Passa að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot WOW air til kjaraskerðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2019 18:57 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vÍSIR/VILHELM Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir sambandið fylgjast vel með því að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot flugfélagsins WOW air sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu, í ljósi fjölmargra uppsagna sem greint hefur verið frá í gær og í dag. Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forsetans. Fall WOW air og uppsagnir fyrirtækja í kjölfar þess eru útgangspunktar pistilsins að þessu sinni. Drífa segir áhyggjur nú snúa að starfsfólkinu sem misst hefur vinnuna, bæði hjá flugfélaginu sjálfu og öðrum fyrirtækjum. Um 1100 manns misstu vinnuna hjá WOW air en aldrei hefur fleiri verið sagt upp á einu bretti í Íslandssögunni, að sögn Vinnumálastofnunar. „Í dag hef ég setið fundi með fyrrum starfsfólki WOW air, bæði hjá Flugfreyjufélagi Íslands og VR en það eru stéttarfélög stærstu hópanna sem misstu vinnu vegna gjaldþrots WOW. Fjölmargar spurningar vakna og ótti um að geta ekki framfleytt sér og sínum er auðvitað ráðandi,“ segir Drífa í pistli sínum. Þannig skipti miklu máli að eiga bakhjarl í sínu stéttarfélagi og leita þangað með spurningar um réttindi sín. Þá verði fylgst grannt með fyrirtækjum sem ætli sér að milda höggið með því að endurskipuleggja vaktir, endurráða starfsfólk eða segja upp viðbótarsamningum í stað þess að grípa til fjöldauppsagna. „Vel er fylgst með því að fyrirtæki séu ekki að nota gjaldþrot WOW sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu en auðvitað er staðan alvarleg víða,“ segir Drífa.Pistil Drífu má lesa í heild hér að neðan. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir sambandið fylgjast vel með því að fyrirtæki noti ekki gjaldþrot flugfélagsins WOW air sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu, í ljósi fjölmargra uppsagna sem greint hefur verið frá í gær og í dag. Þá eru þeir sem misst hafa vinnuna hvattir til að afla sér upplýsinga um réttindi sín á vinnumarkaði, að því er fram kemur í vikupistli forsetans. Fall WOW air og uppsagnir fyrirtækja í kjölfar þess eru útgangspunktar pistilsins að þessu sinni. Drífa segir áhyggjur nú snúa að starfsfólkinu sem misst hefur vinnuna, bæði hjá flugfélaginu sjálfu og öðrum fyrirtækjum. Um 1100 manns misstu vinnuna hjá WOW air en aldrei hefur fleiri verið sagt upp á einu bretti í Íslandssögunni, að sögn Vinnumálastofnunar. „Í dag hef ég setið fundi með fyrrum starfsfólki WOW air, bæði hjá Flugfreyjufélagi Íslands og VR en það eru stéttarfélög stærstu hópanna sem misstu vinnu vegna gjaldþrots WOW. Fjölmargar spurningar vakna og ótti um að geta ekki framfleytt sér og sínum er auðvitað ráðandi,“ segir Drífa í pistli sínum. Þannig skipti miklu máli að eiga bakhjarl í sínu stéttarfélagi og leita þangað með spurningar um réttindi sín. Þá verði fylgst grannt með fyrirtækjum sem ætli sér að milda höggið með því að endurskipuleggja vaktir, endurráða starfsfólk eða segja upp viðbótarsamningum í stað þess að grípa til fjöldauppsagna. „Vel er fylgst með því að fyrirtæki séu ekki að nota gjaldþrot WOW sem fyrirslátt fyrir kjaraskerðingu en auðvitað er staðan alvarleg víða,“ segir Drífa.Pistil Drífu má lesa í heild hér að neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hvetur verkalýðsfélög til að endurskoða verkfallsaðgerðir í ljósi alvarlegrar stöðu eftir fall Wow air. 29. mars 2019 15:55
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43