Ardern sýni hugrekki með byssubanni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. mars 2019 07:30 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Jacindu Ardern á Nýja-Sjálandi tilkynnti í gær um bann við hálfsjálfvirkum, „hernaðarlegum“ skotvopnum og stórum skothylkjum. Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. „Hvert einasta hálfsjálfvirka vopn sem var notað í hryðjuverkaárás föstudagsins verður bannað,“ sagði Ardern en bann við sölu tók samstundis gildi þótt það eigi eftir að koma málinu í gegnum þingið. Þetta sagði Ardern gert til að koma í veg fyrir að fólk myndi birgja sig upp af vopnum og skothylkjum áður en frumvarpið yrði að lögum. Bannið nær ekki til smærri riffla og hálfsjálfvirkra skotvopna sem bændur og veiðimenn nota einna helst. Afar líklegt þykir að frumvarpið verði samþykkt á þingi. Flokkur Ardern er í meirihluta og ekkert ákvæði er í nýsjálensku stjórnarskránni um rétt til vopnaburðar, ólíkt því sem er í Bandaríkjunum þar sem tilraunir til hertrar skotvopnalöggjafar hafa iðulega mistekist í kjölfar skotárása. Ardern sagði að fólk gæti afhent yfirvöldum þær byssur sem verða ólöglegar og fengið greiðslu í staðinn. Þá sagði hún bæði her og lögreglu verða undanskilin lögunum. „Ardern sýnir mikið hugrekki. Þetta er einungis hægt að gera í ríkjum þar sem borgarar hafa ekki sjálfgefinn rétt til vopnaburðar. Vopn eru forréttindi. Ef við hefðum lagalegan rétt eins og í Bandaríkjunum væri þetta mun erfiðara,“ hafði AP eftir Andrew Gillespie, prófessor í alþjóðalögfræði við Waikato-háskóla. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern á Nýja-Sjálandi tilkynnti í gær um bann við hálfsjálfvirkum, „hernaðarlegum“ skotvopnum og stórum skothylkjum. Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. „Hvert einasta hálfsjálfvirka vopn sem var notað í hryðjuverkaárás föstudagsins verður bannað,“ sagði Ardern en bann við sölu tók samstundis gildi þótt það eigi eftir að koma málinu í gegnum þingið. Þetta sagði Ardern gert til að koma í veg fyrir að fólk myndi birgja sig upp af vopnum og skothylkjum áður en frumvarpið yrði að lögum. Bannið nær ekki til smærri riffla og hálfsjálfvirkra skotvopna sem bændur og veiðimenn nota einna helst. Afar líklegt þykir að frumvarpið verði samþykkt á þingi. Flokkur Ardern er í meirihluta og ekkert ákvæði er í nýsjálensku stjórnarskránni um rétt til vopnaburðar, ólíkt því sem er í Bandaríkjunum þar sem tilraunir til hertrar skotvopnalöggjafar hafa iðulega mistekist í kjölfar skotárása. Ardern sagði að fólk gæti afhent yfirvöldum þær byssur sem verða ólöglegar og fengið greiðslu í staðinn. Þá sagði hún bæði her og lögreglu verða undanskilin lögunum. „Ardern sýnir mikið hugrekki. Þetta er einungis hægt að gera í ríkjum þar sem borgarar hafa ekki sjálfgefinn rétt til vopnaburðar. Vopn eru forréttindi. Ef við hefðum lagalegan rétt eins og í Bandaríkjunum væri þetta mun erfiðara,“ hafði AP eftir Andrew Gillespie, prófessor í alþjóðalögfræði við Waikato-háskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52