Ólafur mun aðstoða Brodie Hjörvar Ólafsson skrifar 28. mars 2019 17:30 Ólafur Björn Loftsson. Vísir/GVA Golfsamband Íslands hefur samið við Ólaf Björn Loftsson um að hann verði aðstoðarmaður nýráðins afreksstjóra GSÍ. Gregor Brodie tók við starfi afreksstjóra GSÍ fyrr á þessu ári og mun Ólafur Björn verða honum innan handar. Það var golf.is sem greindi frá þessu. Ólafur Björn hefur lengi verið í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi. Hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 og fetaði þar með í fótspor föður síns, Lofts Ólafssonar. Ólafur mun starfa sem framkvæmdastjóri PGA á Íslandi samhliða því að leika sem atvinnukylfingur og sitja á skólabekk í PGA kennaraskólanum á Íslandi. Ólafur er einn reynslumesti landsliðsmaður Íslands í flokki áhugakylfinga og hann er eini íslenski kylfingurinn sem hefur fengið tækifæri til að keppa á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægð að fá Ólaf til liðs við okkur og erum fullviss um að þeir í sameiningu með öllu því góða fagfólki sem starfar í golfklúbbum landsins og fagteymi GSÍ muni færa okkar afrekskylfingum og íþróttinni í heild mikið á komandi misserum,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við golf.is. Golf Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Golfsamband Íslands hefur samið við Ólaf Björn Loftsson um að hann verði aðstoðarmaður nýráðins afreksstjóra GSÍ. Gregor Brodie tók við starfi afreksstjóra GSÍ fyrr á þessu ári og mun Ólafur Björn verða honum innan handar. Það var golf.is sem greindi frá þessu. Ólafur Björn hefur lengi verið í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi. Hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 og fetaði þar með í fótspor föður síns, Lofts Ólafssonar. Ólafur mun starfa sem framkvæmdastjóri PGA á Íslandi samhliða því að leika sem atvinnukylfingur og sitja á skólabekk í PGA kennaraskólanum á Íslandi. Ólafur er einn reynslumesti landsliðsmaður Íslands í flokki áhugakylfinga og hann er eini íslenski kylfingurinn sem hefur fengið tækifæri til að keppa á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægð að fá Ólaf til liðs við okkur og erum fullviss um að þeir í sameiningu með öllu því góða fagfólki sem starfar í golfklúbbum landsins og fagteymi GSÍ muni færa okkar afrekskylfingum og íþróttinni í heild mikið á komandi misserum,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við golf.is.
Golf Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira