Kæra dagbók Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. mars 2019 07:00 Árla morguns fór ég á hestvagninum í Bónus á Fiskislóð vegna þess að ég átti að sækja aðföng fyrir götuna í þessari viku. Margnota dömubindi, fjölnota skeinituskur, linsubaunir og tófústeikur eru komnar á sína staði og þetta tók mig nú ekki nema rétt tæpar tvær klukkustundir. Sámur 2.1 var með í för og hann skeit þrisvar á leiðinni og skíturinn er enn á sínum stað. Hvað vorum við eiginlega að spá þarna þegar við vorum undir oki plastmenningarinnar og tróðum lífrænum úrgangi í baneitraða plastpoka? Á heimleiðinni leyfði ég huganum að reika í ómengaðri þögninni á meðan Boxari dró vagninn sínum letilega takti. Spurði klóninn hvort honum þætti ekki heiður himininn fagur og lífið bara almennt svona nokkuð gott með tilliti til alls og hliðsjónar af hinu liðna. Hann horfði á mig með þessum krúttlega morðglampa sem vill stundum einkenna afrit af afriti af afriti einhvers sem aldrei átti að endurtaka og lét skína í beittar tennurnar. Sérkennilegur fulltrúi sjúkra tíma, hann Sámur 2.1. Hundspottinu til varnar var hann ekki einu sinni byrjaður að gerjast í tilraunaglasinu 28. mars 2019 þegar hinir skammsýnu fengu móðursýkiskast yfir því að flugvélar hættu að fljúga og nú myndi allt breytast. Akkúrat á þeim stað í sögu okkar sem hugsandi fólk vissi að við yrðum einmitt að hugsa allt upp á nýtt ef við ættum að lifa af. 19. öldin er alls ekkert svo slæm á þeirri 21. þegar við vitum allt sem við vitum og höfum vit á því að læra af sögunni og reynslunni. Úti í garði eru sætu kartöflurnar að potast upp úr moldinni og landnámshænurnar gagga. Ætli það verði ekki bara ommiletta í kvöldmat og svo rís enn einn fagur dagur á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Árla morguns fór ég á hestvagninum í Bónus á Fiskislóð vegna þess að ég átti að sækja aðföng fyrir götuna í þessari viku. Margnota dömubindi, fjölnota skeinituskur, linsubaunir og tófústeikur eru komnar á sína staði og þetta tók mig nú ekki nema rétt tæpar tvær klukkustundir. Sámur 2.1 var með í för og hann skeit þrisvar á leiðinni og skíturinn er enn á sínum stað. Hvað vorum við eiginlega að spá þarna þegar við vorum undir oki plastmenningarinnar og tróðum lífrænum úrgangi í baneitraða plastpoka? Á heimleiðinni leyfði ég huganum að reika í ómengaðri þögninni á meðan Boxari dró vagninn sínum letilega takti. Spurði klóninn hvort honum þætti ekki heiður himininn fagur og lífið bara almennt svona nokkuð gott með tilliti til alls og hliðsjónar af hinu liðna. Hann horfði á mig með þessum krúttlega morðglampa sem vill stundum einkenna afrit af afriti af afriti einhvers sem aldrei átti að endurtaka og lét skína í beittar tennurnar. Sérkennilegur fulltrúi sjúkra tíma, hann Sámur 2.1. Hundspottinu til varnar var hann ekki einu sinni byrjaður að gerjast í tilraunaglasinu 28. mars 2019 þegar hinir skammsýnu fengu móðursýkiskast yfir því að flugvélar hættu að fljúga og nú myndi allt breytast. Akkúrat á þeim stað í sögu okkar sem hugsandi fólk vissi að við yrðum einmitt að hugsa allt upp á nýtt ef við ættum að lifa af. 19. öldin er alls ekkert svo slæm á þeirri 21. þegar við vitum allt sem við vitum og höfum vit á því að læra af sögunni og reynslunni. Úti í garði eru sætu kartöflurnar að potast upp úr moldinni og landnámshænurnar gagga. Ætli það verði ekki bara ommiletta í kvöldmat og svo rís enn einn fagur dagur á morgun.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun