Tugmilljónir í bætur við Arnarker og í Reykjadal Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. mars 2019 08:30 Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur, sagðimarkaðs- og menningarnefndar Ölfuss í nóvember um Arnarker. GUÐMUNDUR BRYNJAR ÞORSTEINSSON Leggja á tæplega 32 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðstöðuna í Reykjadal inn af Hveragerði. Eins og kunnugt er, er ágangur ferðamanna í heita lækinn í Reykjadal það mikill að á stundum hefur þurft að loka gönguleiðinni þangað inn eftir vegna þess hversu stígurinn hefur verið niðurtraðkaður. Peningana á að nota til endurbóta á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. „Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Reykjadalur er í landi Ölfuss. Bæjarráðið segir að nú verði undirbúið deiliskipulag bílastæða og annarrar þjónustu fyrir gesti Reykjadals. Þá var jafnframt kynnt tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hellisins Arnarkers. Átján ára gamall járnstigi Hellarannsóknafélagsins niður í Arnarker var fjarlægður í nóvember síðastliðnum. Hellirinn er illa farinn af ágangi ferðamanna. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ sagði Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands, við Fréttablaðið 17. nóvember. „Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfus sem kveðst fagna „þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna“. Hellirinn Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi og var stiginn fjarlægður í haust að höfðu samráði við eigandann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Leggja á tæplega 32 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðstöðuna í Reykjadal inn af Hveragerði. Eins og kunnugt er, er ágangur ferðamanna í heita lækinn í Reykjadal það mikill að á stundum hefur þurft að loka gönguleiðinni þangað inn eftir vegna þess hversu stígurinn hefur verið niðurtraðkaður. Peningana á að nota til endurbóta á malarstígum, trépöllum og aðstöðu við heita lækinn fyrir gesti. „Einnig til að bæta við merkingum með upplýsingum um hættur á staðnum og til að afmarka þau svæði sem ekki skal fara inn á. Jafnframt til gerðar nýrrar brúar yfir Hengladalaá við upphaf ferðar inn í dalinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfuss. Reykjadalur er í landi Ölfuss. Bæjarráðið segir að nú verði undirbúið deiliskipulag bílastæða og annarrar þjónustu fyrir gesti Reykjadals. Þá var jafnframt kynnt tæplega 11 milljóna króna framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til hellisins Arnarkers. Átján ára gamall járnstigi Hellarannsóknafélagsins niður í Arnarker var fjarlægður í nóvember síðastliðnum. Hellirinn er illa farinn af ágangi ferðamanna. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ sagði Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknafélags Íslands, við Fréttablaðið 17. nóvember. „Styrkur er veittur til þess að lagfæra stíginn frá bílastæði að hellinum, setja leiðarsnúrur og ný skilti við stíginn og hellismunnann og setja nýjan stiga niður í hellinn,“ segir í fundargerð bæjarráðs Ölfus sem kveðst fagna „þessum áfanga í uppbyggingu Arnarkers sem viðkomustaðar ferðamanna“. Hellirinn Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi og var stiginn fjarlægður í haust að höfðu samráði við eigandann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Ölfus Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira