Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2019 09:00 Miklir fjármunir fóru í viðbyggingu við flutningamiðstöð Póstsins að Stórhöfða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að mati ríkisábyrgðarsjóðs er rekstrar- og lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) það alvarlegur að hann verður ekki leystur með frekari lánveitingum. Þetta kemur fram í umsögn sjóðsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR). Á hluthafafundi, sem fram fór 6. mars síðastliðinn, var samþykkt heimild til að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í minnisblaði FJR sem lagt var fyrir á fundi fjárlaganefndar í fyrradag. Í september í fyrra lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir til að mæta bráðum lausafjárvanda. Fyrir jól samþykkti Alþingi heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar eða að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða. Sú fjárveiting er bundin því skilyrði að FJR og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) upplýsi fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd um framgang fjárhagslegrar endurskipulagningar ÍSP og framtíðarrekstrarfyrirkomulag hans. Í minnisblaðinu er rakið að stefnt sé að því að áðurnefndu 500 milljóna láni verði breytt í hlutafé og að hlutafé verði aukið eftir þörfum út árið. Líklegt þykir að enn þurfi að auka þurfi hlutaféð um 500 milljónir í vor. Þá verði ráðinn sérfræðingur til að vera stjórn, stjórnendum og ráðuneytum innan handar. Gæti þurft a að auka hlutafé aftur 2020. Þá sé mikilvægt að ríkið og ÍSP semji um hvernig skuli bæta félaginu tap af „ófjármagnaðri alþjónustubyrði“ félagsins sem myndast hefur vegna fjölda sendinga að utan. Líklega færi best á því að gerður yrði þjónustusamningur við ÍSP vegna þess og þyrfti slíkt fyrirkomulag að hefjast eigi síðar en 2020 þegar ný póstþjónustulög taka gildi. ÍSP hefur metið tap sitt vegna þessa liðar rúmar 600 milljónir á ári. Þá er einnig stefnt að því að SRN leggi fram frumvarp sem heimili aukna gjaldtöku af sendingum að utan. „Hvorki lánveiting til fyrirtækisins né fyrirhuguð eiginfjáraukning teljast til ríkisaðstoðar í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Ríkið hafi horft til þess að lánakjör væru í samræmi við það sem ætla megi að fyrirtækið myndi njóta á markaði og gripið til þeirra ráðstafana sem almennt geta talist skynsamlegar frá sjónarmiði hluthafa,“ segir í minnisblaðinu. Ekki er vikið að því að hluti taps ÍSP sé tilkominn vegna fjárfestinga á samkeppnismarkaði. Þrátt fyrir að FJR telji að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir. Aðalfundur ÍSP fer fram á morgun. Hann var upphaflega áætlaður 22. febrúar en var frestað með skömmum fyrirvara. Þar verður ársreikningur og ársskýrsla félagsins kynnt og stjórn kjörin. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Að mati ríkisábyrgðarsjóðs er rekstrar- og lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) það alvarlegur að hann verður ekki leystur með frekari lánveitingum. Þetta kemur fram í umsögn sjóðsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR). Á hluthafafundi, sem fram fór 6. mars síðastliðinn, var samþykkt heimild til að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í minnisblaði FJR sem lagt var fyrir á fundi fjárlaganefndar í fyrradag. Í september í fyrra lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir til að mæta bráðum lausafjárvanda. Fyrir jól samþykkti Alþingi heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar eða að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða. Sú fjárveiting er bundin því skilyrði að FJR og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (SRN) upplýsi fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd um framgang fjárhagslegrar endurskipulagningar ÍSP og framtíðarrekstrarfyrirkomulag hans. Í minnisblaðinu er rakið að stefnt sé að því að áðurnefndu 500 milljóna láni verði breytt í hlutafé og að hlutafé verði aukið eftir þörfum út árið. Líklegt þykir að enn þurfi að auka þurfi hlutaféð um 500 milljónir í vor. Þá verði ráðinn sérfræðingur til að vera stjórn, stjórnendum og ráðuneytum innan handar. Gæti þurft a að auka hlutafé aftur 2020. Þá sé mikilvægt að ríkið og ÍSP semji um hvernig skuli bæta félaginu tap af „ófjármagnaðri alþjónustubyrði“ félagsins sem myndast hefur vegna fjölda sendinga að utan. Líklega færi best á því að gerður yrði þjónustusamningur við ÍSP vegna þess og þyrfti slíkt fyrirkomulag að hefjast eigi síðar en 2020 þegar ný póstþjónustulög taka gildi. ÍSP hefur metið tap sitt vegna þessa liðar rúmar 600 milljónir á ári. Þá er einnig stefnt að því að SRN leggi fram frumvarp sem heimili aukna gjaldtöku af sendingum að utan. „Hvorki lánveiting til fyrirtækisins né fyrirhuguð eiginfjáraukning teljast til ríkisaðstoðar í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Ríkið hafi horft til þess að lánakjör væru í samræmi við það sem ætla megi að fyrirtækið myndi njóta á markaði og gripið til þeirra ráðstafana sem almennt geta talist skynsamlegar frá sjónarmiði hluthafa,“ segir í minnisblaðinu. Ekki er vikið að því að hluti taps ÍSP sé tilkominn vegna fjárfestinga á samkeppnismarkaði. Þrátt fyrir að FJR telji að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir. Aðalfundur ÍSP fer fram á morgun. Hann var upphaflega áætlaður 22. febrúar en var frestað með skömmum fyrirvara. Þar verður ársreikningur og ársskýrsla félagsins kynnt og stjórn kjörin.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira