Helför og þrælahald
„Það truflar mig að VG sé að leggja til að lögleiða það sem mundi skilgreinast sem haturstjáning í dag... sérstaklega í ljósi þess að öfgaskoðanir, hatur gegn minnihlutahópum, andúð gegn múslimum og etc er að aukast til muna. Mér finnst þetta þannig alls ekki tíminn til að ræða lagabreytingartillögur í þessa átt,“ segir Eyrún til útskýringar. En hún tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook í gærkvöldi.Eyrún er þannig að sögn óflokksbundin í fyrsta skipti í tæp tuttugu ár.

„Tjáningarfrelsishugtak sem einmitt er notað í dag sem tæki til að réttlæta andúð, ofsóknir, hatur, mismunun og annað slíkt gegn minnihlutahópum.Gleymum því ekki að helförin var lögleg, aðskilnaðarstefnur í S-Afríku og Bandaríkjunum voru löglegar, þrælahald var löglegt – þó eitthvað verði löglegt þýðir það ekki að það sé rétt.“
Lagabreytingin sem fór fyrir brjóst Eyrúnar
Með frumvarpinu umrædda er lagt til að við 233. greinina a. bætist „enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun“.Ákvæðið mun þannig hljóma í heild sinni: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum enda sé háttsemin til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun.“
Þetta telur Eyrún, eins og áður sagði, óásættanlegt.