Bóndinn sem sakaði konu hreppstjórans um saurlifnað Ari Brynjólfsson skrifar 25. mars 2019 06:30 Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur flytur erindi um sáttanefndir. „Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, flytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einkaréttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari landsmanna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagnfræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við málunum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifjar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smávægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Einu sinni var... Tímamót Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
„Þetta eru alls konar mál, illyrða- og áflogamál sem komu upp á milli manna. Þetta eru hjónaskilnaðir, landaþrætur og skuldamál. Þetta gefur okkur mikla innsýn í daglegt amstur fólks, þú sérð breyskleika þess,“ segir Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur. Á morgun, þriðjudaginn 26. mars, flytur hann hádegisfyrirlesturinn „Með kærleiksmeiningar vinmælum“: Sáttanefndir og lausn deilumála á 19. öld. Árið 1798 voru sáttanefndir settar á fót á Íslandi með konunglegri tilskipun. Þær störfuðu í svo til óbreyttri mynd fram á fjórða áratug 20. aldar, þegar lög um störf þeirra tóku umtalsverðum breytingum. Sáttanefndirnar voru svo lagðar niður endanlega árið 1981. „Sáttanefndirnar áttu að létta byrði héraðsdómara, færa minniháttar mál frá dómstólum, og líka að auðvelda almenningi að sækja rétt sinn í einkaréttarmálum. Það var metið svo að það væri kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum,“ segir Vilhelm. Þessari nýjung í réttarfari landsmanna var almennt vel tekið og skrifaði Grímur Jónsson, amtmaður Norður- og austuramts, árið 1831 að nefndirnar hafi verið einhver mesta réttarbót á Íslandi í seinni tíð. Þrátt fyrir það hafa sagnfræðingar þeim litla athygli veitt og fáir hafa nýtt sér bækur sáttanefnda sem heimildir um daglegt líf á 19. öld. „Það eru ótrúlega margir sem bara vita ekki af tilvist þessara nefnda,“ segir Vilhelm. Ekkert kom í staðinn fyrir nefndirnar og tóku dómstólar við málunum á nýjan leik. Spurður um eftirminnilegt dæmi rifjar Vilhelm upp kvörtun. „Bóndi að nafni Halldór Jónsson hafði verið á fylleríi og látið út úr sér ýmislegt ósæmilegt við hreppstjórann í sveitinni. Þar á meðal um eiginkonu hans. Þau hefðu stundað saman einhvern saurlifnað. Halldór var kærður fyrir sáttanefnd. Þar dró hann þessi orð sín til baka og bað eiginkonuna afsökunar á því að hafa vænt hana um saurlifnað. Hann borgaði líka sekt,“ segir Vilhelm. „Þetta eru alls konar svona mál. Þetta geta verið mál sem voru erfið viðureignar á þessum tíma en eru smávægileg þegar litið er aftur í tímann.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05 á morgun í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur hádegisfyrirlesturinn í samvinnu við Þjóðminjasafnið en hann er hluti af fyrirlestraröð félagsins, sem þetta misserið hefur yfirskriftina „Saga réttarfars og refsinga“.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Einu sinni var... Tímamót Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira