Segir „Túrista“ hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2019 16:45 Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista og Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Vísir Formaður stéttarfélags flugmanna WOW air segir blaðamann ferðavefsins Túrista hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér og finnst umfjöllun um flugfélagið, sem rær lífróður þessa dagana, einsleit og ósanngjörn. Ritstjóri Túrista segist hafa skilning á að taugar starfsmanna WOW séu þandar en finnst sorglegt að hann sé gerður tortryggilegur og uppnefndur bloggari af flugmönnunum. „Svo það sé tekið fram erum við ekki að ráðast á blaðamenn,“ segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins, í samtali við Vísi um beiðni stjórnar félagsins um að formaður Blaðamannafélagsins rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air. Formaður blaðamannafélagsins sagði við Vísi að hann sæi enga ástæðu til að taka þetta til rannsóknar og að inntak bréfs stjórnar félagsins væri til marks um fjarstæðukennda óra. Heldur stjórn félagsins því fram að umfjöllun íslenskra miðla sé óvægin í garð WOW og vill að hlunnindi og sporslur blaðamanna frá helsta samkeppnisaðila WOW, sem er Icelandair, verði tekin til rannsóknar. Þá gagnrýndi stjórnin að íslenskir fjölmiðlar reiði sig á upplýsingar frá „bloggara búsettum í Svíþjóð“ og vísar þar til fjölmiðilsins Túrista sem Kristján Sigurjónsson ritstýrir. Vignir segir þessa beiðni stjórnar alls ekki árás á blaðamenn. „Okkur finnst hins vegar umfjöllunin undanfarið hafa verið einsleit,“ segir Vignir. Hann segir að svo virðist vera sem íslenskir fjölmiðlar „api upp“ fréttir af vef Túrista.Formanni félagsins finnst umfjöllun um WOW air óvægin af hálfu fjölmiðla.FBL/ErnirUmfjöllunin skrýtin á meðan WOW berst fyrir tilvist sinni Honum finnst sérkennilegt að sjá hvernig skrifað er um WOW air á vef Túrista á meðan félagið berst fyrir tilvist sinni. „Hann hamast á meðan allt gengur á afturfótunum hjá WOW air. Svo kemur smá byr undir okkar vængi í gær og þá steinþegir hann,“ segir Vignir og segir þetta sérkennilegt í ljósi þess þegar litið er til hverjir auglýsa á vef Túrista, en þar má finna auglýsingar frá Icelandair. „Við erum alls ekki að reyna að ráðast á blaðamenn. Við erum að taka upp hanskann fyrir okkar vinnuveitanda og erum að gæta hagsmuna okkar félagsmanna. Það eru náttúrlega fjölskyldur og einstaklingar á bak við Skúla Mogensen,“ segir Vignir og vísar þar til forstjóra WOW air.„Óvægin“ ummæli hluthafa Icelandair Hann segist hafa fulla trú á íslenskum fjölmiðlum en finnst umfjöllunin einsleit og finnst jafnframt sérkennilegt að fjölmiðlar hafi rætt við þrjá fyrrverandi stjórnendur Icelandair um stöðu WOW air.Formaðurinn segir hluthafa Icelandair hafa fengið að bera fram dómsdagspár á meðan Skúli vinnur kraftaverk.FBL/Ernir„Þetta eru allt saman hluthafar í fyrirtækinu og það er vitnað í þá hægri vinstri. Þeir geta leyft sér að vera með dómsdagspár á meðan Skúli og hans fólk eru að vinna kraftaverk og snúa við spilinu. Mér finnst það einkennilegt, ósanngjarnt og óvægið.“ Spurður hvort að eitthvað hafi reynst rangt í því sem Túristi hefur fjallað um segist hann ekki ætla að tjá sig um einstakar fréttir. Þetta sé byggt á tilfinningu sem stjórnin hefur. „En oft á tíðum hefur hann rétt fyrir sér og það er grunsamlegt hvaðan hann hefur sínar heimildir. Oft á tíðum hittir hann naglann á höfuðið en það er skrýtið hvernig hlutabréf Icelandair hækka og lækka í takt við hans umfjöllun.“„Árásir í gangi“ Vignir segist aðspurður hafa fyllsta skilning á því að fjölmiðlar flytji fregnir af rekstrarerfiðleikum eins af stærstu vinnustöðum landsins. „Við gerum okkur grein fyrir því og þetta hefur áhrif á kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Og Skúli, verandi litríkur einstaklingur sem hefur verið á milli tannanna á þjóðinni og þetta skiptir íslensku þjóðina miklu máli,“ segir Vignir.Formaðurinn segir Skúla litríkan mann sem hefur verið á milli tanna fólks og skiljanlega vekji hann áhuga allra.vísir/vilhelmRifjar Vignir upp að áður en Skúli hóf rekstur WOW air kostaði fleiri tugi þúsunda að fljúga aðra leiðina út fyrir landsteinanna. Í dag kosti það mun minna og íslenska þjóðin geti leyft sér að ferðast. „Það er verið að taka það af þeim. Það eru árásir í gangi,“ segir Vignir.Rekstrarvandræði ekki vegna umfjöllunar Spurður hvort að slæm rekstrarstaða WOW air sé tilkomin vegna fjölmiðlaumfjöllunar svarar hann neitandi. „Nei, hún er það ekki. En ég er ekki rekstrarfræðingur. Ég kann bara að fljúga flugvélum. En við erum bara að reyna að fá fólk til að fljúga með okkur og um leið og kemur slæm umfjöllun fjölmiðla þá hefur það áhrif. Á ég að panta með þessum eða hinum? Þarna eru hagsmunir og þið hafi eitthvað um það að segja,“ segir Vignir. Hann segir þetta umhugsunarvert. „En ég skil alveg að fólk og fjölmiðlar hafi áhuga. Þetta er að vissu leyti vígvöllur, en allir vinir.“Sorglegt af hálfu flugmanna Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, segir í samtali við Vísi að hann skilji vel að taugar flugmanna og annarra starfsmanna WOW séu þandar þessa dagana.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.Leifur Rögnvaldsson„Ég hef sjálfur staðið í þessum sporum sem starfsmaður Sterling-flugfélagsins á sínum tíma. Mér finnst engu að síður sorglegt að félag flugmanna WOW taki sig til og reyni að gera mig tortryggilegan með því að uppnefna mig og kalla mig bloggara. Forstjóri WOW og upplýsingafulltrúi hafa ekki gert neinar athugasemdir við fréttir mínar. Ég óska bara starfsmönnum WOW air velfarnaðar og hlakka til að fljúga með vélum félagsins í framtíðinni,“ segir Kristján. Þegar Vísir náði í Kristján var hann á leið á aðalfund sænskra ferðablaðamanna en hann situr í stjórn félagsins. „Í félaginu stendur einmitt styr um hvort leyfi eigi bloggara í félagsskapnum eða bara blaðamenn. Ég óttast þvi stöðu mína eftir að hafa verið stimplaður bloggari,“ segir Kristján léttur í bragði. Túristi er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd og er Kristján í blaðamannafélaginu.Segir engin tengsl við Icelandair Kristján segist hafa engin tengsl við Icelandair. „Icelandair auglýsir hjá mér og WOW air hefur gert það líka. Ég rek ferðafjölmiðil sem tugir þúsunda lesa í hverjum mánuði,“ segir Kristján sem tekur fram að vefurinn hafi skilað einni og hálfri milljón flettinga í fyrra. Skiljanlega sjái stór ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í því að auglýsa á vef hans. „Ég er bara minn eigin starfsmaður. Ég er búinn að halda úti Túrista í tíu ár. Lesturinn í mikill og ég held þessi úti heiman frá mér. Það vita það allir sem standa í fjölmiðlarekstri að svoleiðis útgerð er ekki einföld eða blómleg. Mér þykir vænt um hversu margir lesa vefinn og fólk hefur gagn og gaman að því sem ég skrifa.“ Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Formaður stéttarfélags flugmanna WOW air segir blaðamann ferðavefsins Túrista hafa grunsamlega oft rétt fyrir sér og finnst umfjöllun um flugfélagið, sem rær lífróður þessa dagana, einsleit og ósanngjörn. Ritstjóri Túrista segist hafa skilning á að taugar starfsmanna WOW séu þandar en finnst sorglegt að hann sé gerður tortryggilegur og uppnefndur bloggari af flugmönnunum. „Svo það sé tekið fram erum við ekki að ráðast á blaðamenn,“ segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins, í samtali við Vísi um beiðni stjórnar félagsins um að formaður Blaðamannafélagsins rannsaki heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air. Formaður blaðamannafélagsins sagði við Vísi að hann sæi enga ástæðu til að taka þetta til rannsóknar og að inntak bréfs stjórnar félagsins væri til marks um fjarstæðukennda óra. Heldur stjórn félagsins því fram að umfjöllun íslenskra miðla sé óvægin í garð WOW og vill að hlunnindi og sporslur blaðamanna frá helsta samkeppnisaðila WOW, sem er Icelandair, verði tekin til rannsóknar. Þá gagnrýndi stjórnin að íslenskir fjölmiðlar reiði sig á upplýsingar frá „bloggara búsettum í Svíþjóð“ og vísar þar til fjölmiðilsins Túrista sem Kristján Sigurjónsson ritstýrir. Vignir segir þessa beiðni stjórnar alls ekki árás á blaðamenn. „Okkur finnst hins vegar umfjöllunin undanfarið hafa verið einsleit,“ segir Vignir. Hann segir að svo virðist vera sem íslenskir fjölmiðlar „api upp“ fréttir af vef Túrista.Formanni félagsins finnst umfjöllun um WOW air óvægin af hálfu fjölmiðla.FBL/ErnirUmfjöllunin skrýtin á meðan WOW berst fyrir tilvist sinni Honum finnst sérkennilegt að sjá hvernig skrifað er um WOW air á vef Túrista á meðan félagið berst fyrir tilvist sinni. „Hann hamast á meðan allt gengur á afturfótunum hjá WOW air. Svo kemur smá byr undir okkar vængi í gær og þá steinþegir hann,“ segir Vignir og segir þetta sérkennilegt í ljósi þess þegar litið er til hverjir auglýsa á vef Túrista, en þar má finna auglýsingar frá Icelandair. „Við erum alls ekki að reyna að ráðast á blaðamenn. Við erum að taka upp hanskann fyrir okkar vinnuveitanda og erum að gæta hagsmuna okkar félagsmanna. Það eru náttúrlega fjölskyldur og einstaklingar á bak við Skúla Mogensen,“ segir Vignir og vísar þar til forstjóra WOW air.„Óvægin“ ummæli hluthafa Icelandair Hann segist hafa fulla trú á íslenskum fjölmiðlum en finnst umfjöllunin einsleit og finnst jafnframt sérkennilegt að fjölmiðlar hafi rætt við þrjá fyrrverandi stjórnendur Icelandair um stöðu WOW air.Formaðurinn segir hluthafa Icelandair hafa fengið að bera fram dómsdagspár á meðan Skúli vinnur kraftaverk.FBL/Ernir„Þetta eru allt saman hluthafar í fyrirtækinu og það er vitnað í þá hægri vinstri. Þeir geta leyft sér að vera með dómsdagspár á meðan Skúli og hans fólk eru að vinna kraftaverk og snúa við spilinu. Mér finnst það einkennilegt, ósanngjarnt og óvægið.“ Spurður hvort að eitthvað hafi reynst rangt í því sem Túristi hefur fjallað um segist hann ekki ætla að tjá sig um einstakar fréttir. Þetta sé byggt á tilfinningu sem stjórnin hefur. „En oft á tíðum hefur hann rétt fyrir sér og það er grunsamlegt hvaðan hann hefur sínar heimildir. Oft á tíðum hittir hann naglann á höfuðið en það er skrýtið hvernig hlutabréf Icelandair hækka og lækka í takt við hans umfjöllun.“„Árásir í gangi“ Vignir segist aðspurður hafa fyllsta skilning á því að fjölmiðlar flytji fregnir af rekstrarerfiðleikum eins af stærstu vinnustöðum landsins. „Við gerum okkur grein fyrir því og þetta hefur áhrif á kjaraviðræður sem nú eru í gangi. Og Skúli, verandi litríkur einstaklingur sem hefur verið á milli tannanna á þjóðinni og þetta skiptir íslensku þjóðina miklu máli,“ segir Vignir.Formaðurinn segir Skúla litríkan mann sem hefur verið á milli tanna fólks og skiljanlega vekji hann áhuga allra.vísir/vilhelmRifjar Vignir upp að áður en Skúli hóf rekstur WOW air kostaði fleiri tugi þúsunda að fljúga aðra leiðina út fyrir landsteinanna. Í dag kosti það mun minna og íslenska þjóðin geti leyft sér að ferðast. „Það er verið að taka það af þeim. Það eru árásir í gangi,“ segir Vignir.Rekstrarvandræði ekki vegna umfjöllunar Spurður hvort að slæm rekstrarstaða WOW air sé tilkomin vegna fjölmiðlaumfjöllunar svarar hann neitandi. „Nei, hún er það ekki. En ég er ekki rekstrarfræðingur. Ég kann bara að fljúga flugvélum. En við erum bara að reyna að fá fólk til að fljúga með okkur og um leið og kemur slæm umfjöllun fjölmiðla þá hefur það áhrif. Á ég að panta með þessum eða hinum? Þarna eru hagsmunir og þið hafi eitthvað um það að segja,“ segir Vignir. Hann segir þetta umhugsunarvert. „En ég skil alveg að fólk og fjölmiðlar hafi áhuga. Þetta er að vissu leyti vígvöllur, en allir vinir.“Sorglegt af hálfu flugmanna Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, segir í samtali við Vísi að hann skilji vel að taugar flugmanna og annarra starfsmanna WOW séu þandar þessa dagana.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.Leifur Rögnvaldsson„Ég hef sjálfur staðið í þessum sporum sem starfsmaður Sterling-flugfélagsins á sínum tíma. Mér finnst engu að síður sorglegt að félag flugmanna WOW taki sig til og reyni að gera mig tortryggilegan með því að uppnefna mig og kalla mig bloggara. Forstjóri WOW og upplýsingafulltrúi hafa ekki gert neinar athugasemdir við fréttir mínar. Ég óska bara starfsmönnum WOW air velfarnaðar og hlakka til að fljúga með vélum félagsins í framtíðinni,“ segir Kristján. Þegar Vísir náði í Kristján var hann á leið á aðalfund sænskra ferðablaðamanna en hann situr í stjórn félagsins. „Í félaginu stendur einmitt styr um hvort leyfi eigi bloggara í félagsskapnum eða bara blaðamenn. Ég óttast þvi stöðu mína eftir að hafa verið stimplaður bloggari,“ segir Kristján léttur í bragði. Túristi er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd og er Kristján í blaðamannafélaginu.Segir engin tengsl við Icelandair Kristján segist hafa engin tengsl við Icelandair. „Icelandair auglýsir hjá mér og WOW air hefur gert það líka. Ég rek ferðafjölmiðil sem tugir þúsunda lesa í hverjum mánuði,“ segir Kristján sem tekur fram að vefurinn hafi skilað einni og hálfri milljón flettinga í fyrra. Skiljanlega sjái stór ferðaþjónustufyrirtæki sér hag í því að auglýsa á vef hans. „Ég er bara minn eigin starfsmaður. Ég er búinn að halda úti Túrista í tíu ár. Lesturinn í mikill og ég held þessi úti heiman frá mér. Það vita það allir sem standa í fjölmiðlarekstri að svoleiðis útgerð er ekki einföld eða blómleg. Mér þykir vænt um hversu margir lesa vefinn og fólk hefur gagn og gaman að því sem ég skrifa.“
Ferðamennska á Íslandi Fjölmiðlar Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira