Aron Einar: Illa tapað hjá okkur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 21:58 Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, fannst mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok í kvöld. „Við komumst varla nálægt þeim en vorum að loka ágætlega á þá í fyrri hálfleik. Svo kemur þessi fyrirgjöf, við erum nú ekki vanir að fá á okkur mörk úr því.“ „Þetta var illa tapað hjá okkur og svekkjandi 4-0 tap fannst mér.“ Íslenska liðið spilaði vörnina ágætlega í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir annað mark Frakka. „Seinni hálfleikurinn var bara eins og fyrri hálfleikurinn á EM [í 8-liða úrslitunum á EM 2016 þegar Ísland tapaði 5-2]. Þeir komust á bak við okkur trekk í trekk og við vorum of opnir.“ „Við fórum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik, kannski eðlilega þar sem við vorum að tapa, en við hefðum átt að halda skipulaginu aðeins betur fannst mér.“ Átti íslenska liðið mikið inni í þessum leik? „Já, við eigum mikið inni.“ „Ég hata að tapa, strákarnir líka, og þar af leiðandi er maður svekktur þrátt fyrir að þetta séu heimsmeistararnir á heimavelli og allt það.“ „Uppleggið var fínt. Auðvitað voru þeir meira með boltann og allt það, svekkjandi að fá á okkur mark úr seinni bylgju eftir hornspyrnu þar sem kross kemur fyrir og hann kemst á milli okkar.“ Næstu þrír leikir Íslands eru allir á heimavelli eftir tvo útileiki. Íslenska liðið þarf níu stig úr þeim leikjum til þess að gera alvöru atlögu að sæti á EM. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir í sumar, við viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi og þar líður okkur vel. En við þurfum að ná upp stemningu aftur. Þetta var svekkjandi en bara upp með kassann eins og gamla góða tuggan segir.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir leik Íslands og Frakklands á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld og sagði íslenska liðið hafa tapað illa. „Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim, fannst mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok í kvöld. „Við komumst varla nálægt þeim en vorum að loka ágætlega á þá í fyrri hálfleik. Svo kemur þessi fyrirgjöf, við erum nú ekki vanir að fá á okkur mörk úr því.“ „Þetta var illa tapað hjá okkur og svekkjandi 4-0 tap fannst mér.“ Íslenska liðið spilaði vörnina ágætlega í fyrri hálfleik en leikur liðsins hrundi í seinni hálfleik, sérstaklega eftir annað mark Frakka. „Seinni hálfleikurinn var bara eins og fyrri hálfleikurinn á EM [í 8-liða úrslitunum á EM 2016 þegar Ísland tapaði 5-2]. Þeir komust á bak við okkur trekk í trekk og við vorum of opnir.“ „Við fórum úr okkar skipulagi í seinni hálfleik, kannski eðlilega þar sem við vorum að tapa, en við hefðum átt að halda skipulaginu aðeins betur fannst mér.“ Átti íslenska liðið mikið inni í þessum leik? „Já, við eigum mikið inni.“ „Ég hata að tapa, strákarnir líka, og þar af leiðandi er maður svekktur þrátt fyrir að þetta séu heimsmeistararnir á heimavelli og allt það.“ „Uppleggið var fínt. Auðvitað voru þeir meira með boltann og allt það, svekkjandi að fá á okkur mark úr seinni bylgju eftir hornspyrnu þar sem kross kemur fyrir og hann kemst á milli okkar.“ Næstu þrír leikir Íslands eru allir á heimavelli eftir tvo útileiki. Íslenska liðið þarf níu stig úr þeim leikjum til þess að gera alvöru atlögu að sæti á EM. „Það eru gríðarlega mikilvægir leikir í sumar, við viljum gera Laugardalsvöll aftur að vígi og þar líður okkur vel. En við þurfum að ná upp stemningu aftur. Þetta var svekkjandi en bara upp með kassann eins og gamla góða tuggan segir.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira