Gylfi: Frakkar 3-4 númerum of stórir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2019 22:20 „Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Við vorum örugglega að spila á móti besta liði heims. Þeir búa yfir miklum gæðum og þeir spila vel saman. Sóknin þeirra er frábær,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir 4-0 tap fyrir Frakklandi á Stade de France í kvöld. Frakkar komust yfir á 12. mínútu og staðan var 1-0 þar til 22 mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Olivier Giroud annað mark heimamanna og þeir bættu svo tveimur mörkum við undir lokin. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark eftir fast leikatriði. Við erum mjög ósáttir við það en þeir fengu það mörg færi að þeir hefðu getað skorað á annan hátt,“ sagði Gylfi. „Staðan var 1-0 og við ætluðum að reyna að halda henni þannig. Í stöðunni 2-0 þurftum við að taka áhættu og þeir eru duglegir að refsa.“ Frakkar einokuðu boltann í leiknum og þegar Íslendingar unnu hann töpuðu þeir honum fljótt aftur. „Mjög illa,“ sagði Gylfi, aðspurður um hvernig íslenska liðinu hefði gengið að halda boltanum í leiknum. „Við vorum mjög aftarlega og þegar við unnum boltann voru fáir frammi. Við vorum ekki með neina kantmenn í dag og það var því erfitt fyrir mig og Albert [Guðmundsson] að halda boltanum. Spilið var langt frá því að vera nógu gott.“ Gylfi lék í fremstu víglínu í leiknum í dag. En hefði hann viljað leika á miðjunni? „Já og nei. Ég er sáttur í báðum stöðum. Ég hefði kannski verið meira í boltanum ef ég hefði verið aftar. En við vorum það lítið með boltann að ég held að það hafi ekki skipt máli,“ sagði Gylfi. Hann segir að franska liðið hafi einfaldlega verið miklu sterkara í leiknum í dag. „Þeir voru svona 3-4 númerum of stórir. Þeir eru örugglega besta lið heims í dag ásamt Belgum. Þetta var kannski ekki leikurinn sem við bjuggumst við að fá þrjú stig en heimaleikurinn gegn þeim skiptir meira máli. Við erum mjög svekktir með úrslitin og frammistöðuna,“ sagði Gylfi að lokum. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35 Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Við vorum örugglega að spila á móti besta liði heims. Þeir búa yfir miklum gæðum og þeir spila vel saman. Sóknin þeirra er frábær,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi eftir 4-0 tap fyrir Frakklandi á Stade de France í kvöld. Frakkar komust yfir á 12. mínútu og staðan var 1-0 þar til 22 mínútur voru til leiksloka. Þá skoraði Olivier Giroud annað mark heimamanna og þeir bættu svo tveimur mörkum við undir lokin. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark eftir fast leikatriði. Við erum mjög ósáttir við það en þeir fengu það mörg færi að þeir hefðu getað skorað á annan hátt,“ sagði Gylfi. „Staðan var 1-0 og við ætluðum að reyna að halda henni þannig. Í stöðunni 2-0 þurftum við að taka áhættu og þeir eru duglegir að refsa.“ Frakkar einokuðu boltann í leiknum og þegar Íslendingar unnu hann töpuðu þeir honum fljótt aftur. „Mjög illa,“ sagði Gylfi, aðspurður um hvernig íslenska liðinu hefði gengið að halda boltanum í leiknum. „Við vorum mjög aftarlega og þegar við unnum boltann voru fáir frammi. Við vorum ekki með neina kantmenn í dag og það var því erfitt fyrir mig og Albert [Guðmundsson] að halda boltanum. Spilið var langt frá því að vera nógu gott.“ Gylfi lék í fremstu víglínu í leiknum í dag. En hefði hann viljað leika á miðjunni? „Já og nei. Ég er sáttur í báðum stöðum. Ég hefði kannski verið meira í boltanum ef ég hefði verið aftar. En við vorum það lítið með boltann að ég held að það hafi ekki skipt máli,“ sagði Gylfi. Hann segir að franska liðið hafi einfaldlega verið miklu sterkara í leiknum í dag. „Þeir voru svona 3-4 númerum of stórir. Þeir eru örugglega besta lið heims í dag ásamt Belgum. Þetta var kannski ekki leikurinn sem við bjuggumst við að fá þrjú stig en heimaleikurinn gegn þeim skiptir meira máli. Við erum mjög svekktir með úrslitin og frammistöðuna,“ sagði Gylfi að lokum.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35 Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58 Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12 Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45 Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07 Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Einkunnir Íslands: Strákarnir sáu aldrei til sólar Ísland átti sér aldrei viðreisnar von gegn heimsmeisturunum. 25. mars 2019 21:35
Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. 25. mars 2019 21:58
Hamren: Þeir skoruðu of mikið Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. 25. mars 2019 22:12
Leik lokið: Frakkland - Ísland 4-0│Heimsmeistararnir of sterkir fyrir íslensku strákana Heimsmeistarar Frakka sýndu allar sínu bestu hliðar í dag og fóru illa með Íslendinga á Stade de France. 25. mars 2019 22:45
Albert: Maður ber kannski ómeðvitað of mikla virðingu fyrir þeim Albert var með sprækari mönnum í kvöld. 25. mars 2019 22:07
Twitter yfir Frakkaleiknum: Gítarleikarinn Birkir Már, Isak úr Skam og nunnur Íslenska þjóðin tjáði sig á Twitter. 25. mars 2019 21:53