aldin (@aldin_ww) March 18, 2019
Holland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira