Ætla að styðja við bakið á gamla Liverpool manninum eftir baulið um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 16:30 Philippe Coutinho. Vísir/Getty Philippe Coutinho hefur upplifað skemmtilegri tíma á sínum fótboltaferli en í leik Barcelona og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Barcelona vann leikinn 3-1 en áhorfendur á Nývangi bauluðu á Brasilíumanninn og hann var á endanum tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.Concern from teammates. Lacking confidence. Looking lost in front of goal. Things aren't going well for Coutinho at @FCBarcelona.https://t.co/UeagxWWBonpic.twitter.com/mFxEV23AgW — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 10, 2019Philippe Coutinho hefur „aðeins“ skorað þrjú mörk síðan í október og það er ekki mikið fyrir mann sem Barcelona gæti á endanum þurft að borga 142 milljónir punda fyrir. Coutinho var frábær með Liverpool liðinu en hefur gengið frekar illa að fóta sig meðal stórstjarnanna í Barcelona. Hann er 26 ára gamall og ætti því að vera detta inn í sín bestu ár sem knattspyrnumaður. Stuðningsmenn Barcelona sýna hins vegar engan miskunn og það er erfitt að spila við hlið snillinga eins og Lionel Messi sem skekkja mat flestra á því hvað sé góður fótboltamaður. Lionel Messi hefur komið að 53 mörkum Barcelona á leiktíðinni (34 mörk og 19 stoðsendingar) eða 40 mörkum fleiri en Philippe Coutinho.Piqué sale en defensa de Coutinho tras los pitos que recibió el brasileno en el Camp Nou https://t.co/oEIePYkFbo#BarçaRayo — MARCA (@marca) March 10, 2019„Við verðum að sætta okkur við viðbrögð stuðningsmannanna en við verðum að styðja við bakið á honum innan liðsins,“ sagði Gerard Pique. „Þetta er búið að vera gott tímabil hjá Philippe,“ sagði Pique í viðtalinu við Marca. „Augljóslega kostaði hann félagið mjög mikinn pening og það eru því mun meiri væntingar. Svona er þetta bara,“ sagði Pique. „Við þurfum á honum að halda í sínu besta formi á lokakaflanum og ég er viss um að hann verður í því,“ sagði Pique. Philippe Coutinho hefur spilað 39 leiki í öllum keppnum og er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í þeim. Hann síðasta deildarmark kom aftur á móti í lok október og hann hefur ekki átt þátt í deildarmarki síðan 13. janúar. Stoðsending hans á Luis Suárez á móti Eivar 13. janúar er eina markið sem þessi sóknarmaður hefur komið að í spænsku deildinni í síðustu fimmtán leikjum sínum með Börsungum. Coutinho kom að 13 mörkum (7 mörk og 6 stoðsendingar) í 14 deildarleikjum með Liverpool 2017-18 og tímabilið á undan var hann með 13 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni.EL PUFO "Un día más en la oficina para Coutinho. Otro partido decepcionante, intrascendente. Si Valverde recupera al brasileno para esta temporada será casi un milagro" https://t.co/UBzOkUVS57pic.twitter.com/jCvankKdNf — MARCA (@marca) March 9, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Philippe Coutinho hefur upplifað skemmtilegri tíma á sínum fótboltaferli en í leik Barcelona og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Barcelona vann leikinn 3-1 en áhorfendur á Nývangi bauluðu á Brasilíumanninn og hann var á endanum tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.Concern from teammates. Lacking confidence. Looking lost in front of goal. Things aren't going well for Coutinho at @FCBarcelona.https://t.co/UeagxWWBonpic.twitter.com/mFxEV23AgW — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 10, 2019Philippe Coutinho hefur „aðeins“ skorað þrjú mörk síðan í október og það er ekki mikið fyrir mann sem Barcelona gæti á endanum þurft að borga 142 milljónir punda fyrir. Coutinho var frábær með Liverpool liðinu en hefur gengið frekar illa að fóta sig meðal stórstjarnanna í Barcelona. Hann er 26 ára gamall og ætti því að vera detta inn í sín bestu ár sem knattspyrnumaður. Stuðningsmenn Barcelona sýna hins vegar engan miskunn og það er erfitt að spila við hlið snillinga eins og Lionel Messi sem skekkja mat flestra á því hvað sé góður fótboltamaður. Lionel Messi hefur komið að 53 mörkum Barcelona á leiktíðinni (34 mörk og 19 stoðsendingar) eða 40 mörkum fleiri en Philippe Coutinho.Piqué sale en defensa de Coutinho tras los pitos que recibió el brasileno en el Camp Nou https://t.co/oEIePYkFbo#BarçaRayo — MARCA (@marca) March 10, 2019„Við verðum að sætta okkur við viðbrögð stuðningsmannanna en við verðum að styðja við bakið á honum innan liðsins,“ sagði Gerard Pique. „Þetta er búið að vera gott tímabil hjá Philippe,“ sagði Pique í viðtalinu við Marca. „Augljóslega kostaði hann félagið mjög mikinn pening og það eru því mun meiri væntingar. Svona er þetta bara,“ sagði Pique. „Við þurfum á honum að halda í sínu besta formi á lokakaflanum og ég er viss um að hann verður í því,“ sagði Pique. Philippe Coutinho hefur spilað 39 leiki í öllum keppnum og er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í þeim. Hann síðasta deildarmark kom aftur á móti í lok október og hann hefur ekki átt þátt í deildarmarki síðan 13. janúar. Stoðsending hans á Luis Suárez á móti Eivar 13. janúar er eina markið sem þessi sóknarmaður hefur komið að í spænsku deildinni í síðustu fimmtán leikjum sínum með Börsungum. Coutinho kom að 13 mörkum (7 mörk og 6 stoðsendingar) í 14 deildarleikjum með Liverpool 2017-18 og tímabilið á undan var hann með 13 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni.EL PUFO "Un día más en la oficina para Coutinho. Otro partido decepcionante, intrascendente. Si Valverde recupera al brasileno para esta temporada será casi un milagro" https://t.co/UBzOkUVS57pic.twitter.com/jCvankKdNf — MARCA (@marca) March 9, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira