Besti árangur ensku liðanna frá 2011 og nú er komið að Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 12:00 Ebsk lið mættust í úrslitaleiknum síðast þegar fjögur ensk lið komust áfram í átta liða úrslitin. Hér ganga þeir Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og Didier Drogba hjá Chelsea framhjá bikarnum. Vísir/Getty Ensku liðin hafa ekki verið fleiri í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í átta ár og Liverpool fær í kvöld tækifæri til að bæta stöðu enskra liða enn frekar í hópi átta bestu liða Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð. Manchester City tryggði sér í gærkvöldi sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sannfærandi sigri á þýska liðinu Schalke 04 og bættist þar í hóp tveggja annarra enskra liða. Í síðustu viku komust ensku liðin Tottenham og Manchester United áfram upp úr sextán liða úrslitunum. Tottenham sló Borussia Dortmund út sannfærandi en Manchester United vann ævintýrasigur á Paris Saint-Germain. Þetta er besti árangur ensku liðanna í Meistaradeildinni í átta ár en þrjú ensk lið komust síðast í átta liða úrslitin tímabilið 2010 til 2011. Það vor voru Manchester United, Chelsea og Tottenham fulltrúar Englands í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.3 – There will be at least three English teams in the quarter final stage of a single Champions League campaign for the first time since 2010-11. Resurgence. pic.twitter.com/q85clHAlrj — OptaJoe (@OptaJoe) March 12, 2019Það gæti hins vegar fjölgað í hópnum í kvöld þegar tveir síðustu leikir sextán liða úrslitanna fara fram. Þrjú ensk félög (Manchester City, Manchester United og Tottenham), eitt ítalskt (Juventus), eitt hollenskt (Ajax) og eitt portúgalst (Porto) eru komin áfram. Liverpool gerði markalaust jafntefli á móti Bayern München í fyrri leik liðanna á Anfield en seinni leikurinn fer fram á Allianz Arena í München í kvöld. Á sama tíma tekur Barcelona á móti Lyon en þau gerðu einnig markalaust jafntefli í fyrri leiknum. Það eru liðin ellefu ár síðan England átti helminginn af átta liða úrslitunum en fjögur ensk félög komust í átta liða úrslitin 2007-08. Það ár komust þrjú þeirra, Manchester United, Liverpool og Chelsea, alla leið í undanúrslitin og Manchester United vann síðan Chelsea í vítakeppni í úrslitaleiknum.Ensk félög í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar2018-19: 3 (Manchester City, Manchester United og Tottenham)2017-18: 2 (Liverpool og Manchester City)2016-17: 1 (Leicester City)2015-16: 1 (Manchester City)2014-15: Ekkert2013-14: 2 (Manchester United og Chelsea)2012-13: Ekkert2011-12: 1 (Chelsea)2010-11: 3 (Manchester United, Chelsea og Tottenham)2009-10: 2 (Manchester United og Arsenal)2008-09: 3 (Liverpool, Arsenal og Chelsea)2007-08: 4 (Manchester United, Liverpool, Arsenal og Chelsea) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ensku liðin hafa ekki verið fleiri í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í átta ár og Liverpool fær í kvöld tækifæri til að bæta stöðu enskra liða enn frekar í hópi átta bestu liða Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð. Manchester City tryggði sér í gærkvöldi sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sannfærandi sigri á þýska liðinu Schalke 04 og bættist þar í hóp tveggja annarra enskra liða. Í síðustu viku komust ensku liðin Tottenham og Manchester United áfram upp úr sextán liða úrslitunum. Tottenham sló Borussia Dortmund út sannfærandi en Manchester United vann ævintýrasigur á Paris Saint-Germain. Þetta er besti árangur ensku liðanna í Meistaradeildinni í átta ár en þrjú ensk lið komust síðast í átta liða úrslitin tímabilið 2010 til 2011. Það vor voru Manchester United, Chelsea og Tottenham fulltrúar Englands í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.3 – There will be at least three English teams in the quarter final stage of a single Champions League campaign for the first time since 2010-11. Resurgence. pic.twitter.com/q85clHAlrj — OptaJoe (@OptaJoe) March 12, 2019Það gæti hins vegar fjölgað í hópnum í kvöld þegar tveir síðustu leikir sextán liða úrslitanna fara fram. Þrjú ensk félög (Manchester City, Manchester United og Tottenham), eitt ítalskt (Juventus), eitt hollenskt (Ajax) og eitt portúgalst (Porto) eru komin áfram. Liverpool gerði markalaust jafntefli á móti Bayern München í fyrri leik liðanna á Anfield en seinni leikurinn fer fram á Allianz Arena í München í kvöld. Á sama tíma tekur Barcelona á móti Lyon en þau gerðu einnig markalaust jafntefli í fyrri leiknum. Það eru liðin ellefu ár síðan England átti helminginn af átta liða úrslitunum en fjögur ensk félög komust í átta liða úrslitin 2007-08. Það ár komust þrjú þeirra, Manchester United, Liverpool og Chelsea, alla leið í undanúrslitin og Manchester United vann síðan Chelsea í vítakeppni í úrslitaleiknum.Ensk félög í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar2018-19: 3 (Manchester City, Manchester United og Tottenham)2017-18: 2 (Liverpool og Manchester City)2016-17: 1 (Leicester City)2015-16: 1 (Manchester City)2014-15: Ekkert2013-14: 2 (Manchester United og Chelsea)2012-13: Ekkert2011-12: 1 (Chelsea)2010-11: 3 (Manchester United, Chelsea og Tottenham)2009-10: 2 (Manchester United og Arsenal)2008-09: 3 (Liverpool, Arsenal og Chelsea)2007-08: 4 (Manchester United, Liverpool, Arsenal og Chelsea)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira