Segja að Zinedine Zidane geti nú valið á milli fjögurra risaklúbba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 12:30 Zinedine Zidane er eini þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð. Hér er hann tolleraður eftir síðasta titilinn vorið 2018. Getty/Angel Martinez Zinedine Zidane þarf ekki að kvarta mikið yfir skorti á fýsilegum atvinnutilboðum þessa dagana. Fjögur af stærstu knattspyrnuliðum heims vilja nefnilega ráða kappann fyrir næsta tímabil samkvæmt frétt í einu stærsta íþróttablaði Evrópu. Spænska blaðið Marca segir frá því að fjórir risaklúbbar séu á eftir franska knattspyrnustjóranum sem náði svo einstökum árangri á tveimur og hálfu tímabili með Real Madrid. Zidane er sagður vera í þeirri mögnuðu stöðu að geta valið hvort hann vilji taka við Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi, Juventus á Ítalíu eða Real Madrid á Spáni.Four big jobs. Four different countries. Zidane will have his pick of them this summer. But where will he end up?https://t.co/aDCRCyXyMnpic.twitter.com/K6pNjC9uIa — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 9, 2019 Chelsea er aftast í röðinni á þessum lista Marca en blaðið telur ekki miklar líkur á því að Zinedine Zidane mæti á Stamford Bridge. Í fyrsta lagi er félagið á leiðinni í félagsskiptabann og í öðru lagi gæti enska liðið misst af Meistaradeildinni. Paris Saint Germain er enn á ný að leita sér að þjálfara sem getur náð einhverjum árangri í Meistaradeildinni en liðið datt enn á ný „snemma“ út á móti Manchester United í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Zidane á ekki möguleika á að taka við franska landsliðinu þar sem Didier Deschamps verður örugglega áfram fram yfir Evrópumótið 2020 og það má búast við því að franska félagið sé tilbúið að bjóða ansi mikið fyrir þjálfara sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð með Real Madrid.A coach is needed again at @realmadriden Florentino wants Zidane He's the No.1 choice for the jobhttps://t.co/MdfBDyqaMdpic.twitter.com/UmYotLv3MX — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 7, 2019Juventus gæti líka verið á leiðinni út úr Meistaradeildinni en útkoman á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni gæti ráðið örlögum Massimiliano Allegri í Torínó. Juventus þætti örugglega mjög spennandi að fá Zidane og Cristiano Ronaldo til að vinna aftur saman en það bar svo sannarlega góðan árangur á Spáni. Að lokum vill Real Madrid auðvitað fá aftur manninn sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili á Santiago Bernabéu. Það gæti samt verið erfitt fyrir spænska félagið að sannfæra Zinedine Zidane um að koma aftur til félagsins. Hans hugur leitar eflaust til nýrra ævintýra í nýju landi enda búinn að vinna allt sem hann gat með Real Madrid. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Zinedine Zidane þarf ekki að kvarta mikið yfir skorti á fýsilegum atvinnutilboðum þessa dagana. Fjögur af stærstu knattspyrnuliðum heims vilja nefnilega ráða kappann fyrir næsta tímabil samkvæmt frétt í einu stærsta íþróttablaði Evrópu. Spænska blaðið Marca segir frá því að fjórir risaklúbbar séu á eftir franska knattspyrnustjóranum sem náði svo einstökum árangri á tveimur og hálfu tímabili með Real Madrid. Zidane er sagður vera í þeirri mögnuðu stöðu að geta valið hvort hann vilji taka við Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi, Juventus á Ítalíu eða Real Madrid á Spáni.Four big jobs. Four different countries. Zidane will have his pick of them this summer. But where will he end up?https://t.co/aDCRCyXyMnpic.twitter.com/K6pNjC9uIa — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 9, 2019 Chelsea er aftast í röðinni á þessum lista Marca en blaðið telur ekki miklar líkur á því að Zinedine Zidane mæti á Stamford Bridge. Í fyrsta lagi er félagið á leiðinni í félagsskiptabann og í öðru lagi gæti enska liðið misst af Meistaradeildinni. Paris Saint Germain er enn á ný að leita sér að þjálfara sem getur náð einhverjum árangri í Meistaradeildinni en liðið datt enn á ný „snemma“ út á móti Manchester United í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Zidane á ekki möguleika á að taka við franska landsliðinu þar sem Didier Deschamps verður örugglega áfram fram yfir Evrópumótið 2020 og það má búast við því að franska félagið sé tilbúið að bjóða ansi mikið fyrir þjálfara sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð með Real Madrid.A coach is needed again at @realmadriden Florentino wants Zidane He's the No.1 choice for the jobhttps://t.co/MdfBDyqaMdpic.twitter.com/UmYotLv3MX — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 7, 2019Juventus gæti líka verið á leiðinni út úr Meistaradeildinni en útkoman á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni gæti ráðið örlögum Massimiliano Allegri í Torínó. Juventus þætti örugglega mjög spennandi að fá Zidane og Cristiano Ronaldo til að vinna aftur saman en það bar svo sannarlega góðan árangur á Spáni. Að lokum vill Real Madrid auðvitað fá aftur manninn sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili á Santiago Bernabéu. Það gæti samt verið erfitt fyrir spænska félagið að sannfæra Zinedine Zidane um að koma aftur til félagsins. Hans hugur leitar eflaust til nýrra ævintýra í nýju landi enda búinn að vinna allt sem hann gat með Real Madrid.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira