Ísland þurfi ekki á stöðugleika Sjálfstæðisflokksins að halda sem byggi á að örfáir hafi þorra gæðanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2019 11:59 Logi segir að afleiðingar vanrækslu síðustu ára hafi leitt til félagslegs óstöðugleika og bætir við að "fullkomin afneitun“ núverandi ríkisstjórnar gæti hugsanlega leitt til þess að atvinnulífið taki skellinn til að brúa það sem ríkisstjórnin hafi hunsað. Berglaug Petra „Til að halda góðu jafnvægi þarftu að vera á hæfilegri ferð – of mikill hraði veldur því að þú missir stjórn en ef það hægir of á þér verður erfiðara að halda jafnvægi og stoppirðu – missirðu jafnvægið og dettur.“ Þessa myndlíkingu dró Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, upp á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Bifröst í dag. Hann fór um víðan völl og fjallaði um efnahagsmál, jöfnuð, kjaramál og loftslagsmál svo eitthvað sé nefnt. Ástæðan fyrir því að Logi notaði reiðhjólamyndlíkinguna segir hann að sé sú að Sjálfstæðisflokknum sé tíðrætt um stöðugleika og jafnvægi. Þess má geta að Logi er þekktur fyrir litríka notkun á tungumálinu en hann grípur oft og tíðum til myndlíkinga til að gera grein fyrir skoðun sinni. „Við þurfum hins vegar ekki á jafnvægi Sjálfstæðisflokksins að halda sem byggir á því að örfáir sitja öðru megin á vegasaltinu, með þorra gæðanna en allur almenningur heldur jafnvægi hinum megin.“ Logi segir að hinn margumtalaði stöðugleiki flokksins byggi á íhaldssemi og kyrrstöðu. „Og stöðnuðum samfélögum vegnar ekki vel til lengdar. Við þurfum framþróun og sókn sem byggir á almennri þátttöku fólks og hún næst ekki nema allir búi við sómasamleg lífskjör.“Samfélagsgerð óréttlætis Hann segir að ástæðan fyrir því að börn sem alast upp á efnameiri heimilum séu líklegri til að verða með háar tekjur síðar á lífsleiðinni hafi ekkert með upplag einstaklingsins að gera heldur allt með samfélagsgerð sem skorti jafnrétti og réttlæti. Hið sama gildir um lágt hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja að sögn Loga. Ekki aðeins launahækkanir sem tryggja góð lífsskilyrði Logi tekur þá kjaramálin til umfjöllunar í ræðu sinni og einkum þátt ríkisstjórnarinnar sem hefði átt að liðka fyrir viðræðunum með sannfærandi hætti að mati Loga. „Talsmenn launþegahreyfingarinnar og reyndar einnig atvinnulífsins hafa margsinnis bent á að það er fleira en launahækkanir sem tryggja góð lífsskilyrði; réttlátt skattkerfi, almennari barna- og húsnæðisbætur, gjaldfrjáls almannaþjónusta en ekki síst öruggur húsnæðismarkaður. Þetta er samhljóða hugmyndafræði Samfylkingarinnar sem margoft hefur lagt fram tillögur í þessa átt,“ segir Logi. Hann bendir á að í stjórnarmyndunarviðræðum hafi Samfylkingin lagt sérstaka áherslu á að nauðsynlegt væri að næsta ríkisstjórn yrði mynduð í kringum almenna lífskjarasókn því án hennar skapaðist erfið staða á vinnumarkaði. „Það er nú komið á daginn. Vinstri græn og Framsókn völdu aðra samstarfsaðila og því situr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.“ Logi segir að skattbreytingartillaga ríkisstjórnarinnar hefði verið blaut tuska í andlitið á launafólki sem fylgt hafi verið eftir með kaldri gusu þegar í ljós hefði komið að frysta ætti persónuafslátt samhliða breytingum á skattkerfinu. „Millitekjuhópunum var gefið langt nef og skerðast barnabætur þeirra skarpar en áður og vaxtabótakerfið er nánast sagnfræði. Með veikari krónu, hærri vöxtum og verðlagi gæti almenningur á endanum staðið uppi með kjararýrnun.“Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir.Vísir/VilhelmSegir hægri stefnuna dafna vel undir verndarvæng VG og Framsóknar Hann segir hægri stefnuna dafna ágætlega undir verndarvæng Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Staðreyndin er sú að byrðar lág- og meðaltekjufólks á Íslandi hafa aukist meira en í samanburðarlöndum okkar og langt umfram skatta á hæstu launin. Nýlegt skattaútspil ríkisstjórnarinnar ber þess skýr merki að ekki eru áform um að ráðast gegn þeim órétti.“ Stjórnvöld hafi vegið að velferðarkerfinu Logi segir að afleiðingar vanrækslu síðustu ára hafi leitt til félagslegs óstöðugleika og bætir við að „fullkomin afneitun“ núverandi ríkisstjórnar gæti hugsanlega leitt til þess að atvinnulífið taki skellinn til að brúa það sem ríkisstjórnin hafi hunsað. „Það er óforskammað að stilla hlutunum þannig upp að launafólk kalli hamfarir yfir samfélagið með því að beita verkföllum. Ábyrgð á slæmri stöðu láglaunafólks liggur annars staðar og meðal annars hjá stjórnvöldum sem hafa leyft ójöfnuði að grassera og holað að innan velferðarkerfið.“ Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. 23. janúar 2019 15:20 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Til að halda góðu jafnvægi þarftu að vera á hæfilegri ferð – of mikill hraði veldur því að þú missir stjórn en ef það hægir of á þér verður erfiðara að halda jafnvægi og stoppirðu – missirðu jafnvægið og dettur.“ Þessa myndlíkingu dró Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, upp á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Bifröst í dag. Hann fór um víðan völl og fjallaði um efnahagsmál, jöfnuð, kjaramál og loftslagsmál svo eitthvað sé nefnt. Ástæðan fyrir því að Logi notaði reiðhjólamyndlíkinguna segir hann að sé sú að Sjálfstæðisflokknum sé tíðrætt um stöðugleika og jafnvægi. Þess má geta að Logi er þekktur fyrir litríka notkun á tungumálinu en hann grípur oft og tíðum til myndlíkinga til að gera grein fyrir skoðun sinni. „Við þurfum hins vegar ekki á jafnvægi Sjálfstæðisflokksins að halda sem byggir á því að örfáir sitja öðru megin á vegasaltinu, með þorra gæðanna en allur almenningur heldur jafnvægi hinum megin.“ Logi segir að hinn margumtalaði stöðugleiki flokksins byggi á íhaldssemi og kyrrstöðu. „Og stöðnuðum samfélögum vegnar ekki vel til lengdar. Við þurfum framþróun og sókn sem byggir á almennri þátttöku fólks og hún næst ekki nema allir búi við sómasamleg lífskjör.“Samfélagsgerð óréttlætis Hann segir að ástæðan fyrir því að börn sem alast upp á efnameiri heimilum séu líklegri til að verða með háar tekjur síðar á lífsleiðinni hafi ekkert með upplag einstaklingsins að gera heldur allt með samfélagsgerð sem skorti jafnrétti og réttlæti. Hið sama gildir um lágt hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja að sögn Loga. Ekki aðeins launahækkanir sem tryggja góð lífsskilyrði Logi tekur þá kjaramálin til umfjöllunar í ræðu sinni og einkum þátt ríkisstjórnarinnar sem hefði átt að liðka fyrir viðræðunum með sannfærandi hætti að mati Loga. „Talsmenn launþegahreyfingarinnar og reyndar einnig atvinnulífsins hafa margsinnis bent á að það er fleira en launahækkanir sem tryggja góð lífsskilyrði; réttlátt skattkerfi, almennari barna- og húsnæðisbætur, gjaldfrjáls almannaþjónusta en ekki síst öruggur húsnæðismarkaður. Þetta er samhljóða hugmyndafræði Samfylkingarinnar sem margoft hefur lagt fram tillögur í þessa átt,“ segir Logi. Hann bendir á að í stjórnarmyndunarviðræðum hafi Samfylkingin lagt sérstaka áherslu á að nauðsynlegt væri að næsta ríkisstjórn yrði mynduð í kringum almenna lífskjarasókn því án hennar skapaðist erfið staða á vinnumarkaði. „Það er nú komið á daginn. Vinstri græn og Framsókn völdu aðra samstarfsaðila og því situr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.“ Logi segir að skattbreytingartillaga ríkisstjórnarinnar hefði verið blaut tuska í andlitið á launafólki sem fylgt hafi verið eftir með kaldri gusu þegar í ljós hefði komið að frysta ætti persónuafslátt samhliða breytingum á skattkerfinu. „Millitekjuhópunum var gefið langt nef og skerðast barnabætur þeirra skarpar en áður og vaxtabótakerfið er nánast sagnfræði. Með veikari krónu, hærri vöxtum og verðlagi gæti almenningur á endanum staðið uppi með kjararýrnun.“Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir.Vísir/VilhelmSegir hægri stefnuna dafna vel undir verndarvæng VG og Framsóknar Hann segir hægri stefnuna dafna ágætlega undir verndarvæng Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Staðreyndin er sú að byrðar lág- og meðaltekjufólks á Íslandi hafa aukist meira en í samanburðarlöndum okkar og langt umfram skatta á hæstu launin. Nýlegt skattaútspil ríkisstjórnarinnar ber þess skýr merki að ekki eru áform um að ráðast gegn þeim órétti.“ Stjórnvöld hafi vegið að velferðarkerfinu Logi segir að afleiðingar vanrækslu síðustu ára hafi leitt til félagslegs óstöðugleika og bætir við að „fullkomin afneitun“ núverandi ríkisstjórnar gæti hugsanlega leitt til þess að atvinnulífið taki skellinn til að brúa það sem ríkisstjórnin hafi hunsað. „Það er óforskammað að stilla hlutunum þannig upp að launafólk kalli hamfarir yfir samfélagið með því að beita verkföllum. Ábyrgð á slæmri stöðu láglaunafólks liggur annars staðar og meðal annars hjá stjórnvöldum sem hafa leyft ójöfnuði að grassera og holað að innan velferðarkerfið.“
Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. 23. janúar 2019 15:20 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02
Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. 23. janúar 2019 15:20