Fékk þau svör sem ég þurfti Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2019 14:00 Íslensku stelpurnar unnu tvo af þremur leikjum sínum í Póllandi mynd/hsí Kvennalandsliðið í handbolta lauk keppni á fjögurra liða æfingamóti í Póllandi í gær með 30-28 sigri á Slóvakíu. Ísland vann því tvo leiki af þremur og var hreinlega óheppið að fá ekki hið minnsta stig í leiknum gegn gestgjöfunum. Leikirnir voru hluti af undirbúningi Íslands fyrir umspilsleiki gegn Spánverjum í vor. Tæpir tveir mánuðir eru í leikina sem fara fram hér heima og ytra þar sem sigurvegarinn tryggir sér þáttökurétt á HM í Japan í lok þessa árs. Eftir naumt tap fyrir Póllandi, gestgjöfunum, á föstudaginn vann Ísland fimm marka sigur á Argentínu á laugardaginn. Ísland fékk stuttan tíma til undirbúnings enda kom Argentína í stað Angóla á miðvikudaginn síðasta en það truflaði ekki íslenska liðið sem vann 31-26 sigur. Ragnheiður Júlíusdóttir, sem kom inn í hópinn með stuttum fyrirvara eftir að Mariam Eradze þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla, var markahæst og kosin best í sigrinum á Argentínu. Ísland fylgdi því eftir með 30-28 sigri á Slóvakíu í gær. Ísland var í örlitlum vandræðum í vörninni framan af og leiddi Slóvakía 17-14 í hálfleik en með góðum viðsnúningi náði Ísland að snúa leiknum sér í hag og vinna. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var heilt yfir ánægður með helgina þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Heilt yfir er ég mjög ánægður, það er auðvitað smá svekkelsi að það er fimm mínútna kafli í fyrsta leiknum sem kostar okkur sigur í þessu móti. Þessi góðu lið refsa við hvert tækifæri og við verðum að læra af því en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Axel og bætti við: „Leikurinn á föstudaginn var mun hægari en hinir tveir leikirnir þar sem það var mikið um hraðar miðjur og það var mikið tempó. “ Axel var sáttur með varnarleik liðsins stærstan hluta mótsins. „Varnarleikurinn var frábær stærstan hluta mótsins og markvarslan til fyrirmyndar. Ég var ósáttur að við skyldum hleypa inn sautján mörkum í fyrri hálfleik gegn Slóvakíu en við löguðum það í hálfleik og fengum aðeins ellefu mörk á okkur í seinni hálfleik. Stelpurnar sýndu karakter þar.“ Aðspurður sagðist Axel hafa fengið svör við þeim spurningum sem hann hafði í aðdraganda leikjanna gegn Spánverjum. „Ég fékk svör við mínum spurningum. Við dreifðum álaginu vel sem hefur ekki verið möguleiki í mótsleikjum. Við nýttum hornamennina vel í þessum leikjum og sóknin gekk að mörgu leyti vel. Við eigum enn í smá vandræðum með skotnýtinguna í dauðafærum en það er eitthvað sem auðveldlega er hægt er að bæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Kvennalandsliðið í handbolta lauk keppni á fjögurra liða æfingamóti í Póllandi í gær með 30-28 sigri á Slóvakíu. Ísland vann því tvo leiki af þremur og var hreinlega óheppið að fá ekki hið minnsta stig í leiknum gegn gestgjöfunum. Leikirnir voru hluti af undirbúningi Íslands fyrir umspilsleiki gegn Spánverjum í vor. Tæpir tveir mánuðir eru í leikina sem fara fram hér heima og ytra þar sem sigurvegarinn tryggir sér þáttökurétt á HM í Japan í lok þessa árs. Eftir naumt tap fyrir Póllandi, gestgjöfunum, á föstudaginn vann Ísland fimm marka sigur á Argentínu á laugardaginn. Ísland fékk stuttan tíma til undirbúnings enda kom Argentína í stað Angóla á miðvikudaginn síðasta en það truflaði ekki íslenska liðið sem vann 31-26 sigur. Ragnheiður Júlíusdóttir, sem kom inn í hópinn með stuttum fyrirvara eftir að Mariam Eradze þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla, var markahæst og kosin best í sigrinum á Argentínu. Ísland fylgdi því eftir með 30-28 sigri á Slóvakíu í gær. Ísland var í örlitlum vandræðum í vörninni framan af og leiddi Slóvakía 17-14 í hálfleik en með góðum viðsnúningi náði Ísland að snúa leiknum sér í hag og vinna. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var heilt yfir ánægður með helgina þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Heilt yfir er ég mjög ánægður, það er auðvitað smá svekkelsi að það er fimm mínútna kafli í fyrsta leiknum sem kostar okkur sigur í þessu móti. Þessi góðu lið refsa við hvert tækifæri og við verðum að læra af því en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Axel og bætti við: „Leikurinn á föstudaginn var mun hægari en hinir tveir leikirnir þar sem það var mikið um hraðar miðjur og það var mikið tempó. “ Axel var sáttur með varnarleik liðsins stærstan hluta mótsins. „Varnarleikurinn var frábær stærstan hluta mótsins og markvarslan til fyrirmyndar. Ég var ósáttur að við skyldum hleypa inn sautján mörkum í fyrri hálfleik gegn Slóvakíu en við löguðum það í hálfleik og fengum aðeins ellefu mörk á okkur í seinni hálfleik. Stelpurnar sýndu karakter þar.“ Aðspurður sagðist Axel hafa fengið svör við þeim spurningum sem hann hafði í aðdraganda leikjanna gegn Spánverjum. „Ég fékk svör við mínum spurningum. Við dreifðum álaginu vel sem hefur ekki verið möguleiki í mótsleikjum. Við nýttum hornamennina vel í þessum leikjum og sóknin gekk að mörgu leyti vel. Við eigum enn í smá vandræðum með skotnýtinguna í dauðafærum en það er eitthvað sem auðveldlega er hægt er að bæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira