Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2019 19:30 Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. WOW Air, Icelandair Group og forsætisráðuneytið sendu öll frá sér yfirlýsingar vegna stöðu WOW í gær eftir að staðfest var að viðræðum félagsins við bandaríska fjárfestinn Indigo Partners hafði verið slitið um að Icelandair og WOW hefðu tekið öðru sinni upp viðræður um sameiningu félaganna. Íslensk stjórnvöld fylgjast náið með viðræðum Icelandair og WOW. Afskiptum stjórnvalda eru þó settar skorður bæði með samkeppnislögum og Evrópu lögum og reglum sem þó bjóða upp á ákveðið svigrúm. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir flugfélögin starfa eftir opinberum rekstrarleyfum. Stjórnvöld hafi því fylgst vel með þróun mála frá degi til dags. „Og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt verði ekki að opinberri hálfu gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli,” segir Bjarni. Hér sé um stóra og mikilvæga atvinnugrein að ræða. „Við lítum þannig á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna í landinu geti haft mjög slæm smitáhrif. Hún gæti valdið atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og truflunum til lengri tíma. Tafið innviða uppbyggingu og svo framvegis,” segir fjármálaráðherra.Gjaldtaka á ferðaþjónustuna mögulega endurskoðuð Stjórnvöld séu því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar til að mynda varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og endurskoðun gjalda á ferðaþjónustuna. Ríkið muni hins vegar ekki setja fé inn í þennan áhættusama rekstur. Markaðsaðilar verði sjálfir að hafa trú á rekstrinum. „Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál. Það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt,” segir Bjarni. Þegar Air Berlin fór á hausinn árið 2017 lánuðu þýsk stjórnvöld þrotabúinu 150 milljónir evra í þrjá mánuði til að félagið kæmi farþegum heim og eignum þess í sölu.Kemur eitthvað slíkt til greina?„Við höfum gert okkar eigin áætlanir ef allt færi á versta veg. Ég held að það verði að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Það þótti takast ágætlega í því tilviki. Við erum bara ekki komin á þennan stað,” segir Bjarni.Á meðfylgjandi mynd má sjá þá áfangastaði sem WOW flýgur á en Icelandair ekki merkta með fjólubláum hring.Grafík/TótlaEnn er opið fyrir bókanir hjá WOW. Flugfélögin fljúga bæði á marga áfangastaði en WOW flýgur hins vegar á tíu staði sem Icelandair flýgur ekki til. Fjármálaráðherra vonar að starfsemin geti haldið áfram með trúverðugum áætlunum um að leysa rekstrarvanda félagsins. En hvað með farþega sem eiga bókuð sæti með WOW?Er ástæða fyrir farþega að hafa áhyggjur?„Ég get ekki tekið það að mér að meta það fyrir hvern og einn. En það er öllum ljóst að það er alvarlegur rekstrarvandi til staðar,” segir Bjarni Benediktsson. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. WOW Air, Icelandair Group og forsætisráðuneytið sendu öll frá sér yfirlýsingar vegna stöðu WOW í gær eftir að staðfest var að viðræðum félagsins við bandaríska fjárfestinn Indigo Partners hafði verið slitið um að Icelandair og WOW hefðu tekið öðru sinni upp viðræður um sameiningu félaganna. Íslensk stjórnvöld fylgjast náið með viðræðum Icelandair og WOW. Afskiptum stjórnvalda eru þó settar skorður bæði með samkeppnislögum og Evrópu lögum og reglum sem þó bjóða upp á ákveðið svigrúm. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir flugfélögin starfa eftir opinberum rekstrarleyfum. Stjórnvöld hafi því fylgst vel með þróun mála frá degi til dags. „Og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt verði ekki að opinberri hálfu gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli,” segir Bjarni. Hér sé um stóra og mikilvæga atvinnugrein að ræða. „Við lítum þannig á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna í landinu geti haft mjög slæm smitáhrif. Hún gæti valdið atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og truflunum til lengri tíma. Tafið innviða uppbyggingu og svo framvegis,” segir fjármálaráðherra.Gjaldtaka á ferðaþjónustuna mögulega endurskoðuð Stjórnvöld séu því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar til að mynda varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og endurskoðun gjalda á ferðaþjónustuna. Ríkið muni hins vegar ekki setja fé inn í þennan áhættusama rekstur. Markaðsaðilar verði sjálfir að hafa trú á rekstrinum. „Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál. Það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt,” segir Bjarni. Þegar Air Berlin fór á hausinn árið 2017 lánuðu þýsk stjórnvöld þrotabúinu 150 milljónir evra í þrjá mánuði til að félagið kæmi farþegum heim og eignum þess í sölu.Kemur eitthvað slíkt til greina?„Við höfum gert okkar eigin áætlanir ef allt færi á versta veg. Ég held að það verði að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Það þótti takast ágætlega í því tilviki. Við erum bara ekki komin á þennan stað,” segir Bjarni.Á meðfylgjandi mynd má sjá þá áfangastaði sem WOW flýgur á en Icelandair ekki merkta með fjólubláum hring.Grafík/TótlaEnn er opið fyrir bókanir hjá WOW. Flugfélögin fljúga bæði á marga áfangastaði en WOW flýgur hins vegar á tíu staði sem Icelandair flýgur ekki til. Fjármálaráðherra vonar að starfsemin geti haldið áfram með trúverðugum áætlunum um að leysa rekstrarvanda félagsins. En hvað með farþega sem eiga bókuð sæti með WOW?Er ástæða fyrir farþega að hafa áhyggjur?„Ég get ekki tekið það að mér að meta það fyrir hvern og einn. En það er öllum ljóst að það er alvarlegur rekstrarvandi til staðar,” segir Bjarni Benediktsson.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent