Ráðherrar funda vegna WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 09:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, situr á fundi með öðrum ráðherrum vegna WOW air. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og að öllum líkindum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, funda nú í Stjórnarráðshúsinu vegna tíðinda morgunsins af WOW air. Samkvæmt vef Alþingis hefur þingfundur verið boðaður klukkan 10:30 líkt og venjan er á fimmtudögum en þar átti að ljúka fyrstu umræðu um fjármálaáætlun. Breyting hafði reyndar verið gerð á starfsáætlun þingsins þar sem nefndadagur átti að vera í dag en til að ljúka umræðunni um áætlunina var settur á þingfundur. Eitt stærsta fyrirtæki landsins, WOW air, hætti störfum í morgun. Félagið hafði átt í miklum rekstrarörðguleikum í töluverðan tíma en síðustu daga hafa hlutirnir gerst hratt. Indigo Partners slitu viðræðum við félagið um mögulega aðkomu að því í síðustu viku. Þá hófust viðræður við Icelandair öðru sinni um mögulega aðkomu þess félags að WOW air en þeim viðræðum lauk á sunnudag. Lítið heyrðist af stöðu WOW air á mánudag en á þriðjudag var tilkynnt að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Nú er ljóst að það tókst ekki.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og að öllum líkindum Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, funda nú í Stjórnarráðshúsinu vegna tíðinda morgunsins af WOW air. Samkvæmt vef Alþingis hefur þingfundur verið boðaður klukkan 10:30 líkt og venjan er á fimmtudögum en þar átti að ljúka fyrstu umræðu um fjármálaáætlun. Breyting hafði reyndar verið gerð á starfsáætlun þingsins þar sem nefndadagur átti að vera í dag en til að ljúka umræðunni um áætlunina var settur á þingfundur. Eitt stærsta fyrirtæki landsins, WOW air, hætti störfum í morgun. Félagið hafði átt í miklum rekstrarörðguleikum í töluverðan tíma en síðustu daga hafa hlutirnir gerst hratt. Indigo Partners slitu viðræðum við félagið um mögulega aðkomu að því í síðustu viku. Þá hófust viðræður við Icelandair öðru sinni um mögulega aðkomu þess félags að WOW air en þeim viðræðum lauk á sunnudag. Lítið heyrðist af stöðu WOW air á mánudag en á þriðjudag var tilkynnt að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Nú er ljóst að það tókst ekki.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Örlög WOW hafi ekki „veruleg bein áhrif“ á Arion Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á afkomu Arion banka. 28. mars 2019 09:18
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06