Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. mars 2019 20:00 Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. Hann telur að mjög fljótlega muni liggja fyrir hvað nákvæmlega orsakaði tvö alvarleg flugslys í Eþíópíu og Indónesíu.Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Icelandair hafði tekið ákvörðun fyrr í vikunni um að kyrrsetja sínar þrjár Boeng 737 Max 8 flugvélar, í framhaldi af ákvörðun flugmálayfirvalda í Bretlandi og öðrum ríkjum, um að banna vélarnar í sinni lofthelgi. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir um fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða. „Icelandair taka þarna mjög pro-active ákvörðun. Með öryggið í fyrirrúmi og sýna í raun farþegum sínum mjög mikla tillitssemi að þurfa ekkert að vera að velta vöngum yfir þessu. Það má líkja þessu kannski við veitingastað þar sem óvissa ríkir um einn rétt og þá er hann bara tekinn af matseðlinum og innihaldið kannað,“ segir Ingvar. Hugsanlega sé tilviljun að í tilfellum beggja flugslysanna hafi verið um flugvél sömu gerðar verið að ræða. „Í slysinu í Indónesíu þá var vélinni flogið af stað með bilaðan skynjara sem átti ekki að gera.“ Hvað gerðist nákvæmlega muni liggja ljóst fyrir á allra næstu dögum. „Flugritarnir fundust til allrar hamingju og göngin, að því er virðist ósködduð, og svona innan iðnaðarins mun mjög fljótt skýrast þessi atburðarás og menn fá mynd af því hvað gerðist þarna,“ segir Ingvar. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. Hann telur að mjög fljótlega muni liggja fyrir hvað nákvæmlega orsakaði tvö alvarleg flugslys í Eþíópíu og Indónesíu.Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Icelandair hafði tekið ákvörðun fyrr í vikunni um að kyrrsetja sínar þrjár Boeng 737 Max 8 flugvélar, í framhaldi af ákvörðun flugmálayfirvalda í Bretlandi og öðrum ríkjum, um að banna vélarnar í sinni lofthelgi. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir um fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða. „Icelandair taka þarna mjög pro-active ákvörðun. Með öryggið í fyrirrúmi og sýna í raun farþegum sínum mjög mikla tillitssemi að þurfa ekkert að vera að velta vöngum yfir þessu. Það má líkja þessu kannski við veitingastað þar sem óvissa ríkir um einn rétt og þá er hann bara tekinn af matseðlinum og innihaldið kannað,“ segir Ingvar. Hugsanlega sé tilviljun að í tilfellum beggja flugslysanna hafi verið um flugvél sömu gerðar verið að ræða. „Í slysinu í Indónesíu þá var vélinni flogið af stað með bilaðan skynjara sem átti ekki að gera.“ Hvað gerðist nákvæmlega muni liggja ljóst fyrir á allra næstu dögum. „Flugritarnir fundust til allrar hamingju og göngin, að því er virðist ósködduð, og svona innan iðnaðarins mun mjög fljótt skýrast þessi atburðarás og menn fá mynd af því hvað gerðist þarna,“ segir Ingvar.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30