Uppgjör hrunskulda í forgangi Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:00 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata: „Ég er búinn að skoða þetta í tvo daga, þetta eru fimm hundruð blaðsíður og fyrir mér lítur þetta út eins og fimm hundruð blaðsíður sem er ætlað að fela það að þau hafi ekkert að segja.“ Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2024 var kynnt á laugardaginn. Aukið fjármagn verður lagt til samgöngu-, velferðar-, mennta- og nýsköpunarmála. Mikil áhersla er lögð á að ná jákvæðri afkomu ríkissjóðs og lækkun skatta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar að markmiðið væri að reka ríkissjóð með góðum afgangi og greiða niður skuldir. Ef áætlunin stenst verður hlutfall skulda komið niður fyrir hlutfallið eins og það var fyrir hrun. Um er að ræða uppfærslu á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra, gert er ráð fyrir auknum fjárframlögum en einnig aðhaldi upp á fimm milljarða.Nokkur óvissa ríkir um ýmsa þætti, þar á meðal almannatryggingakerfið. Gert er ráð fyrir fjórum milljörðum á ári til þess að gera kerfisbreytingar. Málið er í höndum starfshóps sem mun afhenda félagsmálaráðherra skýrslu í vikunni. Stjórn Öryrkjabandalagsins neitaði að skrifa undir skýrsluna og er því framhaldið óljóst. Til stendur að auka heildarframlög ríkissjóðs til fjárfestinga á tímabilinu. Árið 2021 er gert ráð fyrir að fjárfesting sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu nái hámarki í 3,7 prósentum en fari svo lækkandi og endi í 3,1 prósenti árið 2024. Mest verður fjárfest í samgöngumálum, fyrir 124 milljarða, þar á eftir kemur sjúkrahúsþjónusta fyrir 74 milljarða. Er ýjað að því að til standi að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem og öðrum opinberum fyrirtækjum, til að auka svigrúm til fjárfestinga í innviðum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði helgina til að lesa fjármálaáætlunina. Hann segir vissulega margt jákvætt þar að finna, nefnir hann sérstaklega framlög til nýsköpunarmála, en í heild sinni sé áætlunin ómarkviss og óljós og þar að auki sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum til ýmissa málaflokka án þess að vitað sé hvað gera eigi við fjármunina. „Þetta er fyllilega ónákvæmt og algjör óskhyggja. Það er heldur engin leið fyrir venjulegt fólk að átta sig á hvað ríkisstjórnin ætlar að gera,“ segir Björn Leví. „Ég er búinn að skoða þetta í tvo daga, þetta eru fimm hundruð blaðsíður og fyrir mér lítur þetta út eins og fimm hundruð blaðsíður sem er ætlað að fela það að þau hafi ekkert að segja. Það væri ekkert mál að segja þetta skýrt ef það væri í raun og veru einhver skýr stefna í þessu. Þetta eru bara orð og lýsingar fram og til baka um eitthvað sem skiptir engu máli. Ég vil fá að vita hver stefnan er, hvað hún kostar og hver áhrifin verða, það er fjármálaáætlun. Þetta er bara bull.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2024 var kynnt á laugardaginn. Aukið fjármagn verður lagt til samgöngu-, velferðar-, mennta- og nýsköpunarmála. Mikil áhersla er lögð á að ná jákvæðri afkomu ríkissjóðs og lækkun skatta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði við kynningu áætlunarinnar að markmiðið væri að reka ríkissjóð með góðum afgangi og greiða niður skuldir. Ef áætlunin stenst verður hlutfall skulda komið niður fyrir hlutfallið eins og það var fyrir hrun. Um er að ræða uppfærslu á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í fyrra, gert er ráð fyrir auknum fjárframlögum en einnig aðhaldi upp á fimm milljarða.Nokkur óvissa ríkir um ýmsa þætti, þar á meðal almannatryggingakerfið. Gert er ráð fyrir fjórum milljörðum á ári til þess að gera kerfisbreytingar. Málið er í höndum starfshóps sem mun afhenda félagsmálaráðherra skýrslu í vikunni. Stjórn Öryrkjabandalagsins neitaði að skrifa undir skýrsluna og er því framhaldið óljóst. Til stendur að auka heildarframlög ríkissjóðs til fjárfestinga á tímabilinu. Árið 2021 er gert ráð fyrir að fjárfesting sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu nái hámarki í 3,7 prósentum en fari svo lækkandi og endi í 3,1 prósenti árið 2024. Mest verður fjárfest í samgöngumálum, fyrir 124 milljarða, þar á eftir kemur sjúkrahúsþjónusta fyrir 74 milljarða. Er ýjað að því að til standi að selja hluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem og öðrum opinberum fyrirtækjum, til að auka svigrúm til fjárfestinga í innviðum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði helgina til að lesa fjármálaáætlunina. Hann segir vissulega margt jákvætt þar að finna, nefnir hann sérstaklega framlög til nýsköpunarmála, en í heild sinni sé áætlunin ómarkviss og óljós og þar að auki sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum til ýmissa málaflokka án þess að vitað sé hvað gera eigi við fjármunina. „Þetta er fyllilega ónákvæmt og algjör óskhyggja. Það er heldur engin leið fyrir venjulegt fólk að átta sig á hvað ríkisstjórnin ætlar að gera,“ segir Björn Leví. „Ég er búinn að skoða þetta í tvo daga, þetta eru fimm hundruð blaðsíður og fyrir mér lítur þetta út eins og fimm hundruð blaðsíður sem er ætlað að fela það að þau hafi ekkert að segja. Það væri ekkert mál að segja þetta skýrt ef það væri í raun og veru einhver skýr stefna í þessu. Þetta eru bara orð og lýsingar fram og til baka um eitthvað sem skiptir engu máli. Ég vil fá að vita hver stefnan er, hvað hún kostar og hver áhrifin verða, það er fjármálaáætlun. Þetta er bara bull.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29