Arion upplýsir ekki um niðurfærslu Þorsteinn Friðrik Haraldsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Arion banki hefur lánað WOW air nokkurt fjármagn. Fréttablaðið/eyþór Arion banki getur ekki veitt upplýsingar um hversu mikið bankinn hefur fært niður af skuldum flugfélagsins. Arion banki sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem fram kom að stöðvun rekstrar WOW air myndi ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans að teknu tilliti til annarra þátta í rekstrinum. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Arion um það hve mikið bankinn hefði fært niður fram að rekstrarstöðvun WOW air og hvað hann sæi fram á að þurfa niðurfæra mikið til viðbótar. Fengust þau svör að bankinn gæti ekki veitt þær upplýsingar. Í fjárfestakynningu á uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung sem birt var 13. febrúar kom fram að skuldabréf tengd flugfélögum hefðu verið færð niður um 360 milljónir króna á fjórðungnum. Þá kom fram í kynningu WOW air, sem Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, hefur undir höndum, að heildarskuldbindingar flugfélagsins við bankann í evrum og dölum næmu alls 1,6 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Í gærmorgun var öllu flugi WOW air til og frá landinu aflýst. Sagði í tilkynningu frá flugfélaginu að allt flug hefði verið stöðvað á meðan samningaviðræður við nýjan eigendahóp væru á lokametrunum. Skömmu síðar var greint frá því að félagið hefði hætt starfsemi. Tíðindin hafa valdið töluverðum lækkunum á hlutabréfamarkaði. Lækkaði úrvalsvísitalan um 1,44 prósent ígær. Hins vegar hækkuðu hlutabréf í Icelandair um tæp 15 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Arion banki getur ekki veitt upplýsingar um hversu mikið bankinn hefur fært niður af skuldum flugfélagsins. Arion banki sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem fram kom að stöðvun rekstrar WOW air myndi ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans að teknu tilliti til annarra þátta í rekstrinum. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Arion um það hve mikið bankinn hefði fært niður fram að rekstrarstöðvun WOW air og hvað hann sæi fram á að þurfa niðurfæra mikið til viðbótar. Fengust þau svör að bankinn gæti ekki veitt þær upplýsingar. Í fjárfestakynningu á uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung sem birt var 13. febrúar kom fram að skuldabréf tengd flugfélögum hefðu verið færð niður um 360 milljónir króna á fjórðungnum. Þá kom fram í kynningu WOW air, sem Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, hefur undir höndum, að heildarskuldbindingar flugfélagsins við bankann í evrum og dölum næmu alls 1,6 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Í gærmorgun var öllu flugi WOW air til og frá landinu aflýst. Sagði í tilkynningu frá flugfélaginu að allt flug hefði verið stöðvað á meðan samningaviðræður við nýjan eigendahóp væru á lokametrunum. Skömmu síðar var greint frá því að félagið hefði hætt starfsemi. Tíðindin hafa valdið töluverðum lækkunum á hlutabréfamarkaði. Lækkaði úrvalsvísitalan um 1,44 prósent ígær. Hins vegar hækkuðu hlutabréf í Icelandair um tæp 15 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18