Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 19:06 Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. vísir/vilhelm Enn er óvissa um hvert nemendur í Fossvogsskóla munu sækja nám á mánudag eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi í dag þar sem til stóð að flytja skólastarfið fram á sumar. Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þurfa því 350 nemendur skólans að sækja skóla annað fram á sumar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að fulltrúar borgarinnar hafi farið með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Kópavogs í húsnæðið í Fannborginni fyrr í dag. „Við sáum við ummerki eftir leka í gluggum og stöku stað í vegg. Eðlilega, til að hafa vaðið fyrir neðan okkur, pöntuðum við sýnatöku hjá Verkís til að hjálpa okkur með þetta. Við viljum ekki taka neina sénsa við val á húsnæði fyrir skólastarfið.“ Aðrir möguleikar skoðaðir Helgi segir að Fannborg 2 verði áfram til skoðunar, auk þess að leitað verði annarra möguleika. Áætlað er að skoðun Verkís komi til með að taka um fimm daga, þannig að niðurstaða ætti að liggja fyrir í lok dags á mánudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.Skipulagsdagar eru í Fossvogsskóla á morgun og föstudag og er áætlað að skólastarf hefjist á mánudag. Staðsetningin liggi því ekki endanlega fyrir. „Það má segja að það sé seinkun á vélinni,“ segir Helgi.Vel sóttur fundur með foreldrumFundur var með foreldrum nemenda í Fossvogsskóla í húsnæði Réttarholtsskóla nú síðdegis. „Það var fullur skilningur á þessu hjá foreldrum. Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Við upplýsum foreldra jafnóðum og þetta var vel sóttur og góður fundur. Það er mikilvægt að fólk geti spurt og fengið allar upplýsingar frá þar til bærum aðilum.“ Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Fyrirhugað er að skólastarfið hefjist þar aftur í haust. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Enn er óvissa um hvert nemendur í Fossvogsskóla munu sækja nám á mánudag eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi í dag þar sem til stóð að flytja skólastarfið fram á sumar. Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þurfa því 350 nemendur skólans að sækja skóla annað fram á sumar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að fulltrúar borgarinnar hafi farið með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Kópavogs í húsnæðið í Fannborginni fyrr í dag. „Við sáum við ummerki eftir leka í gluggum og stöku stað í vegg. Eðlilega, til að hafa vaðið fyrir neðan okkur, pöntuðum við sýnatöku hjá Verkís til að hjálpa okkur með þetta. Við viljum ekki taka neina sénsa við val á húsnæði fyrir skólastarfið.“ Aðrir möguleikar skoðaðir Helgi segir að Fannborg 2 verði áfram til skoðunar, auk þess að leitað verði annarra möguleika. Áætlað er að skoðun Verkís komi til með að taka um fimm daga, þannig að niðurstaða ætti að liggja fyrir í lok dags á mánudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.Skipulagsdagar eru í Fossvogsskóla á morgun og föstudag og er áætlað að skólastarf hefjist á mánudag. Staðsetningin liggi því ekki endanlega fyrir. „Það má segja að það sé seinkun á vélinni,“ segir Helgi.Vel sóttur fundur með foreldrumFundur var með foreldrum nemenda í Fossvogsskóla í húsnæði Réttarholtsskóla nú síðdegis. „Það var fullur skilningur á þessu hjá foreldrum. Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Við upplýsum foreldra jafnóðum og þetta var vel sóttur og góður fundur. Það er mikilvægt að fólk geti spurt og fengið allar upplýsingar frá þar til bærum aðilum.“ Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Fyrirhugað er að skólastarfið hefjist þar aftur í haust.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12