Fyrirskipar sjálfstæða rannsókn á hryðjuverkaárásinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 12:28 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. Vísir/ap Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. Hægri öfgamaður á þrítugsaldri skaut fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í mannskæðustu árás í sögu Nýja-Sjálands. Ríkisstjórnin hafði áður tilkynnt fjölmiðlum að málið yrði rannsakað en það lá ekki fyrir fyrr en í morgun hvers eðlis rannsóknin yrði. Sjálfstæð rannsóknarnefnd (e. Royal commission) mun kortleggja ferðir hryðjuverkamannsins á Nýja-Sjálandi og rannsaka tjáningu hans og samtöl á samskiptamiðlum í aðdraganda hryðjuverkaárásarinnar. Yfirleitt er rannsóknarnefndin kölluð til þegar afar umfangsmikil og alvarleg mál koma upp í landinu og varðar þjóðaröryggi.Vill vita hvort leyniþjónustan hefði getað komið í veg fyrir árásinaThe Guardian hefur eftir Ardern að það dugi ekkert minna en sjálfstæða rannsóknarnefnd fyrir jafn alvarlegt mál og hryðjuverkaárásin í Christchurch. Markmiðið með hinni ítarlegu rannsókn er að velta við hverjum steini í málinu. Ardern vill vita hvort og þá hvað lögregluyfirvöld hefðu getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir árásina. Ardern greindi frá þessu á blaðamannafundi í Wellington í morgun. Leynilögreglan á Nýja-Sjálandi hefur verði harðlega gagnrýnd síðustu daga og ásökuð um að hafa ekki lagt jafn mikla áherslu á að fylgjast með hægri-þjóðarnisöfgamönnum og öfgasinnuðum íslamistum. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Ardern sýni hugrekki með byssubanni Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað sjálfstæða og óháða rannsóknarnefnd til að rýna í hryðjuverkaárásina í borginni Christchurch föstudaginn 15. mars. Hægri öfgamaður á þrítugsaldri skaut fimmtíu manns til bana og særði tugi til viðbótar í mannskæðustu árás í sögu Nýja-Sjálands. Ríkisstjórnin hafði áður tilkynnt fjölmiðlum að málið yrði rannsakað en það lá ekki fyrir fyrr en í morgun hvers eðlis rannsóknin yrði. Sjálfstæð rannsóknarnefnd (e. Royal commission) mun kortleggja ferðir hryðjuverkamannsins á Nýja-Sjálandi og rannsaka tjáningu hans og samtöl á samskiptamiðlum í aðdraganda hryðjuverkaárásarinnar. Yfirleitt er rannsóknarnefndin kölluð til þegar afar umfangsmikil og alvarleg mál koma upp í landinu og varðar þjóðaröryggi.Vill vita hvort leyniþjónustan hefði getað komið í veg fyrir árásinaThe Guardian hefur eftir Ardern að það dugi ekkert minna en sjálfstæða rannsóknarnefnd fyrir jafn alvarlegt mál og hryðjuverkaárásin í Christchurch. Markmiðið með hinni ítarlegu rannsókn er að velta við hverjum steini í málinu. Ardern vill vita hvort og þá hvað lögregluyfirvöld hefðu getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir árásina. Ardern greindi frá þessu á blaðamannafundi í Wellington í morgun. Leynilögreglan á Nýja-Sjálandi hefur verði harðlega gagnrýnd síðustu daga og ásökuð um að hafa ekki lagt jafn mikla áherslu á að fylgjast með hægri-þjóðarnisöfgamönnum og öfgasinnuðum íslamistum.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Ardern sýni hugrekki með byssubanni Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. 22. mars 2019 07:30 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Ardern sýni hugrekki með byssubanni Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. 22. mars 2019 07:30