Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga vinkonu sinni Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 21:22 Dómurinn var kveðinn upp í lok febrúar. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni í maí 2017. Brotið var framið þegar konan var að fagna útskrift úr menntaskóla. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan hafa farið út að skemmta sér um kvöldið til þess að fagna útskriftinni. Hún hafði tekið bíl með skutlara ásamt vinkonu sinni og manninum úr bænum en hafi verið mjög drukkin og dáið áfengisdauða í bifreiðinni.Vaknaði við að maðurinn var að hafa samfarir við hana Þegar heim var komið bað hún manninn að fylgja sér inn þar sem hún gat varla staðið í fæturna og í kjölfarið stungið upp á því að hann myndi gista svo hann þyrfti ekki að koma sér heim. Jafnframt tók hún fram við skýrslutöku að hún hafi aldrei ætlað sér að gera neitt með ákærða, enda væri hún að hitta fyrrverandi kærasta sinn og þeir væru bestu vinir. Konan fór upp í rúm og sneri sér að veggnum til þess að taka sem minnst pláss svo maðurinn gæti líka farið að sofa. Hann hafi slegið hana rétt í andlitið til þess að vekja hana og spurt hvort hún væri vakandi, hún hafi umlað eitthvað og farið aftur að sofa enda verulega ölvuð. Stuttu síðar hafi hún svo rankað við sér við það að maðurinn var að hafa samfarir við hana. Hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað væri að gerast en áttað sig á því nokkrum sekúndum síðar, ýtt honum frá og spurt hvað hann væri að gera. Maðurinn baðst þá fyrirgefningar en hún sagði honum að koma sér út. Sýndi einkenni alvarlegs áfalls Í áliti sálfræðings kom fram að sálræn einkenni konunnar hafi samsvarað einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll. Hún hefði virst trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Áfallastreitueinkenni brotaþola hefðu enn verið alvarleg í síðasta viðtalinu, um mánuði eftir atvikið. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það þótti sannað að maðurinn hefði haft samræði við konunnar án hennar samþykkis þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og þar með notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og greiðir brotaþola 1.500.000 í miskabætur. Dómsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni í maí 2017. Brotið var framið þegar konan var að fagna útskrift úr menntaskóla. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan hafa farið út að skemmta sér um kvöldið til þess að fagna útskriftinni. Hún hafði tekið bíl með skutlara ásamt vinkonu sinni og manninum úr bænum en hafi verið mjög drukkin og dáið áfengisdauða í bifreiðinni.Vaknaði við að maðurinn var að hafa samfarir við hana Þegar heim var komið bað hún manninn að fylgja sér inn þar sem hún gat varla staðið í fæturna og í kjölfarið stungið upp á því að hann myndi gista svo hann þyrfti ekki að koma sér heim. Jafnframt tók hún fram við skýrslutöku að hún hafi aldrei ætlað sér að gera neitt með ákærða, enda væri hún að hitta fyrrverandi kærasta sinn og þeir væru bestu vinir. Konan fór upp í rúm og sneri sér að veggnum til þess að taka sem minnst pláss svo maðurinn gæti líka farið að sofa. Hann hafi slegið hana rétt í andlitið til þess að vekja hana og spurt hvort hún væri vakandi, hún hafi umlað eitthvað og farið aftur að sofa enda verulega ölvuð. Stuttu síðar hafi hún svo rankað við sér við það að maðurinn var að hafa samfarir við hana. Hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað væri að gerast en áttað sig á því nokkrum sekúndum síðar, ýtt honum frá og spurt hvað hann væri að gera. Maðurinn baðst þá fyrirgefningar en hún sagði honum að koma sér út. Sýndi einkenni alvarlegs áfalls Í áliti sálfræðings kom fram að sálræn einkenni konunnar hafi samsvarað einkennum sem þekkt séu hjá fólki sem hafi upplifað alvarleg áföll. Hún hefði virst trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Áfallastreitueinkenni brotaþola hefðu enn verið alvarleg í síðasta viðtalinu, um mánuði eftir atvikið. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að það þótti sannað að maðurinn hefði haft samræði við konunnar án hennar samþykkis þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og þar með notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og greiðir brotaþola 1.500.000 í miskabætur.
Dómsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira