Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 31-29 | Fjórði sigur Eyjamanna í röð Einar Kárason skrifar 24. mars 2019 16:45 Eyjamenn eru á mikilli siglingu. vísir/bára Þegar tvö stór og sterk lið eigast við má búast við alvöru keppnisleik og sú varð raunin þegar ÍBV tók á móti FH í Vestmannaeyjum í dag. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu 4 mörk leiksins áður en Eyjamenn skoruðu sitt fyrsta. Þessi byrjun gaf svolítið tóninn en Hafnfirðingar spiluðu flotta sókn og góða vörn sem heimaliðið átti í vandræðum með að brjóta niður. FH hafði góð tök á leiknum allan fyrri hálfleik þar sem munurinn á liðunum var mest 5 mörk. Þegar inn í hálfleik var komið leiddu gestirnir með 3 mörkum, 14-17, og virtust hvergi nærri hættir. Eyjaliðið kom tvíeflt til leiks í seinni 30 mínúturnar og hóf að saxa á forskot gestanna. Liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik en þegar komið var aðeins inn í hálfleikinn sýndu heimamenn hvað í þeim býr. Það var þó ekki fyrr en eftir 45 mínútna leik að þeir náðu loks að jafna og fengu tækifæri til að komast yfir. Það tækifæri fór þó forgörðum og FH svaraði með 2 mörkum. Þetta ÍBV lið virðist í toppstandi en oftar en ekki virðast þeir orkumeiri en andstæðingar sínir þegar líður á leikinn og það sama var uppi á teningnum í dag. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum náðu þeir að jafna aftur og komust yfir í næstu sókn. FH svaraði með marki og staðan 29-29 þegar lítið var eftir. Björn Viðar Björnsson í marki ÍBV tók þá mikilvæga vörslu og Kári Kristján Kristjánsson kom þeim aftur yfir. Björn varði svo einnig næsta skot gestanna og Dagur Arnarsson rak síðasta naglann þegar hann kom ÍBV í 31-29. Ekki voru fleiri mörk skoruð og ÍBV tóku öll þau stig sem í boði voru.Af hverju vann ÍBV? Þessi „Eyjaseigla” virðist hvergi nær horfin og með látum og stemmningu snéru leiknum sér í hag. ÍBV var undir nánast allan leikinn og komast yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar 4 mínútur eru eftir. Sterk vörn og batnandi færanýting þegar á leið skilaði sér.Hvað gekk illa? Einna helst gekk liði FH illa að halda fullum mannskap inni á vellinum. Alls létu þeir reka sig útaf 9 sinnum í leiknum, þó hægt sé að deila á um nokkrar af þeim brottvísunum, á meðan heimamenn fengu ekki nema 2 brottvísarnir.Hverjir stóðu uppúr? Hjá ÍBV dró Hákon Daði Styrmisson vagninn í markaskorun en hann skoraði heil 13 mörk. Næstu menn í Eyjaliðinu voru með 4 mörk hver. Björn Viðar stóð vaktina vel í markinu með 13 skot varin, eða 36%. Hjá FH skoruðu Ásbjörn Friðriksson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7 mörk hvor og Einar Rafn Eiðsson skoraði 5.Hvað gerist næst? Eyjamenn fara norður á Akureyri og spila gegn KA en FH-ingar fá Valsmenn í heimsókn.Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBVvísir/báraKristinn: Meira en að segja það að halda haus í dag Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega ánægður með úrslit dagsins. „Það er mjög erfitt að gera það akkurat núna”, sagði Kristinn þegar hann var beðinn um að gera upp leikinn. „Við erum aðeins vitlaust stilltir í fyrri hálfleik. Ekki þannig að við værum ekki að spila ágætlega en við erum ekki að nýta færi. Við áttum í erfiðleikum með að klára sóknir okkar. Við löguðum það í seinni hálfleik. Jafnvel á móti svona góðu liði og FH getum við ellt uppi 2,3,4 mörk. Við héldum haus og það var meira en að segja það að halda haus í dag.” „Við erum að fara illa með góð færi. Það er bara að vera með aðeins kaldari haus í byrjun. Hafðu bara trú á sjálfum þér og mættu bara til leiks frá byrjun og þá eru hlutirnir í lagi. Við vitum það að varnarleikurinn okkar batnar eftir því sem líður á leikinn og þess vegna erum við ekki að breyta um vörn þarna.” „Við erum að berja okkur áfram allan tímann og höfum góða trú á því sem við erum að gera. Þeir leikmenn sem eru að koma inn eru að skila sínu. Það er rosalega mikilvægt að fá þetta framlag frá þeim.” sagði Kristinn. Kristján Örn Kristjánssonvísir/báraKristján Örn: Erum stemmdri inn á seinni hálfleik „Bara geggjað. Eða, þetta voru tvö orð. Ókei, ‘geggjað’, þetta var frábært,” sagði Kristján Örn Kristjánsson þegar hann var beðinn um að lýsa sigri Eyjamanna í einu orði. ÍBV voru í hálfgerðum eltingaleik bróðurpart leiksins en Kristján missti aldrei trú. „Ef við höldum þeim plús, mínus 2 til 4 mörk þá erum við ennþá inni í leiknum. Eins og þú sérð á móti Gróttu erum við með mínus 7 mörk í hálfleik. Það var dálítið erfitt en núna erum við komnir á lagið. Við erum með þetta í seinni hálfleik. Síðan er það gott í dag að síðustu 10 mínúturnar hjá okkur eru geggjaðar, þannig að við erum búnir að snúa því alveg við.” „Við erum bara stemmdir inn á seinni hálfleik. Bara eins og stemmningin er núna. Við þurfum bara að halda fyrri hálfleiknum og síðan tökum við þetta í seinni,” sagði Kristján að lokum. Olís-deild karla
Þegar tvö stór og sterk lið eigast við má búast við alvöru keppnisleik og sú varð raunin þegar ÍBV tók á móti FH í Vestmannaeyjum í dag. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu 4 mörk leiksins áður en Eyjamenn skoruðu sitt fyrsta. Þessi byrjun gaf svolítið tóninn en Hafnfirðingar spiluðu flotta sókn og góða vörn sem heimaliðið átti í vandræðum með að brjóta niður. FH hafði góð tök á leiknum allan fyrri hálfleik þar sem munurinn á liðunum var mest 5 mörk. Þegar inn í hálfleik var komið leiddu gestirnir með 3 mörkum, 14-17, og virtust hvergi nærri hættir. Eyjaliðið kom tvíeflt til leiks í seinni 30 mínúturnar og hóf að saxa á forskot gestanna. Liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik en þegar komið var aðeins inn í hálfleikinn sýndu heimamenn hvað í þeim býr. Það var þó ekki fyrr en eftir 45 mínútna leik að þeir náðu loks að jafna og fengu tækifæri til að komast yfir. Það tækifæri fór þó forgörðum og FH svaraði með 2 mörkum. Þetta ÍBV lið virðist í toppstandi en oftar en ekki virðast þeir orkumeiri en andstæðingar sínir þegar líður á leikinn og það sama var uppi á teningnum í dag. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum náðu þeir að jafna aftur og komust yfir í næstu sókn. FH svaraði með marki og staðan 29-29 þegar lítið var eftir. Björn Viðar Björnsson í marki ÍBV tók þá mikilvæga vörslu og Kári Kristján Kristjánsson kom þeim aftur yfir. Björn varði svo einnig næsta skot gestanna og Dagur Arnarsson rak síðasta naglann þegar hann kom ÍBV í 31-29. Ekki voru fleiri mörk skoruð og ÍBV tóku öll þau stig sem í boði voru.Af hverju vann ÍBV? Þessi „Eyjaseigla” virðist hvergi nær horfin og með látum og stemmningu snéru leiknum sér í hag. ÍBV var undir nánast allan leikinn og komast yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar 4 mínútur eru eftir. Sterk vörn og batnandi færanýting þegar á leið skilaði sér.Hvað gekk illa? Einna helst gekk liði FH illa að halda fullum mannskap inni á vellinum. Alls létu þeir reka sig útaf 9 sinnum í leiknum, þó hægt sé að deila á um nokkrar af þeim brottvísunum, á meðan heimamenn fengu ekki nema 2 brottvísarnir.Hverjir stóðu uppúr? Hjá ÍBV dró Hákon Daði Styrmisson vagninn í markaskorun en hann skoraði heil 13 mörk. Næstu menn í Eyjaliðinu voru með 4 mörk hver. Björn Viðar stóð vaktina vel í markinu með 13 skot varin, eða 36%. Hjá FH skoruðu Ásbjörn Friðriksson og Bjarni Ófeigur Valdimarsson 7 mörk hvor og Einar Rafn Eiðsson skoraði 5.Hvað gerist næst? Eyjamenn fara norður á Akureyri og spila gegn KA en FH-ingar fá Valsmenn í heimsókn.Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBVvísir/báraKristinn: Meira en að segja það að halda haus í dag Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega ánægður með úrslit dagsins. „Það er mjög erfitt að gera það akkurat núna”, sagði Kristinn þegar hann var beðinn um að gera upp leikinn. „Við erum aðeins vitlaust stilltir í fyrri hálfleik. Ekki þannig að við værum ekki að spila ágætlega en við erum ekki að nýta færi. Við áttum í erfiðleikum með að klára sóknir okkar. Við löguðum það í seinni hálfleik. Jafnvel á móti svona góðu liði og FH getum við ellt uppi 2,3,4 mörk. Við héldum haus og það var meira en að segja það að halda haus í dag.” „Við erum að fara illa með góð færi. Það er bara að vera með aðeins kaldari haus í byrjun. Hafðu bara trú á sjálfum þér og mættu bara til leiks frá byrjun og þá eru hlutirnir í lagi. Við vitum það að varnarleikurinn okkar batnar eftir því sem líður á leikinn og þess vegna erum við ekki að breyta um vörn þarna.” „Við erum að berja okkur áfram allan tímann og höfum góða trú á því sem við erum að gera. Þeir leikmenn sem eru að koma inn eru að skila sínu. Það er rosalega mikilvægt að fá þetta framlag frá þeim.” sagði Kristinn. Kristján Örn Kristjánssonvísir/báraKristján Örn: Erum stemmdri inn á seinni hálfleik „Bara geggjað. Eða, þetta voru tvö orð. Ókei, ‘geggjað’, þetta var frábært,” sagði Kristján Örn Kristjánsson þegar hann var beðinn um að lýsa sigri Eyjamanna í einu orði. ÍBV voru í hálfgerðum eltingaleik bróðurpart leiksins en Kristján missti aldrei trú. „Ef við höldum þeim plús, mínus 2 til 4 mörk þá erum við ennþá inni í leiknum. Eins og þú sérð á móti Gróttu erum við með mínus 7 mörk í hálfleik. Það var dálítið erfitt en núna erum við komnir á lagið. Við erum með þetta í seinni hálfleik. Síðan er það gott í dag að síðustu 10 mínúturnar hjá okkur eru geggjaðar, þannig að við erum búnir að snúa því alveg við.” „Við erum bara stemmdir inn á seinni hálfleik. Bara eins og stemmningin er núna. Við þurfum bara að halda fyrri hálfleiknum og síðan tökum við þetta í seinni,” sagði Kristján að lokum.