Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 15:45 Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Vísir/vilhelm Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir við upphaf þingfundar í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði ráðherrann hvort ríkisstjórnin hefði einhver áform um það hvernig hún gæti brugðist við ólíkum sviðsmyndum eftir því sem flugrekstursmál þróast. Bjarni var þá einnig spurður hvort ríkisstjórnin hefði mótað sér áætlun um að lágmarka tjón, verja störf og halda starfseminni gangandi eins og kostur væri ef allt fer á versta veg.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra út í viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar.Vísir/vilhelmRíkisstuðningur ekki réttlætanlegur í áhætturekstri Bjarni steig í pontu og sagði að ríkisstjórnin hefði fylgst náið með þróun mála hjá WOW air síðastliðna mánuði. Hann sagði, eins og oft hefur komið fram, að ríkisstjórnin hygðist ekki leggja til fjármuni til að hjálpa WOW air. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum opinberlega að ég telji það ekki réttlætanlegt að setja skattfé in í áhætturekstur eins og þennan og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætlunum að gera neitt slíkt,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að stjórnvöld þyrftu að vera viðbúin því ef meiriháttar röskun verður á flugrekstri og huga að „bæði orðsporsáhættu sem því gæti fylgt og eins stöðu farþega og hvernig greiða skuli úr ef á þarf að halda en þær aðstæður hafa ekki enn skapast sem betur fer en við erum viðbúin ef það gerist.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, undir dagskrárliðnum óundirbúnar fyrirspurnir við upphaf þingfundar í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði ráðherrann hvort ríkisstjórnin hefði einhver áform um það hvernig hún gæti brugðist við ólíkum sviðsmyndum eftir því sem flugrekstursmál þróast. Bjarni var þá einnig spurður hvort ríkisstjórnin hefði mótað sér áætlun um að lágmarka tjón, verja störf og halda starfseminni gangandi eins og kostur væri ef allt fer á versta veg.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði fjármálaráðherra út í viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar.Vísir/vilhelmRíkisstuðningur ekki réttlætanlegur í áhætturekstri Bjarni steig í pontu og sagði að ríkisstjórnin hefði fylgst náið með þróun mála hjá WOW air síðastliðna mánuði. Hann sagði, eins og oft hefur komið fram, að ríkisstjórnin hygðist ekki leggja til fjármuni til að hjálpa WOW air. „Ég hef sagt það nokkrum sinnum opinberlega að ég telji það ekki réttlætanlegt að setja skattfé in í áhætturekstur eins og þennan og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætlunum að gera neitt slíkt,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að stjórnvöld þyrftu að vera viðbúin því ef meiriháttar röskun verður á flugrekstri og huga að „bæði orðsporsáhættu sem því gæti fylgt og eins stöðu farþega og hvernig greiða skuli úr ef á þarf að halda en þær aðstæður hafa ekki enn skapast sem betur fer en við erum viðbúin ef það gerist.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Síminn ekki stoppað vegna WOW Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að félagsmennirnir velti stöðu sinni fyrir sér ef allt fer á versta veg með WOW air og hvað gerist fyrir bókanir sem þeir hafa greitt fyrir. 25. mars 2019 15:07
Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00