Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2019 15:14 Lögreglumenn voru ekki sáttir með tilraun mótmælenda til að tjalda. Reyndu þeir að fjarlægja tjaldið sem mótmælendur voru allt annað en sáttir við. Vísir/Vilhelm Til nokkurra átaka kom á Austurvelli í dag þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Lögreglumenn voru á svæðinu til að fylgjast með gangi mála. Þeir brugðust ekki vel við tilraun hælisleitenda til að tjalda og kom til stimpinga í smá stund vegna þessa. Í framhaldinu fór hluti lögreglumanna af vettvangi og hafði á brott með sér tvö tjöld mótmælenda.Frá Austurvelli um klukkan þrjú.Vísir/VilhelmBoðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Þar kemur fram að um sé að ræða fjórðu mótmælin sem boðað sé til á einum mánuði. Flóttamenn krefjast funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Fyrir meira en tveimur vikum sendum við bréf þar sem Rauði kross Íslands var milliliður og báðum um fund með dómsmálaráðherra, forsætisráðherra, velferðarráðherra og Útlendingastofnun. Á fundinum viljum við ræða þær ómannúðlegu aðstæður sem við hælisleitendur búum við og gera grein fyrir fimm kröfum sem við höfum sett fram,“ segir í boðun mótmælanna. Kröfurnar eru eftirfarandi 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á ÁsbrúLögreglumenn fylgdust með gangi mála.Vísir/Vilhelm„Í stað þess að svara beiðni okkar um fund hefur Sigríður Á. Andersen tilkynnt að hún vilji herða enn frekar á Dyflinarreglugerðinni og koma í veg fyrir að flóttafólk geti fengið fjölskyldusameiningu. Auk þess vill hún fella niður tveggja vikna kærufrest sem hælisleitendur eiga nú rétt á. Allar þessar breytingar myndu án efa gera hælisferlið enn óbærilegra en það er nú þegar,“ segir í boðuninni. Voru Íslendingar og aðrir ríkisborgarar hvattir til að mæta á Austurvöll á mánudaginn, hlusta á kröfur og hjálpa til við að fá yfirvöld til þess að hlusta.Mótmælendur voru ekki sáttir við að lögreglumenn fjarlægðu tjald sem þeir hugðust tjalda.Vísir/VilhelmTveir mótmælendur lögðust á borð.Vísir/Vilhelm Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59 Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Sjá meira
Til nokkurra átaka kom á Austurvelli í dag þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. Lögreglumenn voru á svæðinu til að fylgjast með gangi mála. Þeir brugðust ekki vel við tilraun hælisleitenda til að tjalda og kom til stimpinga í smá stund vegna þessa. Í framhaldinu fór hluti lögreglumanna af vettvangi og hafði á brott með sér tvö tjöld mótmælenda.Frá Austurvelli um klukkan þrjú.Vísir/VilhelmBoðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. Þar kemur fram að um sé að ræða fjórðu mótmælin sem boðað sé til á einum mánuði. Flóttamenn krefjast funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Viðbrögðin hafi ekki verið nein. „Fyrir meira en tveimur vikum sendum við bréf þar sem Rauði kross Íslands var milliliður og báðum um fund með dómsmálaráðherra, forsætisráðherra, velferðarráðherra og Útlendingastofnun. Á fundinum viljum við ræða þær ómannúðlegu aðstæður sem við hælisleitendur búum við og gera grein fyrir fimm kröfum sem við höfum sett fram,“ segir í boðun mótmælanna. Kröfurnar eru eftirfarandi 1. Ekki fleiri brottvísanir 2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina 3. Réttur til að vinna 4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu 5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á ÁsbrúLögreglumenn fylgdust með gangi mála.Vísir/Vilhelm„Í stað þess að svara beiðni okkar um fund hefur Sigríður Á. Andersen tilkynnt að hún vilji herða enn frekar á Dyflinarreglugerðinni og koma í veg fyrir að flóttafólk geti fengið fjölskyldusameiningu. Auk þess vill hún fella niður tveggja vikna kærufrest sem hælisleitendur eiga nú rétt á. Allar þessar breytingar myndu án efa gera hælisferlið enn óbærilegra en það er nú þegar,“ segir í boðuninni. Voru Íslendingar og aðrir ríkisborgarar hvattir til að mæta á Austurvöll á mánudaginn, hlusta á kröfur og hjálpa til við að fá yfirvöld til þess að hlusta.Mótmælendur voru ekki sáttir við að lögreglumenn fjarlægðu tjald sem þeir hugðust tjalda.Vísir/VilhelmTveir mótmælendur lögðust á borð.Vísir/Vilhelm
Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59 Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Sjá meira
Skrifstofu Útlendingastofnunar lokað vegna mótmæla Mótmælin fóru friðsamlega fram eftir að hælisleitendur höfðu undirstrikað kröfur sínar um bættar aðstæður. 5. mars 2019 13:59
Lögregla vaktaði mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun Boðað var til mótmælanna á Facebook-síðunni Refugees in Iceland. 5. mars 2019 12:49