„Vel gert“? Sabine Leskopf skrifar 26. mars 2019 12:10 „Vel gert.“ Tvö saklaus orð sem okkur finnst venjulega gott að heyra. Í þarsíðustu viku urðu þau orð samt tákn hinnar óskiljanlegu illsku. Því þau voru sett fram sem athugasemd við hryðjuverk í Christchurch. Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi. Það er nákvæmlega engin ástæða til að þrengja þessa löggjöf, ekki hafa fyllst dómstólar af málum tengd því á síðustu árum, einungis 2 dómar hafa fallið vegna ummæla í garð hinsegin fólks. Og ekki hefur núverandi löggjöf haft eitthvað verulega íþyngjandi áhrif eða fælingarmátt ef marka má umræðu síðustu daga, ekki einungis í kjölfar hryðjuverksins heldur einnig ummæli í garð umsækjenda um alþjóðlegra vernd sem mótmæltu á Austurvelli. Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga. En ég er ekki ein um það að mér virðist ekki vera stórbrotnar hindranir fyrir fólk á Íslandi að beita hatursorðræðu. Allar umsagnir sem birtast nú frá fjölda hagsmunasamtaka og stofnana leggjast gegn frumvarpinu – nema umsögn frá Útvarpi Sögu. Frumvarpið er í beinni mótsögn við margföldum skuldbindingum á alþjóðavettvangi sem og gildandi lögum, eins og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna eða gildandi framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda. Ekkert er minnst á skaðsemi og áhrif hatursfullra ummæla á allan hóp þeirra sem eru skotmark ummælanna. Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar. Sögur MeToo-hreyfingarinnar um kynbundið áreitni í garð kvenna af erlendum uppruna skáru sig úr þeim sögum sem heyrðust frá íslenskum konum og voru margar þeirra vegna ummæla sem mundu falla undir hatursorðræðu eins og hún er skilgreind í 233 gr. a almennra hegningarlaga. Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að - nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.Höfundur er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
„Vel gert.“ Tvö saklaus orð sem okkur finnst venjulega gott að heyra. Í þarsíðustu viku urðu þau orð samt tákn hinnar óskiljanlegu illsku. Því þau voru sett fram sem athugasemd við hryðjuverk í Christchurch. Það sem kemur fram í þessum tveimur orðum var aldrei sú sjálfsmynd sem íslenskt samfélag vill eiga af sjálfu sér, samfélag sem er heimsfrægt fyrir árangur í kynjajafnrétti og mannréttindum hinsegin fólks. Samt liggur nú fyrir frumvarp sem þrengir verulega að ákvæði um hatursorðræðu í lögum. Frumvarpið gengur út á það að veita þeim skjól sem tjá sig með þessum hætti og gerir það nánast ómögulegt að sækja fólk til saka fyrir það. Og efumst ekki um þetta: hatursorðræða gagnvart þeim sem eru í veikari stöðu er ofbeldi, alveg eins og við efumst ekki að kynbundin áreitni eða einelti séu ofbeldi. Það er nákvæmlega engin ástæða til að þrengja þessa löggjöf, ekki hafa fyllst dómstólar af málum tengd því á síðustu árum, einungis 2 dómar hafa fallið vegna ummæla í garð hinsegin fólks. Og ekki hefur núverandi löggjöf haft eitthvað verulega íþyngjandi áhrif eða fælingarmátt ef marka má umræðu síðustu daga, ekki einungis í kjölfar hryðjuverksins heldur einnig ummæli í garð umsækjenda um alþjóðlegra vernd sem mótmæltu á Austurvelli. Hvað er það nú annað en þöggun ef fólki sem nýtir sér sinn rétt til að mótmæla vegna meðferðar mála sinna er mætt með slíku hatri eins og við höfum orðið vitni að. Því hér voru ekki einungis gerðar athugasemdir við umgang í kringum styttu fyrsta mótmælanda Íslands heldur gáfu margir óáreittir á netinu og í innhringingartímum í útvarpinu hugarflæði sínu lausan tauminn, m.a. um útrýmingu útlendinga. En ég er ekki ein um það að mér virðist ekki vera stórbrotnar hindranir fyrir fólk á Íslandi að beita hatursorðræðu. Allar umsagnir sem birtast nú frá fjölda hagsmunasamtaka og stofnana leggjast gegn frumvarpinu – nema umsögn frá Útvarpi Sögu. Frumvarpið er í beinni mótsögn við margföldum skuldbindingum á alþjóðavettvangi sem og gildandi lögum, eins og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði og jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna eða gildandi framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda. Ekkert er minnst á skaðsemi og áhrif hatursfullra ummæla á allan hóp þeirra sem eru skotmark ummælanna. Nemendur af erlendum uppruna eru t.d. tvöfalt líklegri til að verða fyrir einelti í grunnskólum en nemendur af íslenskum uppruna. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var við Háskólann á Akureyri og ekkert þrífst jafn vel en einelti í slíku umhverfi þar sem haturstjáningar eru viðurkenndar og notaðar af þeim sem eiga að vera börnum til fyrirmyndar. Sögur MeToo-hreyfingarinnar um kynbundið áreitni í garð kvenna af erlendum uppruna skáru sig úr þeim sögum sem heyrðust frá íslenskum konum og voru margar þeirra vegna ummæla sem mundu falla undir hatursorðræðu eins og hún er skilgreind í 233 gr. a almennra hegningarlaga. Með þessum þrengingum í boði fyrrverandi dómsmálaráðherrans er ekki á nokkurn hátt hægt að sjá að löggjafinn telji hatursorðræða yfirleitt að vera eitthvað sem þurfi að vinna gegn. Þannig að - nei, Sjálfstæðisflokkur, þetta er ekki vel gert. Reyndu aftur.Höfundur er formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar