Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 15:55 Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Travel, hefur meiri áhyggjur af háu verðlagi á Íslandi en falli WOW air í tengslum við samdrátt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hann segir að undanfarið ár hafi hann tekið eftir breyttu ferðamynstri hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands. Hörður hefur þannig tekið eftir því að minni eftirspurn er í dýrari ferðir hjá fyrirtækinu þar sem jafnvel er farið í kringum landið. Ferðirnar þyki orðið of dýrar fyrir ferðamennina sem kjósi í auknum mæli styttri dvöl og minni eyðslu. „Fólk er frekar að koma til að dvelja stutt og velur þá að binda sig meira við Suðvesturhornið í staðinn fyrir að kíkja á allt landið. Því miður þá er það kannski það sorglega við þetta að landsbyggðin líður fyrir þetta en sá samdráttur var kominn fyrir fall WOW air,“ segir Hörður. Aðspurður hvernig fréttir af WOW air horfi við honum svarar hann því til að fall WOW muni sennilega hafa áhrif til skemmri tíma. Hann segir að flestir viðskiptavina sinna séu búnir að bóka flug með öðrum flugfélögum. „Þá get ég ekki leynt því að Icelandair er mjög stór aðili í því og flytur okkar farþega að stærstum hluta.“ Sá hópur sem á í hvað mestu vandræðunum vegna WOW air og hefur keypt ferðir af Iceland Travel eru Ísraelsmenn sem áttu beint flug frá Tel Aviv. Hörður segir að þeir þurfi væntanlega að finna aðrar leiðir en beina flugið. Þrátt fyrir að fall WOW air hafi óneitanleg áhrif þurfi það þó ekki að þýða að ferðamennirnir hætti við að koma. „Ég held að þegar rykið fellur eftir nokkra daga þá verði myndin kannski nokkuð skýr og ég á ekki von á því, allavega hvað varðar þá farþega sem við eigum von á frá Iceland travel, muni hafa umtalsverð áhrif, ég sé það ekki.“ Iceland Travel er fyrst og fremst á heildsölumarkaði og hannar ferðir fyrir aðrar ferðaskrifstofur erlendis þannig að réttur neytenda fer eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig en hingað til hefur enginn hringt í ferðaskrifstofunna og beðið um endurgreiðslu að sögn Harðar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Travel, hefur meiri áhyggjur af háu verðlagi á Íslandi en falli WOW air í tengslum við samdrátt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hann segir að undanfarið ár hafi hann tekið eftir breyttu ferðamynstri hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands. Hörður hefur þannig tekið eftir því að minni eftirspurn er í dýrari ferðir hjá fyrirtækinu þar sem jafnvel er farið í kringum landið. Ferðirnar þyki orðið of dýrar fyrir ferðamennina sem kjósi í auknum mæli styttri dvöl og minni eyðslu. „Fólk er frekar að koma til að dvelja stutt og velur þá að binda sig meira við Suðvesturhornið í staðinn fyrir að kíkja á allt landið. Því miður þá er það kannski það sorglega við þetta að landsbyggðin líður fyrir þetta en sá samdráttur var kominn fyrir fall WOW air,“ segir Hörður. Aðspurður hvernig fréttir af WOW air horfi við honum svarar hann því til að fall WOW muni sennilega hafa áhrif til skemmri tíma. Hann segir að flestir viðskiptavina sinna séu búnir að bóka flug með öðrum flugfélögum. „Þá get ég ekki leynt því að Icelandair er mjög stór aðili í því og flytur okkar farþega að stærstum hluta.“ Sá hópur sem á í hvað mestu vandræðunum vegna WOW air og hefur keypt ferðir af Iceland Travel eru Ísraelsmenn sem áttu beint flug frá Tel Aviv. Hörður segir að þeir þurfi væntanlega að finna aðrar leiðir en beina flugið. Þrátt fyrir að fall WOW air hafi óneitanleg áhrif þurfi það þó ekki að þýða að ferðamennirnir hætti við að koma. „Ég held að þegar rykið fellur eftir nokkra daga þá verði myndin kannski nokkuð skýr og ég á ekki von á því, allavega hvað varðar þá farþega sem við eigum von á frá Iceland travel, muni hafa umtalsverð áhrif, ég sé það ekki.“ Iceland Travel er fyrst og fremst á heildsölumarkaði og hannar ferðir fyrir aðrar ferðaskrifstofur erlendis þannig að réttur neytenda fer eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig en hingað til hefur enginn hringt í ferðaskrifstofunna og beðið um endurgreiðslu að sögn Harðar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31