Leitar að ungri frænku sinni meðal fjölskyldna ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 16:30 Fjölskyldumeðlimum ISIS-liða er haldið í búðum sem bera nafnið Al-Hol. Þar eru um 6.500 erlend börn á meðal annarra þúsunda barna ISIS-liða. EPA/MURTAJA LATEEF Mustafa Tarbouni leitar að ungri stúlku meðal tuga þúsunda fjölskyldumeðlima ISIS-liða sem eru í haldi sýrlenskra Kúrda. Hann er að leita að frænku sinni sem rænt var frá Frakklandi fyrir fjórum og hálfu ári síðan. Fjölskylda barnsins Jönu, taldi að faðir hennar væri að fara með hana í frí til fjölskyldu hans Marokkó. Þess í stað tók hann barnið til Sýrlands og gekk til liðs við Íslamska ríkið. Fjölskyldan hefur ekki séð Jönu síðan en Tarbouni vonast til þess að geta borið kennsl á hana vegna fæðingarbletts á læri hennar. Hann fór frá Frakklandi til Sýrlands með því markmiði að finna stúlkuna og biðlar til yfirvalda Frakklands um að hjálpa sér.AFP fréttaveitan hefur eftir Tarbouni að síðast hafi sést til Jönu í Sýrlandi í janúar. Nánar tiltekið í þorpi nærri Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis Íslamska ríkisins, en þorpið er nú rústir einar. Hann getur eða vill ekki segja til um hvernig hann veit það.Það var í ágúst 2014 sem faðir Jönu, Eddy Lerroux, fór með hana til Sýrlands. Með honum var, Jihane Makhzoumi, kona hans, og þrjú börn hennar. Hann dó í Palmyra árið 2015 og Makhzouomi var handtekin í október 2016 þegar hún reyndi að komast aftur til Frakklands. Með henni voru börnin hennar þrjú en Tarbouni segir hana hafa skilið Jönu eftir í Sýrlandi hjá konu frá Líbíu sem kenndi ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra arabísku.Þarf leyfi frá Frakklandi Fjölskyldumeðlimum ISIS-liða er haldið í búðum sem bera nafnið Al-Hol. Þar eru um 6.500 erlend börn á meðal annarra þúsunda barna ISIS-liða. Yfirvöld Frakklands áætla að minnst 80 frönsk börn séu í Sýrlandi. Tarbouni segist hafa varið árum í að leita að Jönu og meðal annars hafi hann reynt að fá mörg ráðuneyti Frakklands til að aðstoða sig en án árangurs. Fjölskylda Jönu hefur einnig verið í sambandi við Rauða Krossinn. Enn sem komið er hefur Tarbouni ekki fengið leyfi til að fara í Al-Hol búðirnar en hann segist þurfa leyfi frá Utanríkisráðuneyti Frakklands. Hann segir lögmann sinn hafa lagt fram beiðni á mánudaginn en henni hafi ekki verið svarað enn. Hjálparsamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að heimaríki erlendra barna taki þau heim sem fyrst. Tarbouni segir foreldra þeirra hafa tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin. Börnin hafi ekki átt neinna annarra kosta völ. Frakkland Sýrland Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Mustafa Tarbouni leitar að ungri stúlku meðal tuga þúsunda fjölskyldumeðlima ISIS-liða sem eru í haldi sýrlenskra Kúrda. Hann er að leita að frænku sinni sem rænt var frá Frakklandi fyrir fjórum og hálfu ári síðan. Fjölskylda barnsins Jönu, taldi að faðir hennar væri að fara með hana í frí til fjölskyldu hans Marokkó. Þess í stað tók hann barnið til Sýrlands og gekk til liðs við Íslamska ríkið. Fjölskyldan hefur ekki séð Jönu síðan en Tarbouni vonast til þess að geta borið kennsl á hana vegna fæðingarbletts á læri hennar. Hann fór frá Frakklandi til Sýrlands með því markmiði að finna stúlkuna og biðlar til yfirvalda Frakklands um að hjálpa sér.AFP fréttaveitan hefur eftir Tarbouni að síðast hafi sést til Jönu í Sýrlandi í janúar. Nánar tiltekið í þorpi nærri Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis Íslamska ríkisins, en þorpið er nú rústir einar. Hann getur eða vill ekki segja til um hvernig hann veit það.Það var í ágúst 2014 sem faðir Jönu, Eddy Lerroux, fór með hana til Sýrlands. Með honum var, Jihane Makhzoumi, kona hans, og þrjú börn hennar. Hann dó í Palmyra árið 2015 og Makhzouomi var handtekin í október 2016 þegar hún reyndi að komast aftur til Frakklands. Með henni voru börnin hennar þrjú en Tarbouni segir hana hafa skilið Jönu eftir í Sýrlandi hjá konu frá Líbíu sem kenndi ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra arabísku.Þarf leyfi frá Frakklandi Fjölskyldumeðlimum ISIS-liða er haldið í búðum sem bera nafnið Al-Hol. Þar eru um 6.500 erlend börn á meðal annarra þúsunda barna ISIS-liða. Yfirvöld Frakklands áætla að minnst 80 frönsk börn séu í Sýrlandi. Tarbouni segist hafa varið árum í að leita að Jönu og meðal annars hafi hann reynt að fá mörg ráðuneyti Frakklands til að aðstoða sig en án árangurs. Fjölskylda Jönu hefur einnig verið í sambandi við Rauða Krossinn. Enn sem komið er hefur Tarbouni ekki fengið leyfi til að fara í Al-Hol búðirnar en hann segist þurfa leyfi frá Utanríkisráðuneyti Frakklands. Hann segir lögmann sinn hafa lagt fram beiðni á mánudaginn en henni hafi ekki verið svarað enn. Hjálparsamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að heimaríki erlendra barna taki þau heim sem fyrst. Tarbouni segir foreldra þeirra hafa tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin. Börnin hafi ekki átt neinna annarra kosta völ.
Frakkland Sýrland Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira