Handbolti

Stjarnan nær í Ólaf Bjarka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Bjarki er á leið heim.
Ólafur Bjarki er á leið heim. vísir/getty
Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna í Olís-deild karla en þetta tilkynnti félagið í fréttatilkynningu nú síðdegis. Hann gengur í raðir liðsins í sumar.

Ólafur Bjarki hefur undanfarin ár leikið erlendis og nú síðast hefur hann verið á mála hjá West Wien í Austurríki. Áður hafði hann leikið Þýskalandi með TV Emsdetten og ThSV Eisenach.

Hér á landi hafði Ólafur Bjarki leikið með HK, þar sem hann er uppalinn, en hann varð Íslandsmeistari með félaginu er það varð síðast Íslandsmeistari, árið 2012.

Ólafur Bjarki hefur spilað 34 landsleiki fyrir Ísland en hann var var í hópnum á EM í Serbíu 2012. Ólafur Bjarki verður 31 árs gamall í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×