Rautt á öllum tölum og krónan veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 10:22 Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. Nánast öll félög hafa lækkað, flest á bilinu 1 til 3 prósent, en hrap Icelandair er þó ívið meira. Í fyrstu viðskiptum dagsins nam lækkunin næstum 7 prósentum en er rúm 4,4 prósent sem stendur. Þá hafa hlutabréf í Arion banka, viðskiptabanka WOW air, lækkað um tæp 2,5 prósent. Að sama skapi hefur krónan veikst gegn öllum helstu viðskiptamyntum í morgun. Veikingin er þó innan við eitt prósent í flestum tilfellum, að frátaldri veikingu gagnvart sænsku og norsku krónunnar þar sem hún er um 1,3 prósent. Ætla má að margvíslegar ástæður séu fyrir þessari þróun mála. Til að mynda kom neikvætt hljóð í markaði fyrir helgi af ótta við að hægja muni á vexti bandarísks efnahagslífs. Asíumarkaðir lækkuðu til að mynda skarpt við opnun og gert er ráð fyrir að svipað gæti verið upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Tíðindi helgarinnar af WOW air verða að sama skapi að teljast örlagavaldar. Framtíð félagsins er í lausu lofti eftir að Icelandair ákvað að slíta viðræðum sínum um aðkomu að rekstri félagsins. Fjárhagsstaðan væri einfaldlega of slæm. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, reynir nú hvað hann getur til að halda lífi í flugfélaginu. Fá, áreiðanleg svör eru þó á takteinum og því ríkir enn töluverð óvissa um stöðu mála, með tilheyrandi skjálfta í íslensku efnahagslífi. Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. Nánast öll félög hafa lækkað, flest á bilinu 1 til 3 prósent, en hrap Icelandair er þó ívið meira. Í fyrstu viðskiptum dagsins nam lækkunin næstum 7 prósentum en er rúm 4,4 prósent sem stendur. Þá hafa hlutabréf í Arion banka, viðskiptabanka WOW air, lækkað um tæp 2,5 prósent. Að sama skapi hefur krónan veikst gegn öllum helstu viðskiptamyntum í morgun. Veikingin er þó innan við eitt prósent í flestum tilfellum, að frátaldri veikingu gagnvart sænsku og norsku krónunnar þar sem hún er um 1,3 prósent. Ætla má að margvíslegar ástæður séu fyrir þessari þróun mála. Til að mynda kom neikvætt hljóð í markaði fyrir helgi af ótta við að hægja muni á vexti bandarísks efnahagslífs. Asíumarkaðir lækkuðu til að mynda skarpt við opnun og gert er ráð fyrir að svipað gæti verið upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Tíðindi helgarinnar af WOW air verða að sama skapi að teljast örlagavaldar. Framtíð félagsins er í lausu lofti eftir að Icelandair ákvað að slíta viðræðum sínum um aðkomu að rekstri félagsins. Fjárhagsstaðan væri einfaldlega of slæm. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, reynir nú hvað hann getur til að halda lífi í flugfélaginu. Fá, áreiðanleg svör eru þó á takteinum og því ríkir enn töluverð óvissa um stöðu mála, með tilheyrandi skjálfta í íslensku efnahagslífi.
Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00