Spennandi tækifæri Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. mars 2019 13:00 Þetta verður þriðja verkefni landsliðsins undir stjórn Jóns Þórs og Ians Jeff sem tóku við kvennalandsliðinu síðasta haust. Fréttablaðið/ernir Jón Þór Hauksson tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins fyrir æfingarleiki gegn Suður-Kóreu í byrjun apríl. Þjálfarateymið gerir fimm breytingar á leikmannahópnum frá Algarve og detta kunnugleg andlit út. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sif Atladóttir sem eiga samanlagt 400 landsleiki ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur fara ekki með liðinu til Seoul. Inn í þeirra stað koma þær Sandra María Jessen, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. „Viðræður stóðu yfir í smá tíma en við vorum spennt fyrir því að fá tækifæri til að mæta Suður-Kóreu. Þetta eru öðruvísi mótherjar en við erum vanalega að mæta og það verður gaman að prófa það,“ segir Jón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líkindi á milli liðs Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast fyrir og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ segir hann. Jón Þór ákvað í samráði við Dagnýju og Margréti að gefa þeim frí til að þær geti einbeitt sér að undirbúningstímabili með félagsliðum sínum. Sif er að ná sér af lítils háttar meiðslum og Sara Björk fær frí til hvíldar. Það vantar því kjarnann í liðinu undanfarin ár en Jón vill sjá aðra leikmenn grípa tækifærið. „Það eru frábærir leikmenn sem við erum að skilja eftir en það eru líka frábærir leikmenn í hópnum. Leiðtogar og sterkir karakterar sem ég vænti þess að stígi upp og leiði þetta lið,“ segir Jón Þór sem segist vera búinn að ákveða hver verði fyrirliði en vill ekki gefa það upp fyrr en hann er búinn að tilkynna leikmanninum það. Ísland fer út nokkrum dögum fyrr til að venjast aðstæðum enda leikirnir um miðja nótt að íslenskum tíma. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti.“ Agla María gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna lokaprófs í háskólanum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2017 í Hollandi Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Jón Þór Hauksson tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins fyrir æfingarleiki gegn Suður-Kóreu í byrjun apríl. Þjálfarateymið gerir fimm breytingar á leikmannahópnum frá Algarve og detta kunnugleg andlit út. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sif Atladóttir sem eiga samanlagt 400 landsleiki ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur fara ekki með liðinu til Seoul. Inn í þeirra stað koma þær Sandra María Jessen, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. „Viðræður stóðu yfir í smá tíma en við vorum spennt fyrir því að fá tækifæri til að mæta Suður-Kóreu. Þetta eru öðruvísi mótherjar en við erum vanalega að mæta og það verður gaman að prófa það,“ segir Jón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líkindi á milli liðs Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast fyrir og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ segir hann. Jón Þór ákvað í samráði við Dagnýju og Margréti að gefa þeim frí til að þær geti einbeitt sér að undirbúningstímabili með félagsliðum sínum. Sif er að ná sér af lítils háttar meiðslum og Sara Björk fær frí til hvíldar. Það vantar því kjarnann í liðinu undanfarin ár en Jón vill sjá aðra leikmenn grípa tækifærið. „Það eru frábærir leikmenn sem við erum að skilja eftir en það eru líka frábærir leikmenn í hópnum. Leiðtogar og sterkir karakterar sem ég vænti þess að stígi upp og leiði þetta lið,“ segir Jón Þór sem segist vera búinn að ákveða hver verði fyrirliði en vill ekki gefa það upp fyrr en hann er búinn að tilkynna leikmanninum það. Ísland fer út nokkrum dögum fyrr til að venjast aðstæðum enda leikirnir um miðja nótt að íslenskum tíma. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti.“ Agla María gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna lokaprófs í háskólanum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2017 í Hollandi Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira