Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 15:55 Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Travel, hefur meiri áhyggjur af háu verðlagi á Íslandi en falli WOW air í tengslum við samdrátt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hann segir að undanfarið ár hafi hann tekið eftir breyttu ferðamynstri hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands. Hörður hefur þannig tekið eftir því að minni eftirspurn er í dýrari ferðir hjá fyrirtækinu þar sem jafnvel er farið í kringum landið. Ferðirnar þyki orðið of dýrar fyrir ferðamennina sem kjósi í auknum mæli styttri dvöl og minni eyðslu. „Fólk er frekar að koma til að dvelja stutt og velur þá að binda sig meira við Suðvesturhornið í staðinn fyrir að kíkja á allt landið. Því miður þá er það kannski það sorglega við þetta að landsbyggðin líður fyrir þetta en sá samdráttur var kominn fyrir fall WOW air,“ segir Hörður. Aðspurður hvernig fréttir af WOW air horfi við honum svarar hann því til að fall WOW muni sennilega hafa áhrif til skemmri tíma. Hann segir að flestir viðskiptavina sinna séu búnir að bóka flug með öðrum flugfélögum. „Þá get ég ekki leynt því að Icelandair er mjög stór aðili í því og flytur okkar farþega að stærstum hluta.“ Sá hópur sem á í hvað mestu vandræðunum vegna WOW air og hefur keypt ferðir af Iceland Travel eru Ísraelsmenn sem áttu beint flug frá Tel Aviv. Hörður segir að þeir þurfi væntanlega að finna aðrar leiðir en beina flugið. Þrátt fyrir að fall WOW air hafi óneitanleg áhrif þurfi það þó ekki að þýða að ferðamennirnir hætti við að koma. „Ég held að þegar rykið fellur eftir nokkra daga þá verði myndin kannski nokkuð skýr og ég á ekki von á því, allavega hvað varðar þá farþega sem við eigum von á frá Iceland travel, muni hafa umtalsverð áhrif, ég sé það ekki.“ Iceland Travel er fyrst og fremst á heildsölumarkaði og hannar ferðir fyrir aðrar ferðaskrifstofur erlendis þannig að réttur neytenda fer eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig en hingað til hefur enginn hringt í ferðaskrifstofunna og beðið um endurgreiðslu að sögn Harðar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Travel, hefur meiri áhyggjur af háu verðlagi á Íslandi en falli WOW air í tengslum við samdrátt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hann segir að undanfarið ár hafi hann tekið eftir breyttu ferðamynstri hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands. Hörður hefur þannig tekið eftir því að minni eftirspurn er í dýrari ferðir hjá fyrirtækinu þar sem jafnvel er farið í kringum landið. Ferðirnar þyki orðið of dýrar fyrir ferðamennina sem kjósi í auknum mæli styttri dvöl og minni eyðslu. „Fólk er frekar að koma til að dvelja stutt og velur þá að binda sig meira við Suðvesturhornið í staðinn fyrir að kíkja á allt landið. Því miður þá er það kannski það sorglega við þetta að landsbyggðin líður fyrir þetta en sá samdráttur var kominn fyrir fall WOW air,“ segir Hörður. Aðspurður hvernig fréttir af WOW air horfi við honum svarar hann því til að fall WOW muni sennilega hafa áhrif til skemmri tíma. Hann segir að flestir viðskiptavina sinna séu búnir að bóka flug með öðrum flugfélögum. „Þá get ég ekki leynt því að Icelandair er mjög stór aðili í því og flytur okkar farþega að stærstum hluta.“ Sá hópur sem á í hvað mestu vandræðunum vegna WOW air og hefur keypt ferðir af Iceland Travel eru Ísraelsmenn sem áttu beint flug frá Tel Aviv. Hörður segir að þeir þurfi væntanlega að finna aðrar leiðir en beina flugið. Þrátt fyrir að fall WOW air hafi óneitanleg áhrif þurfi það þó ekki að þýða að ferðamennirnir hætti við að koma. „Ég held að þegar rykið fellur eftir nokkra daga þá verði myndin kannski nokkuð skýr og ég á ekki von á því, allavega hvað varðar þá farþega sem við eigum von á frá Iceland travel, muni hafa umtalsverð áhrif, ég sé það ekki.“ Iceland Travel er fyrst og fremst á heildsölumarkaði og hannar ferðir fyrir aðrar ferðaskrifstofur erlendis þannig að réttur neytenda fer eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig en hingað til hefur enginn hringt í ferðaskrifstofunna og beðið um endurgreiðslu að sögn Harðar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31