Upphitun: Slagurinn á toppnum Bragi Þórðarson skrifar 15. mars 2019 18:15 Nær Vettel að stöðva sigurgöngu Mercedes? Getty Nú þegar aðeins tveir dagar eru í ræsingu á fyrsta kappakstri tímabilsins er komið að lokakafla upphitun Vísis. Ljóst er að slagurinn um fyrsta sætið í keppni bílasmiða verður á milli Ferrari og Mercedes rétt eins og síðastliðin þrjú ár.FerrariÖkumenn: Sebastian Vettel og Charles LeclercVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 571 Sebastian Vettel og Ferrari hafa misst af titlunum síðustu tvö ár. Ljóst var að liðið þurfti að breyta eitthverju og var það liðsstjórinn, Maurizio Arrivabene, sem var rekinn í vetur. Auk þess er Sebastian kominn með nýjan liðsfélaga, hinn 21 árs Charles Leclerc, yngsti ökumaður Ferrari í tæp fimmtíu ár. Þetta mun án efa setja meiri pressu á Þjóðverjann. Andrúmsloftið er gott í Ferrari liðinu þessa dagana. Ítalska liðið var hraðast í prófunum og stefnir á sinn fyrsta titil bílasmiða síðan 2008.Hamilton er fimmfaldur meistari og stefnir á þann sjötta í árGettyMercedesÖkumenn: Lewis Hamilton og Valtteri BottasVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 655 Þýski bílaframleiðandinn hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að reglum var breytt í Formúlunni árið 2014. Síðan þá hefur liðið unnið báða titla fimm ár í röð og Lewis Hamilton hefur unnið helming allra keppna. Mercedes er aðeins eitt af tveimur liðum sem gerir engar breytingar á ökumönnum sínum. Valtteri Bottas heldur sæti sínu þrátt fyrir að ná engum sigri í fyrra. Lewis stefnir að því að gerast besti ökuþór allra tíma en til þess vantar honum tvo titla og 18 sigra í viðbót. Eftir fyrstu tvær æfingarnar í Melbourne er það Hamilton sem er hraðastur. Það lýtur því út fyrir að Mercedes liðið hafi ennþá yfirhöndina gegn Ferrari. Þetta kemur allt betur í ljós í tímatökum á laugardaginn og svo í kappakstrinum á sunnudaginn.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin Formúla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Nú þegar aðeins tveir dagar eru í ræsingu á fyrsta kappakstri tímabilsins er komið að lokakafla upphitun Vísis. Ljóst er að slagurinn um fyrsta sætið í keppni bílasmiða verður á milli Ferrari og Mercedes rétt eins og síðastliðin þrjú ár.FerrariÖkumenn: Sebastian Vettel og Charles LeclercVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 571 Sebastian Vettel og Ferrari hafa misst af titlunum síðustu tvö ár. Ljóst var að liðið þurfti að breyta eitthverju og var það liðsstjórinn, Maurizio Arrivabene, sem var rekinn í vetur. Auk þess er Sebastian kominn með nýjan liðsfélaga, hinn 21 árs Charles Leclerc, yngsti ökumaður Ferrari í tæp fimmtíu ár. Þetta mun án efa setja meiri pressu á Þjóðverjann. Andrúmsloftið er gott í Ferrari liðinu þessa dagana. Ítalska liðið var hraðast í prófunum og stefnir á sinn fyrsta titil bílasmiða síðan 2008.Hamilton er fimmfaldur meistari og stefnir á þann sjötta í árGettyMercedesÖkumenn: Lewis Hamilton og Valtteri BottasVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 655 Þýski bílaframleiðandinn hefur verið algjörlega óstöðvandi síðan að reglum var breytt í Formúlunni árið 2014. Síðan þá hefur liðið unnið báða titla fimm ár í röð og Lewis Hamilton hefur unnið helming allra keppna. Mercedes er aðeins eitt af tveimur liðum sem gerir engar breytingar á ökumönnum sínum. Valtteri Bottas heldur sæti sínu þrátt fyrir að ná engum sigri í fyrra. Lewis stefnir að því að gerast besti ökuþór allra tíma en til þess vantar honum tvo titla og 18 sigra í viðbót. Eftir fyrstu tvær æfingarnar í Melbourne er það Hamilton sem er hraðastur. Það lýtur því út fyrir að Mercedes liðið hafi ennþá yfirhöndina gegn Ferrari. Þetta kemur allt betur í ljós í tímatökum á laugardaginn og svo í kappakstrinum á sunnudaginn.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin
Formúla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira