
Skemmdarverk
Þótt þessi mynd sé dregin upp, sem endurspeglar þá óvissu sem nú umlykur flest mikilvægustu svið samfélagsins, þá má samt halda því fram að þjóðarbúið hafi sjaldan staðið á sterkari grunni. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill um langt skeið, jafnvel þótt hagvöxtur hafi mælst myndarlegur og raungengið hækkað skarpt, og Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Ólíkt fyrri uppsveiflum hefur almenningur ekki eytt um efni fram og þjóðhagslegur sparnaður er enn í hæstu hæðum. Þá hefur Seðlabankinn byggt upp stóran óskuldsettan gjaldeyrisforða og skuldastaða ríkissjóðs er ein sú hagstæðasta í Evrópu.
Það var hins vegar vitað að efnahagsstaðan væri brothætt og gæti versnað mjög á skömmum tíma ef ytri aðstæður þróuðust til hins verra, einkum í tengslum við ferðaþjónustuna, og við færum illa að ráði okkar á vinnumarkaði. Það er að koma á daginn enda þótt þeir svartsýnustu hefðu síður átt von á því að afleiðingarnar kæmu jafn fljótt og harkalega fram. Ný skoðanakönnun SI sýnir þannig að mun færri telja nú efnahagsaðstæður góðar til atvinnurekstrar en á sama tíma 2016 til 2018 og um 40 prósent stórra fyrirtækja sjá fyrir sér uppsagnir á næstu tólf mánuðum. Atvinnuvegafjárfesting er að skreppa hratt saman og útlit er fyrir að einkaneyslan verði með minnsta móti á árinu. Stórar ákvarðanir fyrirtækja og heimila eru í biðstöðu þangað til óvissunni, einkum í kjaramálum, verður aflétt. Verkfallsaðgerðir gegn ferðaþjónustunni, sem verður ekki lýst öðruvísi en sem skemmdarverkum, munu aðeins gera viðkvæmt ástand enn verra.
Því miður hafa þeir verkalýðsleiðtogar sem ákafast hafa gengið fram skeytt litlu um þennan efnahagslega veruleika. Aðrir, meðal annars þau stéttarfélög sem enn sitja við samningaborðið, hafa á þessu skilning og skynja ábyrgð sína á að leysa farsællega úr þessari erfiðu stöðu. Takist vel til, þar sem samið verður um launahækkanir sem atvinnulífið getur staðið undir á komandi árum, munu skapast forsendur fyrir gengisstyrkingu, minni verðbólgu og lækkandi vöxtum. Fari menn fram úr sér verður niðurstaðan í hina áttina. Þeir sem kjósa að afgreiða slík varnaðarorð sem heimsendaspár minna um margt á þá hina sömu sem af þekkingarleysi eða meðvirkni gáfu lítið fyrir þau augljósu hættumerki sem voru á lofti í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Við sjáum núna suma endurtaka þann leik, jafnvel gegn betri vitund, fyrir stundarvinsældir. Verði þeim að því.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar