Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2019 20:00 Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. Ríkissjóður þurfi engu að síður að endurskoða tekjuáætlanir sínar sem og gjöld, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis. Framtíð ferðaþjónustunnar sé hins vegar björt. Katrín Jakobsdóttir forsætiráðherra segir stjórvöld hafa fylgst náið með erfiðleikum WOW air og auðvitað vonað að félagið kæmist í gegnum storminn. „Þannig að það eru auðvitað vonbrigði að svo hafi farið sem farið. Hugur okkar er auðvitað fyrst og fremst hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu. Starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins. Auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau,” sagði Katrín. WOW ámálgaði ríkisábyrgð á lán Forsætisráðherra staðfestir að WOW hafi ámálgað í bréfi mögulega ríkisábyrgð á lán áður en félagið fór í seinni viðræður sínar við Icelandair um síðustu helgi. Sú ósk hafi aldrei formlega komið til umræðu því viðræðum WOW og Icelandair hafi lokið án árangurs og WOW aldrei sett fram formlega beiðni um ríkisábyrgð. Það sé vissulega skaði að ekki séu lengur tvö íslensk flugfélög í samkeppni til staðar. „Það er mikill áhugi á Íslandi þannig að ég held að við verðum að horfa til framtíðar. Hvernig við getum haldið áfram að byggja hér upp ferðaþjónustuna. Þar eru mikil tækifæri. Síðan er það svo að þetta er áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hefur hins vegar sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíkar áskoranir,” sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók undir þetta. „Efnahagslega mun þetta hafa einhver áhrif. Þó ekki eins mikil og menn héldu upphaflega þegar við vorum að ræða þessi mál hér á síðasta ári. En við þurfum bara að leggjast nákvæmlega yfir hver þau verða,” sagði Bjarni. Leiðir til aukins atvinnuleysis Ríkissjóður verði af einhverjum tekjum vegna gjaldþrotsins en hann og allt efnahagslífið hafi notið góðs af starfsemi WOW á undanförnum árum. „Það dregur eitthvað úr þvíí, það er ekki beint mikið áfall. Hins vegar munu til dæmis margir lenda á atvinnuleysisskrá vænti ég til skamms tíma. Ríkissjóður kann að þurfa að gera ráðstafanir. Það er rétt hjá þér að það er ekki víst að tekjuáætlun okkar geti staðið óbreytt. Við gætum þurft að endurskoða hana og mér finnst það mjög líklegt. Eitthvað gerist á gjaldahliðinni,” sagði Bjarni. Stjórnvöld virkjuðu viðbragðsáætlun sína í morgun sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur umsjón með.Í hverju felst sú viðbragðsáætlun í megindráttum?„Hún felst auðvitað í því að hjálpa til við að tryggja að önnur flugfélög, sérstaklega Icelandair sem hefur nú þegar boðið björgunarfargjöld sem og EasyJet og fleiri flugfélög í kjölfarið munu takast á við þennan vanda,” sagði Sigurður Ingi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir það geta tekið þrjá fjóra daga að koma fólki heim til Íslands. Á þessum tímapunkti sé hugurinn hjá rúmlega þúsund starfsmönnum sem staðið hafi í ströngu og missi nú vinnuna. „Mér finnst þetta líka vera dagur þar sem við eigum líka að hugsa til þess hvað þetta flugfélag hefur gert fyrir íslenska ferðaþjónustu. Flugvöllinn í Keflavík. Hverju þetta hefur skilað okkur og allt þetta starfsfólk sem þarna hefur unnið,” sagði Þórdís Kolbrún. Efnahagsmál Fréttir af flugi Ríkisstjórn WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. Ríkissjóður þurfi engu að síður að endurskoða tekjuáætlanir sínar sem og gjöld, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis. Framtíð ferðaþjónustunnar sé hins vegar björt. Katrín Jakobsdóttir forsætiráðherra segir stjórvöld hafa fylgst náið með erfiðleikum WOW air og auðvitað vonað að félagið kæmist í gegnum storminn. „Þannig að það eru auðvitað vonbrigði að svo hafi farið sem farið. Hugur okkar er auðvitað fyrst og fremst hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu. Starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins. Auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau,” sagði Katrín. WOW ámálgaði ríkisábyrgð á lán Forsætisráðherra staðfestir að WOW hafi ámálgað í bréfi mögulega ríkisábyrgð á lán áður en félagið fór í seinni viðræður sínar við Icelandair um síðustu helgi. Sú ósk hafi aldrei formlega komið til umræðu því viðræðum WOW og Icelandair hafi lokið án árangurs og WOW aldrei sett fram formlega beiðni um ríkisábyrgð. Það sé vissulega skaði að ekki séu lengur tvö íslensk flugfélög í samkeppni til staðar. „Það er mikill áhugi á Íslandi þannig að ég held að við verðum að horfa til framtíðar. Hvernig við getum haldið áfram að byggja hér upp ferðaþjónustuna. Þar eru mikil tækifæri. Síðan er það svo að þetta er áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hefur hins vegar sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíkar áskoranir,” sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók undir þetta. „Efnahagslega mun þetta hafa einhver áhrif. Þó ekki eins mikil og menn héldu upphaflega þegar við vorum að ræða þessi mál hér á síðasta ári. En við þurfum bara að leggjast nákvæmlega yfir hver þau verða,” sagði Bjarni. Leiðir til aukins atvinnuleysis Ríkissjóður verði af einhverjum tekjum vegna gjaldþrotsins en hann og allt efnahagslífið hafi notið góðs af starfsemi WOW á undanförnum árum. „Það dregur eitthvað úr þvíí, það er ekki beint mikið áfall. Hins vegar munu til dæmis margir lenda á atvinnuleysisskrá vænti ég til skamms tíma. Ríkissjóður kann að þurfa að gera ráðstafanir. Það er rétt hjá þér að það er ekki víst að tekjuáætlun okkar geti staðið óbreytt. Við gætum þurft að endurskoða hana og mér finnst það mjög líklegt. Eitthvað gerist á gjaldahliðinni,” sagði Bjarni. Stjórnvöld virkjuðu viðbragðsáætlun sína í morgun sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur umsjón með.Í hverju felst sú viðbragðsáætlun í megindráttum?„Hún felst auðvitað í því að hjálpa til við að tryggja að önnur flugfélög, sérstaklega Icelandair sem hefur nú þegar boðið björgunarfargjöld sem og EasyJet og fleiri flugfélög í kjölfarið munu takast á við þennan vanda,” sagði Sigurður Ingi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir það geta tekið þrjá fjóra daga að koma fólki heim til Íslands. Á þessum tímapunkti sé hugurinn hjá rúmlega þúsund starfsmönnum sem staðið hafi í ströngu og missi nú vinnuna. „Mér finnst þetta líka vera dagur þar sem við eigum líka að hugsa til þess hvað þetta flugfélag hefur gert fyrir íslenska ferðaþjónustu. Flugvöllinn í Keflavík. Hverju þetta hefur skilað okkur og allt þetta starfsfólk sem þarna hefur unnið,” sagði Þórdís Kolbrún.
Efnahagsmál Fréttir af flugi Ríkisstjórn WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30
Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28
Icelandair hækkar hratt meðan annað hrynur Icelandair rýkur upp í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. 28. mars 2019 09:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent