Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 13:04 Alfreð Finnbogason. Getty/ Michael Regan Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson tilkynntu í dag hópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra og Frakklandi á útivelli 22. og 25. mars næstkomandi. Framherjinn Alfreð Finnbogason er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af mörgum leikjum með Augsburg að undanförnu. Jón Daði Böðvarsson er ekki valinn að þessu sinni. Arnór Sigurðsson heldur sæti sínu í liðinu og það gerir Guðlaugur Victor Pálsson. Erik Hamrén kemur ekki mikið á óvart í vali sínu að þessu sinni en aðalbreytingin frá síðasta keppnisleik er að nú glíma mun færri fastamenn við meiðsli. Í síðasta keppnisleik Ísland undir stjórn Hamrén voru margir leikmenn meiddir þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason misstu líka af þeim leik vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson missti af þeim leik og er enn meiddur. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni síðasta haust er mikilvægt að íslenska liðið sýni betri leik nú og byrji undankeppni vel. Erik Hamrén er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik sem þjálfari íslenska liðsins en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum Þjóðadeildinni. Íslenska liðið hefur nú spilað fimmtán leiki í röð án þess að vinna þar af voru tveir vináttuleikir í Katar í janúar sem enduðu báðir með jafntefli á móti Svíþjóð og Eistlandi.Hópurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Our squad for the games against Andorra and France in the @UEFAEURO qualifiers.#fyririslandpic.twitter.com/5MB9KyvupE — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Landsliðshópur Íslands fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi:Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Qarabag Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, DijonVarnarmenn Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Genclerbirligi Sverrir Ingi Ingason, PAOK Ari Freyr Skúlason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Birkir Már Sævarsson, Val Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannsson, BröndbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Birkir Bjarnason, Aston Villa Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Rúrik Gíslason, Sandhausen Guðlaugur Victor Pálsson, DarmstadtSóknarmenn Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira
Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson tilkynntu í dag hópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra og Frakklandi á útivelli 22. og 25. mars næstkomandi. Framherjinn Alfreð Finnbogason er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af mörgum leikjum með Augsburg að undanförnu. Jón Daði Böðvarsson er ekki valinn að þessu sinni. Arnór Sigurðsson heldur sæti sínu í liðinu og það gerir Guðlaugur Victor Pálsson. Erik Hamrén kemur ekki mikið á óvart í vali sínu að þessu sinni en aðalbreytingin frá síðasta keppnisleik er að nú glíma mun færri fastamenn við meiðsli. Í síðasta keppnisleik Ísland undir stjórn Hamrén voru margir leikmenn meiddir þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason misstu líka af þeim leik vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson missti af þeim leik og er enn meiddur. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni síðasta haust er mikilvægt að íslenska liðið sýni betri leik nú og byrji undankeppni vel. Erik Hamrén er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik sem þjálfari íslenska liðsins en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum Þjóðadeildinni. Íslenska liðið hefur nú spilað fimmtán leiki í röð án þess að vinna þar af voru tveir vináttuleikir í Katar í janúar sem enduðu báðir með jafntefli á móti Svíþjóð og Eistlandi.Hópurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Our squad for the games against Andorra and France in the @UEFAEURO qualifiers.#fyririslandpic.twitter.com/5MB9KyvupE — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Landsliðshópur Íslands fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi:Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Qarabag Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, DijonVarnarmenn Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Genclerbirligi Sverrir Ingi Ingason, PAOK Ari Freyr Skúlason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Birkir Már Sævarsson, Val Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannsson, BröndbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Birkir Bjarnason, Aston Villa Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Rúrik Gíslason, Sandhausen Guðlaugur Victor Pálsson, DarmstadtSóknarmenn Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Sjá meira