Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2019 19:45 Magnea Árnadóttir krafðist þess að önnur úttekt yrði gerð á skólanum SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Tvær úttektir voru gerðar með mánaðar millibili á aðbúnaði í Fossvogsskóla vegna gruns um myglu. Í fyrri úttektinni kom fram að engin mygla væri í skólanum. Kröfðust þá foreldrar nýrrar úttektar þar sem fram kom grunur þeirra, að þar væri mygla. Skömmu fyrir kvöldfréttir var tekin ákvörðun um að loka skólanum. Foreldrar barna í Fossvogsskóla hafa löngum kvartað vegna gruns um myglu. Sonur Magneu Árnadóttur er í fyrsta bekk, en hann fór að finna fyrir einkennum af völdum myglu um leið og skólahald hófst í ágúst. Í kjölfarið óskaði hún eftir úttekt á skólanum, sem hún bar undir skólastjóra sem fór með málið áfram til Reykjavíkurborgar. Þá gerði Mannvit úttekt á skólanum sem fram fór í desember. Niðurstöður úttektarinnar voru meðal annars þær að litlar rakaskemmdir væru í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Magnea taldi úttektina ranga þar sem sonur hennar hélt sífellt áfram að veikjast. Nokkrir foreldrar tóku sig þá saman og sendu formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óskuðu eftir allsherjar úttekt. „Því miður þurfti ég að ganga mjög hart fram, að ég tel, til að fá þá úttekt. Lítið gerðist nema bara með miklum þrýstingi mínum sem er mjög sorglegt að foreldri þurfi að ganga svona fram vegna húsnæðis í lögbundnu námi,“ sagði Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Eftir mikinn þrýsting foreldra var fyrirtækið Verkís fengið til að framkvæma þessa seinni úttekt í janúar. Niðurstöður þeirrar úttektar voru á annan veg en þeirrar fyrri. „Fyrstu niðurstöður sem við fengum á fimmtudaginn, á fundi með skólastjórnendum, voru sláandi og það lítur allt úr fyrir að ástand skólans sé verulega slæmt og það eru mikil merki um langvarandi leka og myglu í skólanum,“ sagði Magnea. Hvernig getur það gerst að tvær úttektir eru gerðar með skömmu millibili, en ólíkar niðurstöður? „Ég skil það ekki og velti því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að skoða,“ sagði Magnea FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa náði tali af Helga Grímssyni, sviðsstjóra Skóla og frístundasviðs í dag sem sagði málið litið alvarlegum augum, en sviðið fundaði í dag vegna málsins. Munt þú senda barnið þitt í skólann á morgun? „Nei,“ sagði Magnea. Veist þú um fleiri foreldra sem ætla ekki að senda börnin sín í skólann á morgun? „Já,“ sagði Magnea. Tölvupóstur var sendur á foreldra barna í skólanum rétt fyrir kvöldfréttir þar sem tilkynnt var að skólanum yrði lokað eftir skólahald þann 13. mars svo hægt verði að komast sem fyrst í nauðsynlegan undirbúning flutnings og viðgerðir á skólanum. Enn á eftir að finna pláss fyrir skólahald en slíkt mun liggja fyrir á næstu dögum. Stefnt er að því að opna skólann aftur að loknu sumarleyfi. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Tvær úttektir voru gerðar með mánaðar millibili á aðbúnaði í Fossvogsskóla vegna gruns um myglu. Í fyrri úttektinni kom fram að engin mygla væri í skólanum. Kröfðust þá foreldrar nýrrar úttektar þar sem fram kom grunur þeirra, að þar væri mygla. Skömmu fyrir kvöldfréttir var tekin ákvörðun um að loka skólanum. Foreldrar barna í Fossvogsskóla hafa löngum kvartað vegna gruns um myglu. Sonur Magneu Árnadóttur er í fyrsta bekk, en hann fór að finna fyrir einkennum af völdum myglu um leið og skólahald hófst í ágúst. Í kjölfarið óskaði hún eftir úttekt á skólanum, sem hún bar undir skólastjóra sem fór með málið áfram til Reykjavíkurborgar. Þá gerði Mannvit úttekt á skólanum sem fram fór í desember. Niðurstöður úttektarinnar voru meðal annars þær að litlar rakaskemmdir væru í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Magnea taldi úttektina ranga þar sem sonur hennar hélt sífellt áfram að veikjast. Nokkrir foreldrar tóku sig þá saman og sendu formlegt erindi á Reykjavíkurborg og óskuðu eftir allsherjar úttekt. „Því miður þurfti ég að ganga mjög hart fram, að ég tel, til að fá þá úttekt. Lítið gerðist nema bara með miklum þrýstingi mínum sem er mjög sorglegt að foreldri þurfi að ganga svona fram vegna húsnæðis í lögbundnu námi,“ sagði Magnea Árnadóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla. Eftir mikinn þrýsting foreldra var fyrirtækið Verkís fengið til að framkvæma þessa seinni úttekt í janúar. Niðurstöður þeirrar úttektar voru á annan veg en þeirrar fyrri. „Fyrstu niðurstöður sem við fengum á fimmtudaginn, á fundi með skólastjórnendum, voru sláandi og það lítur allt úr fyrir að ástand skólans sé verulega slæmt og það eru mikil merki um langvarandi leka og myglu í skólanum,“ sagði Magnea. Hvernig getur það gerst að tvær úttektir eru gerðar með skömmu millibili, en ólíkar niðurstöður? „Ég skil það ekki og velti því fyrir mér hvort það sé ekki eitthvað sem þurfi að skoða,“ sagði Magnea FossvogsskóliSKJÁSKOT ÚR FRÉTT Fréttastofa náði tali af Helga Grímssyni, sviðsstjóra Skóla og frístundasviðs í dag sem sagði málið litið alvarlegum augum, en sviðið fundaði í dag vegna málsins. Munt þú senda barnið þitt í skólann á morgun? „Nei,“ sagði Magnea. Veist þú um fleiri foreldra sem ætla ekki að senda börnin sín í skólann á morgun? „Já,“ sagði Magnea. Tölvupóstur var sendur á foreldra barna í skólanum rétt fyrir kvöldfréttir þar sem tilkynnt var að skólanum yrði lokað eftir skólahald þann 13. mars svo hægt verði að komast sem fyrst í nauðsynlegan undirbúning flutnings og viðgerðir á skólanum. Enn á eftir að finna pláss fyrir skólahald en slíkt mun liggja fyrir á næstu dögum. Stefnt er að því að opna skólann aftur að loknu sumarleyfi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Rýma skóla að hluta til Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. 8. mars 2019 06:00
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent