Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2019 15:57 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að greiða þeim félagsmönnum VR sem störfuðu hjá WOW air laun um mánaðamótin. 250 félagsmenn VR störfuðu hjá flugfélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greindi fréttastofu frá þessu eftir að forsvarsmenn stéttarfélagsins höfðu fundað í dag með félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW air. Verða laun greidd út frá því sem starfsmennirnir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa og mun stéttarfélagið síðan gera kröfu í ábyrgðarsjóðinn. Ragnar Þór sagði ástand félagsmannanna sem störfuðu hjá VR eftir atvikum ágætt en auðvitað sé um mikið áfall að ræða. Hann sagði VR ætla að aðstoða félagsmenn sína í atvinnuleit og að stéttarfélagið muni veita þeim eftir fremsta megni stuðning. Hann sagði erfitt að svara því hvort hann búist við að fleiri félagsmenn VR muni missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air. Um sé að ræða mikinn skell og hann muni ekki eftir jafn miklum fjölda uppsagna. Þjóðfélagið þurfi nú að vinna úr þessu áfalli í sameiningu og komast aftur á réttan kjöl. Uppfært klukkan 16:40: VR sendi frá sér tilkynningu um málið rétt í þessu sem má lesa hér fyrir neðan:VR mun gera kröfu í þrotabú WOW air fyrir útistandandi launum, launum á uppsagnarfresti og áunnum réttindum félagsmanna sinna, þegar þeir hafa skilað inn gögnum vegna málsins. Þess vegna er mikilvægt að allir skili inn til VR launaseðlum sl. 6 mánaða, ráðningarsamning ef hann er til og öðrum gögnum er tengjast vinnusambandinu. Rétt er að nefna að launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú sem þýðir að slíkar kröfur eru greiddar fyrstar ef einhverjar eignir eru fyrir hendi í búinu. Ef þrotabúið reynist eignarlaust eru launakröfur tryggðar hjá Ábyrgðasjóði launa upp að hámarki kr. 633.000 á mánuði. Launakröfur síðustu þriggja mánaða í starfi eru tryggðar auk allt að þremur mánuðum í uppsagnarfresti. Hér eru frekari upplýsingar um gjaldþrot fyrirtækja og réttarstöðu starfsmanna.VR vill benda félagsmönnum á að mikilvægt er að þeir skrái sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun sem allra fyrst þar sem bætur eru greiddar frá þem degi sem umsókn berst auk þess sem slík skráning er forsenda þess að Ábyrgðasjóður launa greiði út launakröfu vegna óunnins uppsagnarfrests hjá gjaldþrota fyrirtæki.Sjá hér vef Vinnumálastofnunar.Þar sem laun vegna marsmánaðar verða ekki greidd af félaginu hefur stjórn VR ákveðið að lána starfsmönnum ákveðna upphæð vegna marslauna sem VR fær svo greitt frá Ábyrgðasjóði launa þegar uppgjör á sér stað. Greiðslan mun ekki nema hærri upphæð en sem sjóðurinn tryggir.Ef þú hefur frekari spurningar um réttarstöðu þína hafðu samband við kjaramálasvið VR í síma 510 1700 eða sendu fyrirspurn á vr@vr.is. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að greiða þeim félagsmönnum VR sem störfuðu hjá WOW air laun um mánaðamótin. 250 félagsmenn VR störfuðu hjá flugfélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greindi fréttastofu frá þessu eftir að forsvarsmenn stéttarfélagsins höfðu fundað í dag með félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW air. Verða laun greidd út frá því sem starfsmennirnir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa og mun stéttarfélagið síðan gera kröfu í ábyrgðarsjóðinn. Ragnar Þór sagði ástand félagsmannanna sem störfuðu hjá VR eftir atvikum ágætt en auðvitað sé um mikið áfall að ræða. Hann sagði VR ætla að aðstoða félagsmenn sína í atvinnuleit og að stéttarfélagið muni veita þeim eftir fremsta megni stuðning. Hann sagði erfitt að svara því hvort hann búist við að fleiri félagsmenn VR muni missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air. Um sé að ræða mikinn skell og hann muni ekki eftir jafn miklum fjölda uppsagna. Þjóðfélagið þurfi nú að vinna úr þessu áfalli í sameiningu og komast aftur á réttan kjöl. Uppfært klukkan 16:40: VR sendi frá sér tilkynningu um málið rétt í þessu sem má lesa hér fyrir neðan:VR mun gera kröfu í þrotabú WOW air fyrir útistandandi launum, launum á uppsagnarfresti og áunnum réttindum félagsmanna sinna, þegar þeir hafa skilað inn gögnum vegna málsins. Þess vegna er mikilvægt að allir skili inn til VR launaseðlum sl. 6 mánaða, ráðningarsamning ef hann er til og öðrum gögnum er tengjast vinnusambandinu. Rétt er að nefna að launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú sem þýðir að slíkar kröfur eru greiddar fyrstar ef einhverjar eignir eru fyrir hendi í búinu. Ef þrotabúið reynist eignarlaust eru launakröfur tryggðar hjá Ábyrgðasjóði launa upp að hámarki kr. 633.000 á mánuði. Launakröfur síðustu þriggja mánaða í starfi eru tryggðar auk allt að þremur mánuðum í uppsagnarfresti. Hér eru frekari upplýsingar um gjaldþrot fyrirtækja og réttarstöðu starfsmanna.VR vill benda félagsmönnum á að mikilvægt er að þeir skrái sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun sem allra fyrst þar sem bætur eru greiddar frá þem degi sem umsókn berst auk þess sem slík skráning er forsenda þess að Ábyrgðasjóður launa greiði út launakröfu vegna óunnins uppsagnarfrests hjá gjaldþrota fyrirtæki.Sjá hér vef Vinnumálastofnunar.Þar sem laun vegna marsmánaðar verða ekki greidd af félaginu hefur stjórn VR ákveðið að lána starfsmönnum ákveðna upphæð vegna marslauna sem VR fær svo greitt frá Ábyrgðasjóði launa þegar uppgjör á sér stað. Greiðslan mun ekki nema hærri upphæð en sem sjóðurinn tryggir.Ef þú hefur frekari spurningar um réttarstöðu þína hafðu samband við kjaramálasvið VR í síma 510 1700 eða sendu fyrirspurn á vr@vr.is.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira