Ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 14:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að stjórnvöld muni liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. Stjórnvöld muni hins vegar liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. „Það er auðvitað þannig að hér er um að ræða félög sem eru með opinber rekstrarleyfi og okkar aðkoma þá felst í því að við höfum verið með fólk sem hefur fylgst mjög náið með stöðunni frá degi til dags og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt þá verði af opinberri hálfu ekki gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli. Aðkoma okkar getur sömuleiðis falist í því að hlusta eftir ábendingum sem geta skipt máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði ferðaþjónustuna mjög stóra og mikilvæga atvinnugrein. Stjórnvöld væru að lýsa því að þau líti svo á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna geti haft mjög slæmsmitáhrif, til dæmis með auknu atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og tafið innviðauppbyggingu svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin sé því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppni ferðaþjónustunnar í landinu. „Við höfum hins vegar verið að draga línuna þar að ríkið sé ekki að fara að setja áhættufé inn í þennan áhættusama rekstur og við teljum ekki að það sé hlutverk stjórnvalda að gera það,“ sagði Bjarni.En kæmi til greina að gefa eftir skuldirnar við Keflavíkurflugvöll? „Þar er um að ræða skuldir sem eru að fullu tryggðar og ég sé ekki í sjálfu sér að það sé ástæða til þess að gera það. Ég ætla samt sem áður ekki að útiloka neitt fyrir fram. Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál, að það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt og við vonumst eftir góðri lendingu. Ef að stjórnvöld geta liðkað fyrir góðri lendingu þá viljum við gera það en við höfum fyrst og fremst dregið mörkin við það að við erum ekki að fara að taka þátt í mjög áhættusömum rekstri.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 „Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að setja fé í áhættusaman rekstur flugfélaganna. Stjórnvöld muni hins vegar liðka fyrir góðri lendingu ef þau geta þegar kemur að viðræðum WOW air og Icelandair um mögulega aðkomu þess síðarnefnda að rekstri þess fyrrnefnda. „Það er auðvitað þannig að hér er um að ræða félög sem eru með opinber rekstrarleyfi og okkar aðkoma þá felst í því að við höfum verið með fólk sem hefur fylgst mjög náið með stöðunni frá degi til dags og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt þá verði af opinberri hálfu ekki gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli. Aðkoma okkar getur sömuleiðis falist í því að hlusta eftir ábendingum sem geta skipt máli fyrir ferðaþjónustuna í landinu,“ sagði Bjarni í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann sagði ferðaþjónustuna mjög stóra og mikilvæga atvinnugrein. Stjórnvöld væru að lýsa því að þau líti svo á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna geti haft mjög slæmsmitáhrif, til dæmis með auknu atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og tafið innviðauppbyggingu svo dæmi séu nefnd. Ríkisstjórnin sé því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppni ferðaþjónustunnar í landinu. „Við höfum hins vegar verið að draga línuna þar að ríkið sé ekki að fara að setja áhættufé inn í þennan áhættusama rekstur og við teljum ekki að það sé hlutverk stjórnvalda að gera það,“ sagði Bjarni.En kæmi til greina að gefa eftir skuldirnar við Keflavíkurflugvöll? „Þar er um að ræða skuldir sem eru að fullu tryggðar og ég sé ekki í sjálfu sér að það sé ástæða til þess að gera það. Ég ætla samt sem áður ekki að útiloka neitt fyrir fram. Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál, að það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt og við vonumst eftir góðri lendingu. Ef að stjórnvöld geta liðkað fyrir góðri lendingu þá viljum við gera það en við höfum fyrst og fremst dregið mörkin við það að við erum ekki að fara að taka þátt í mjög áhættusömum rekstri.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 „Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
„Ekkert verið rætt um neinn fjárstuðning“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekkert hafi verið rætt um neinn fjárstuðning frá ríkinu til handa WOW air. 22. mars 2019 13:10
Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18