Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2019 20:15 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði og nam kostnaður nærri tveimur milljörðum króna. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu, og segir þau glæpsamlega há; þau séu að stúta útgerð hringinn í kringum landið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Útgerðarsaga fjölskyldufyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði nær yfir sjötíu ár en gamla fiskvinnsluhúsið var orðið úrelt. Framtíð landvinnslu var undir.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var annaðhvort að taka ákvörðun um að fara í þetta skref eða hætta. Við erum auðvitað bara miklir landsbyggðarmenn og þorpið okkar er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Guðmundur Smári. Niðurstaðan var að byggja nýtt 2.700 fermetra vinnsluhús. Vélarnar voru ræstar í lok janúar og þessa dagana eru vinnslulínurnar að komast á fulla ferð. „Við segjum það alveg kinnroðalaust: Þetta er ein fullkomnasta fiskvinnsla á Íslandi og þótt víðar væri leitað,“ segir framkvæmdastjórinn.Séð yfir nýja fiskvinnslusalinn. Þar var verið að vinna bæði þorsk og karfa á tveimur vinnslulínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðmundur Smári segir þetta jafnframt einhverja mestu iðnaðaruppbyggingu á Íslandi á síðasta ári enda sé megnið af vélbúnaði íslensk smíði og íslenskt hugvit; frá fyrirtækjum eins og Marel, 3X, Frosti og Baader Ísland. Ístak hafi svo byggt húsið og nýtt iðnaðarmenn af svæðinu. „Við erum að vinna núna þorsk og karfa. Það eru sem sagt tvær línur inni í húsinu og meirihlutinn af þessu er að fara ferskt,“ segir Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri. Með nýjustu tækni, eins og í skurðarvélum, er mannshöndin leyst af hólmi. Markmiðið er að hámarka nýtingu og verðmæti fiskaflans.Rósa Guðmundsdóttir er framleiðslustjóri Guðmundar Runólfssonar hf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við höfum ekki áform um að fækka fólki. Við ætlum að hafa svipaðan starfsmannafjölda, jafnvel bæta örlítið í. En hugmyndafræðin er að ná að afkasta tvisvar sinnum því magni sem við gerðum í gamla húsinu,“ segir Guðmundur Smári. „En álag kannski á starfsfólk á að vera minna, líkamlegt álag. Að vera að lyfta og færa til kassa, og þess háttar. Það ætti að minnka hjá okkur,“ segir Rósa. Fjárfestingin nemur hátt í tveimur milljörðum króna en þegar spurt er hvort hún borgi sig kemur hik á framkvæmdastjórann. „Hefðum við vitað hver veiðigjöldin voru á síðasta ári þá hefðum við sennilega aldrei farið í þessa fjárfestingu. Þau voru bara, vil ég orða það; glæpsamlega há. Og eru að stúta útgerð hringinn í kringum landið."Guðmundur Smári í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hugsa að við hefðum ekki farið í fjárfestinguna hefðum við vitað um veiðigjöldin. Að vísu er búið að laga þau örlítið núna. En þau eru samt sem áður allt of há. Þetta er bara alveg hræðilegur landsbyggðarskattur. Það verður bara eitthvað að gerast,“ segir framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. Fjallað verður um mannlíf í Grundarfirði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Alþingi Grundarfjörður Sjávarútvegur Skattar og tollar Um land allt Tengdar fréttir Arion lokar útibúi sínu í Grundarfirði Breytingar verða gerðar á útibúaneti Arion banka á næstu mánuðum. 18. september 2018 14:09 Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26 Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. 19. júlí 2018 15:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði og nam kostnaður nærri tveimur milljörðum króna. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu, og segir þau glæpsamlega há; þau séu að stúta útgerð hringinn í kringum landið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Útgerðarsaga fjölskyldufyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði nær yfir sjötíu ár en gamla fiskvinnsluhúsið var orðið úrelt. Framtíð landvinnslu var undir.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var annaðhvort að taka ákvörðun um að fara í þetta skref eða hætta. Við erum auðvitað bara miklir landsbyggðarmenn og þorpið okkar er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Guðmundur Smári. Niðurstaðan var að byggja nýtt 2.700 fermetra vinnsluhús. Vélarnar voru ræstar í lok janúar og þessa dagana eru vinnslulínurnar að komast á fulla ferð. „Við segjum það alveg kinnroðalaust: Þetta er ein fullkomnasta fiskvinnsla á Íslandi og þótt víðar væri leitað,“ segir framkvæmdastjórinn.Séð yfir nýja fiskvinnslusalinn. Þar var verið að vinna bæði þorsk og karfa á tveimur vinnslulínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðmundur Smári segir þetta jafnframt einhverja mestu iðnaðaruppbyggingu á Íslandi á síðasta ári enda sé megnið af vélbúnaði íslensk smíði og íslenskt hugvit; frá fyrirtækjum eins og Marel, 3X, Frosti og Baader Ísland. Ístak hafi svo byggt húsið og nýtt iðnaðarmenn af svæðinu. „Við erum að vinna núna þorsk og karfa. Það eru sem sagt tvær línur inni í húsinu og meirihlutinn af þessu er að fara ferskt,“ segir Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri. Með nýjustu tækni, eins og í skurðarvélum, er mannshöndin leyst af hólmi. Markmiðið er að hámarka nýtingu og verðmæti fiskaflans.Rósa Guðmundsdóttir er framleiðslustjóri Guðmundar Runólfssonar hf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við höfum ekki áform um að fækka fólki. Við ætlum að hafa svipaðan starfsmannafjölda, jafnvel bæta örlítið í. En hugmyndafræðin er að ná að afkasta tvisvar sinnum því magni sem við gerðum í gamla húsinu,“ segir Guðmundur Smári. „En álag kannski á starfsfólk á að vera minna, líkamlegt álag. Að vera að lyfta og færa til kassa, og þess háttar. Það ætti að minnka hjá okkur,“ segir Rósa. Fjárfestingin nemur hátt í tveimur milljörðum króna en þegar spurt er hvort hún borgi sig kemur hik á framkvæmdastjórann. „Hefðum við vitað hver veiðigjöldin voru á síðasta ári þá hefðum við sennilega aldrei farið í þessa fjárfestingu. Þau voru bara, vil ég orða það; glæpsamlega há. Og eru að stúta útgerð hringinn í kringum landið."Guðmundur Smári í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hugsa að við hefðum ekki farið í fjárfestinguna hefðum við vitað um veiðigjöldin. Að vísu er búið að laga þau örlítið núna. En þau eru samt sem áður allt of há. Þetta er bara alveg hræðilegur landsbyggðarskattur. Það verður bara eitthvað að gerast,“ segir framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. Fjallað verður um mannlíf í Grundarfirði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Alþingi Grundarfjörður Sjávarútvegur Skattar og tollar Um land allt Tengdar fréttir Arion lokar útibúi sínu í Grundarfirði Breytingar verða gerðar á útibúaneti Arion banka á næstu mánuðum. 18. september 2018 14:09 Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26 Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. 19. júlí 2018 15:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Arion lokar útibúi sínu í Grundarfirði Breytingar verða gerðar á útibúaneti Arion banka á næstu mánuðum. 18. september 2018 14:09
Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26
Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. 19. júlí 2018 15:50