WOW air heyrir sögunni til Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. mars 2019 08:25 Skúli Mogensen, stofnandi WOW air. Vísir/vilhelm WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. Neðst í fréttinni má lesa um nýjustu vendingar í málinu.Öllu flugi félagsins var aflýst í nótt en seinasta flugferð WOW air var frá Keflavík til Detroit í gær samkvæmt Flight radar. Tilkynning barst frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, klukkan þrjú í nótt þar sem sagði að félagið væri á lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu. Allt flug hefði því verið stöðvað þangað til þeir samningar verði kláraðir. Sagði í tilkynningunni að nánari upplýsingar verða gefnar klukkan 9. „Félagið þakkar farþegum stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur,“ sagði í tilkynningunni í morgun. Sjá einnig: Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk hefði trú á WOW air Á þriðjudag tilkynnti WOW air að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Nú er ljóst að það tókst ekki.Farþegar kunna að eiga kröfu á hendur Wow Air Samgöngustofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að allt flug Wow Air falli niður, félagið sé nú hætt starfsemi. Er farþegum er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum. „Samkvæmt viðbragðsáætlun munu flugmálayfirvöld kanna vilja annarra flugfélaga til að aðstoða farþega með svokölluðum björgunarfargjöldum í samræmi við yfirlýsingu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Upplýsingum um það verður komið á framfæri við farþega jafnóðum og þær liggja fyrir. Jafnframt verður samkvæmt viðbragðsáætlun lagt mat á getu annarra flugfélaga til að mæta aukinni eftirspurn.“ Í tilkynningunni er áréttað að farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti ættu að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan. „Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af,“ segir í tilkynningunni sem Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri skrifar undir. Þá segir að endingu að farþegar kunni að eiga kröfu á hendur Wow Air, þá á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.Skjáskot af vef WOW air þar sem tilkynnt var um að félagið hefði hætt starfsemi.Vinnumálastofnun ekki enn borist tilkynning Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir að stofnuninni hafi ekki enn borist tilkynning frá flugfélaginu vegna stöðunnar sem upp sé komin. Viðbragðsteymi Vinnumálastofnunar komi saman til fundar núna klukkan 9 til að kortleggja hvaða áhrif stöðvun á starfsemi WOW hefur á stofnunina. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir.
WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. Neðst í fréttinni má lesa um nýjustu vendingar í málinu.Öllu flugi félagsins var aflýst í nótt en seinasta flugferð WOW air var frá Keflavík til Detroit í gær samkvæmt Flight radar. Tilkynning barst frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, klukkan þrjú í nótt þar sem sagði að félagið væri á lokametrunum við að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp í félaginu. Allt flug hefði því verið stöðvað þangað til þeir samningar verði kláraðir. Sagði í tilkynningunni að nánari upplýsingar verða gefnar klukkan 9. „Félagið þakkar farþegum stuðninginn og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta veldur,“ sagði í tilkynningunni í morgun. Sjá einnig: Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk hefði trú á WOW air Á þriðjudag tilkynnti WOW air að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Nú er ljóst að það tókst ekki.Farþegar kunna að eiga kröfu á hendur Wow Air Samgöngustofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að allt flug Wow Air falli niður, félagið sé nú hætt starfsemi. Er farþegum er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum. „Samkvæmt viðbragðsáætlun munu flugmálayfirvöld kanna vilja annarra flugfélaga til að aðstoða farþega með svokölluðum björgunarfargjöldum í samræmi við yfirlýsingu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Upplýsingum um það verður komið á framfæri við farþega jafnóðum og þær liggja fyrir. Jafnframt verður samkvæmt viðbragðsáætlun lagt mat á getu annarra flugfélaga til að mæta aukinni eftirspurn.“ Í tilkynningunni er áréttað að farþegar sem keyptu flugmiða með kreditkorti ættu að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan. „Farþegar sem keyptu ferðina af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af,“ segir í tilkynningunni sem Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri skrifar undir. Þá segir að endingu að farþegar kunni að eiga kröfu á hendur Wow Air, þá á grundvelli reglugerðar um réttindi flugfarþega. Þegar um gjaldþrot er að ræða þarf að lýsa slíkum kröfum í þrotabú flugrekandans.Skjáskot af vef WOW air þar sem tilkynnt var um að félagið hefði hætt starfsemi.Vinnumálastofnun ekki enn borist tilkynning Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir að stofnuninni hafi ekki enn borist tilkynning frá flugfélaginu vegna stöðunnar sem upp sé komin. Viðbragðsteymi Vinnumálastofnunar komi saman til fundar núna klukkan 9 til að kortleggja hvaða áhrif stöðvun á starfsemi WOW hefur á stofnunina. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Farþegar WOW ráðvilltir og argir Greina má mikla ónáægju meðal farþega WOW air sem bókað áttu flug með flugfélaginu í dag 28. mars 2019 07:14 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Farþegar WOW ráðvilltir og argir Greina má mikla ónáægju meðal farþega WOW air sem bókað áttu flug með flugfélaginu í dag 28. mars 2019 07:14
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15