Kæra dagbók Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. mars 2019 07:00 Árla morguns fór ég á hestvagninum í Bónus á Fiskislóð vegna þess að ég átti að sækja aðföng fyrir götuna í þessari viku. Margnota dömubindi, fjölnota skeinituskur, linsubaunir og tófústeikur eru komnar á sína staði og þetta tók mig nú ekki nema rétt tæpar tvær klukkustundir. Sámur 2.1 var með í för og hann skeit þrisvar á leiðinni og skíturinn er enn á sínum stað. Hvað vorum við eiginlega að spá þarna þegar við vorum undir oki plastmenningarinnar og tróðum lífrænum úrgangi í baneitraða plastpoka? Á heimleiðinni leyfði ég huganum að reika í ómengaðri þögninni á meðan Boxari dró vagninn sínum letilega takti. Spurði klóninn hvort honum þætti ekki heiður himininn fagur og lífið bara almennt svona nokkuð gott með tilliti til alls og hliðsjónar af hinu liðna. Hann horfði á mig með þessum krúttlega morðglampa sem vill stundum einkenna afrit af afriti af afriti einhvers sem aldrei átti að endurtaka og lét skína í beittar tennurnar. Sérkennilegur fulltrúi sjúkra tíma, hann Sámur 2.1. Hundspottinu til varnar var hann ekki einu sinni byrjaður að gerjast í tilraunaglasinu 28. mars 2019 þegar hinir skammsýnu fengu móðursýkiskast yfir því að flugvélar hættu að fljúga og nú myndi allt breytast. Akkúrat á þeim stað í sögu okkar sem hugsandi fólk vissi að við yrðum einmitt að hugsa allt upp á nýtt ef við ættum að lifa af. 19. öldin er alls ekkert svo slæm á þeirri 21. þegar við vitum allt sem við vitum og höfum vit á því að læra af sögunni og reynslunni. Úti í garði eru sætu kartöflurnar að potast upp úr moldinni og landnámshænurnar gagga. Ætli það verði ekki bara ommiletta í kvöldmat og svo rís enn einn fagur dagur á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Árla morguns fór ég á hestvagninum í Bónus á Fiskislóð vegna þess að ég átti að sækja aðföng fyrir götuna í þessari viku. Margnota dömubindi, fjölnota skeinituskur, linsubaunir og tófústeikur eru komnar á sína staði og þetta tók mig nú ekki nema rétt tæpar tvær klukkustundir. Sámur 2.1 var með í för og hann skeit þrisvar á leiðinni og skíturinn er enn á sínum stað. Hvað vorum við eiginlega að spá þarna þegar við vorum undir oki plastmenningarinnar og tróðum lífrænum úrgangi í baneitraða plastpoka? Á heimleiðinni leyfði ég huganum að reika í ómengaðri þögninni á meðan Boxari dró vagninn sínum letilega takti. Spurði klóninn hvort honum þætti ekki heiður himininn fagur og lífið bara almennt svona nokkuð gott með tilliti til alls og hliðsjónar af hinu liðna. Hann horfði á mig með þessum krúttlega morðglampa sem vill stundum einkenna afrit af afriti af afriti einhvers sem aldrei átti að endurtaka og lét skína í beittar tennurnar. Sérkennilegur fulltrúi sjúkra tíma, hann Sámur 2.1. Hundspottinu til varnar var hann ekki einu sinni byrjaður að gerjast í tilraunaglasinu 28. mars 2019 þegar hinir skammsýnu fengu móðursýkiskast yfir því að flugvélar hættu að fljúga og nú myndi allt breytast. Akkúrat á þeim stað í sögu okkar sem hugsandi fólk vissi að við yrðum einmitt að hugsa allt upp á nýtt ef við ættum að lifa af. 19. öldin er alls ekkert svo slæm á þeirri 21. þegar við vitum allt sem við vitum og höfum vit á því að læra af sögunni og reynslunni. Úti í garði eru sætu kartöflurnar að potast upp úr moldinni og landnámshænurnar gagga. Ætli það verði ekki bara ommiletta í kvöldmat og svo rís enn einn fagur dagur á morgun.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun