Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislega Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2019 22:48 Þetta er Nancy Pelosi. Getty/Win McNamee Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. CNN greinir frá.Það eina sem vitað er um efni skýrslu Muellers um Rússarannsóknina kemur úr samantekt Barr sem hann birti um liðna helgi.Í samantekt Barr segir að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð.Í skýrslunni var einnig ekki lagt mat á hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en tók þess í stað saman yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar.Barr, ásamt aðstoðardómsmálaráðherra, komust að þeirri niðurstöðu að að Trump hefði ekki reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þessu hafa stuðningsmenn Trump fagnað mjög og nýtt samantekt Barr til þess að segja að skýrslan hreinsi Trump af öllum ásökunum, jafn vel þótt aðeins örfáir einstaklingar hafi haft aðgang að skýrslunni allri.William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Kevin Wolf„Nei takk, herra dómsmálaráðherra“ Demókratar hafa farið fram á það að skýrslan verði gerð opinber auk þess sem þeir hafa krafist þess að fá að lesa skýrsluna. Pelosi segist ekki geta samþykkt niðurstöður Barr fyrir en að hún hafi fengið að lesa skýrsluna. „Ég hef sagt, og segi það aftur, nei takk herra dómsmálaráðherra, við þurfum ekki þína túlkun. Sýndu okkur skýrsluna og við munum draga okkar eigin ályktanir,“ sagði Pelosi fyrr í dag. „Við þurfum ekki á þinni túlkun að halda. Hún var yfirlætisleg, þetta var hrokafullt og þetta var ekki það rétta í stöðunni. Því fyrr sem þeir geta veitt okkur þessar upplýsingar, því fyrr getum við lagt mat á skýrsluna,“ bætti Pelosi við. Að hennar mati sé það ótækt að demókratar auk almennings þurfi að reiða sig á túlkun embættismanns sem Trump skipaði sjálfur til starfa. Óvíst er hvort og þá hversu mikið af skýrslunni verður gert aðgengilegt almenningi. Í henni er töluvert af upplýsingum sem lögum samkvæmt má ekki greina frá opinberlega. Donald Trump Tengdar fréttir Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. CNN greinir frá.Það eina sem vitað er um efni skýrslu Muellers um Rússarannsóknina kemur úr samantekt Barr sem hann birti um liðna helgi.Í samantekt Barr segir að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump, eða aðilar sem tengdust því, hafi ekki með nokkrum hætti starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af kosningunum. Þrátt fyrir að þó nokkrir Rússar sem tengist yfirvöldum Rússlands hafi boðið framboðinu aðstoð.Í skýrslunni var einnig ekki lagt mat á hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en tók þess í stað saman yfirlýsingar og aðgerðir Trump sem mögulega væri hægt að flokka sem tilraunir til að hindra framgang réttvísinnar.Barr, ásamt aðstoðardómsmálaráðherra, komust að þeirri niðurstöðu að að Trump hefði ekki reynt að hindra framgang réttvísinnar. Þessu hafa stuðningsmenn Trump fagnað mjög og nýtt samantekt Barr til þess að segja að skýrslan hreinsi Trump af öllum ásökunum, jafn vel þótt aðeins örfáir einstaklingar hafi haft aðgang að skýrslunni allri.William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.AP/Kevin Wolf„Nei takk, herra dómsmálaráðherra“ Demókratar hafa farið fram á það að skýrslan verði gerð opinber auk þess sem þeir hafa krafist þess að fá að lesa skýrsluna. Pelosi segist ekki geta samþykkt niðurstöður Barr fyrir en að hún hafi fengið að lesa skýrsluna. „Ég hef sagt, og segi það aftur, nei takk herra dómsmálaráðherra, við þurfum ekki þína túlkun. Sýndu okkur skýrsluna og við munum draga okkar eigin ályktanir,“ sagði Pelosi fyrr í dag. „Við þurfum ekki á þinni túlkun að halda. Hún var yfirlætisleg, þetta var hrokafullt og þetta var ekki það rétta í stöðunni. Því fyrr sem þeir geta veitt okkur þessar upplýsingar, því fyrr getum við lagt mat á skýrsluna,“ bætti Pelosi við. Að hennar mati sé það ótækt að demókratar auk almennings þurfi að reiða sig á túlkun embættismanns sem Trump skipaði sjálfur til starfa. Óvíst er hvort og þá hversu mikið af skýrslunni verður gert aðgengilegt almenningi. Í henni er töluvert af upplýsingum sem lögum samkvæmt má ekki greina frá opinberlega.
Donald Trump Tengdar fréttir Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. 28. mars 2019 16:44
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15