Hamren: Þeir skoruðu of mikið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 22:12 Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. „Frakkar eru heimsmeistarar og það sýndu þeir í dag. Þeir spiluðu virkilega vel, við byrjuðum ágætlega en hefðum getað verið aggressívari,“ sagði þjálfarinn við Eirík Stefán Ásgeirsson úti í Frakklandi í leikslok. „Við töpuðum boltanum of auðveldlega. Síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu þrjátíu í seinni hálfleik gerðum við ágætlega.“ „Ég er ekki ánægður með síðustu fimmtán mínúturnar. Þeir skoruðu of mikið.“ Eftir að hafa haldið Frökkum í einu marki í rúman klukkutíma komu þrjú mörk á færibandi á síðustu tuttugu mínútunum. „Við vorum búnir að hlaupa mikið án bolta. Þegar þeir komust í 2-0 held ég að hausinn hafi aðeins farið.“ „Þegar það er 1-0 þá áttum við alltaf möguleika. Birkir Bjarnason átti mjög gott skot sem var varið, en eftir 2-0 þá vissum við að þetta ætti eftir að vera erfitt.“ „Ég hrósa samt Frökkum frekar heldur en að gagnrýna okkur því við vorum að spila við virkilega gott lið.“ „Þeir áttu fimm skot á markið og skoruðu fjögur. Það sýnir gæði.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson voru í fremstu línu hjá Íslandi í kvöld. Var það besta staðan fyrir Gylfa á vellinum? „Já, að sjálfsögðu finnst mér það, þess vegna setti ég hann þangað.“ „Hann er mjög góður í þessari stöðu fyrir okkur. En við vorum ekki með boltann fyrsta hálftímann.“ Hefði íslenska liðið getað gert betur í dag? „Við reyndum hvað við gátum, við hefðum getað byrjað betur og gert betur í lokin, en það þarf líka að sjá að við spiluðum við gott lið sem stóð sig vel í dag.“ Eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni er Ísland með 3 stig úr tveimur útileikjum. Er Hamrén sáttur með þessa fyrstu viku undankeppninnar? „Ég vonaðist eftir meiru í dag, og við reyndum að fá meira, svo nei, ég er ekki glaður í kvöld. Mörg lið eiga eftir að lenda í erfiðleikum hér, Frakkar eru hæst skrifaða liðið í riðlinum, en við vildum meira.“ „Með fjögur mörk á okkur þá erum við aðeins svekktari en ef þeir hefðu skorað minna,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Landsliðsþjálfari Íslands, Erik Hamrén, hrósaði Frökkum fyrir góða frammistöðu í 4-0 sigri á Íslandi í undankeppni EM 2020 í kvöld. Hann sagði hausinn hafa farið hjá íslenska liðinu eftir annað mark Frakka. „Frakkar eru heimsmeistarar og það sýndu þeir í dag. Þeir spiluðu virkilega vel, við byrjuðum ágætlega en hefðum getað verið aggressívari,“ sagði þjálfarinn við Eirík Stefán Ásgeirsson úti í Frakklandi í leikslok. „Við töpuðum boltanum of auðveldlega. Síðustu fimmtán, tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og fyrstu þrjátíu í seinni hálfleik gerðum við ágætlega.“ „Ég er ekki ánægður með síðustu fimmtán mínúturnar. Þeir skoruðu of mikið.“ Eftir að hafa haldið Frökkum í einu marki í rúman klukkutíma komu þrjú mörk á færibandi á síðustu tuttugu mínútunum. „Við vorum búnir að hlaupa mikið án bolta. Þegar þeir komust í 2-0 held ég að hausinn hafi aðeins farið.“ „Þegar það er 1-0 þá áttum við alltaf möguleika. Birkir Bjarnason átti mjög gott skot sem var varið, en eftir 2-0 þá vissum við að þetta ætti eftir að vera erfitt.“ „Ég hrósa samt Frökkum frekar heldur en að gagnrýna okkur því við vorum að spila við virkilega gott lið.“ „Þeir áttu fimm skot á markið og skoruðu fjögur. Það sýnir gæði.“ Gylfi Þór Sigurðsson og Albert Guðmundsson voru í fremstu línu hjá Íslandi í kvöld. Var það besta staðan fyrir Gylfa á vellinum? „Já, að sjálfsögðu finnst mér það, þess vegna setti ég hann þangað.“ „Hann er mjög góður í þessari stöðu fyrir okkur. En við vorum ekki með boltann fyrsta hálftímann.“ Hefði íslenska liðið getað gert betur í dag? „Við reyndum hvað við gátum, við hefðum getað byrjað betur og gert betur í lokin, en það þarf líka að sjá að við spiluðum við gott lið sem stóð sig vel í dag.“ Eftir fyrstu tvo leikina í undankeppninni er Ísland með 3 stig úr tveimur útileikjum. Er Hamrén sáttur með þessa fyrstu viku undankeppninnar? „Ég vonaðist eftir meiru í dag, og við reyndum að fá meira, svo nei, ég er ekki glaður í kvöld. Mörg lið eiga eftir að lenda í erfiðleikum hér, Frakkar eru hæst skrifaða liðið í riðlinum, en við vildum meira.“ „Með fjögur mörk á okkur þá erum við aðeins svekktari en ef þeir hefðu skorað minna,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira